Umfjöllun og viðtal: Haukar - ÍBV 29-26 | Haukakonur knúðu fram oddaleik í Eyjum Haukar höfðu betur í framlengingu gegn ÍBV í fjórða leik milli liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og grípa þurfti til framlengingar. Haukar skoruðu fyrstu þrjú mörkin og unnu að lokum 29-26. Handbolti 6. maí 2023 17:00
Jafnt í þýðingalitlum Íslendingaslag Álaborg og Ribe-Esbjerg gerðu 36-36 jafntefli í síðasta leik liðanna í úrslitakeppnisriðli í danska handboltanum í dag. Álaborg var búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum fyrir leikinn. Handbolti 6. maí 2023 16:13
Undraverður bati Blæs vekur mikla athygli: „Það eina sem ég hef hugsað um“ Margir ráku upp stór augu þegar að Blær Hinriksson, sem meiddist illa á dögunum í leik með Aftureldingu, sneri óvænt aftur inn á völlinn í undanúrslitum Olís deildarinnar í gærkvöldi. Handbolti 6. maí 2023 15:31
Ræddu illviðráðanlegt vandamál Garðbæinga: „Ég bara skil þetta ekki“ Það hefur verið viðloðandi leik kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta nú í langan tíma að liðið byrjar leiki sína afar illa. Það hefur gengið erfiðlega fyrir þjálfarateymi liðsins að finna lausnir á þessu vandamáli sem var til umræðu í nýjasta þætti Kvennakastsins. Handbolti 6. maí 2023 11:01
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding- Haukar 28-24 | Afturelding komið yfir í einvíginu gegn Haukum Afturelding vann í kvöld fyrsta leikinn í undanúrslitaeinvígi liðsins gegn Haukum í Olís deild karla. Leikið var í Mosfellsbænum í kvöld fyrir framan troðfulla höll, lokatölur 28-24 Aftureldingu í vil. Handbolti 5. maí 2023 22:11
„Lélegir feilar og skot sóknarlega sem fóru með okkur“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir fjögurra marka tap hans manna gegn Aftureldingu í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Handbolti 5. maí 2023 21:37
Tólf mörk Kristjáns dugðu ekki til Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Kristján Örn Kristjánsson leikmaður franska liðsins PAUC skoraði tólf mörk í tapi liðsins gegn Chambéry í efstu deild Frakklands í kvöld. Handbolti 5. maí 2023 19:54
Felist tækifæri í brekkunni sem Stjarnan gæti átt fram undan Í vikunni var greint frá því að vænta mætti töluverðra breytinga á handboltaliðum Stjörnunnar á næsta tímabili. Aðalstyrktaraðili deildarinnar, TM, hverfur á braut og ljóst að félagið mun þurfa að sníða sér stakk eftir vexti. Handbolti 5. maí 2023 19:00
Urðu Íslandsmeistarar þegar þeir slógu Haukana síðast út Afturelding hefur þurft að bíða lengst eftir Íslandsmeistaratitlinum af liðunum fjórum sem standa eftir í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta. Handbolti 5. maí 2023 16:01
„Hann sveik dálítið liðið“ FH-ingar misstu heimavallarréttinn í gær þegar þeir töpuðu fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns á móti ÍBV með fjögurra marka mun, 27-31. Handbolti 5. maí 2023 15:01
KA missir færeyskar spænir úr aski sínum Báðir færeysku landsliðsmennirnir sem hafa leikið með KA undanfarin ár eru farnir frá félaginu. Þetta eru hornamaðurinn Allan Norðberg og markvörðurinn Nicholas Satchwell. Handbolti 5. maí 2023 14:01
„Þetta er greinilega ekki að hafa áhrif á spilamennskuna hennar“ Lena Margrét Valdimarsdóttir er í sérstakri stöðu sem leikmaður Stjörnunnar í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í handbolta, en búin að semja við Selfoss sem berst fyrir lífi sínu í deildinni á sama tíma. Handbolti 5. maí 2023 12:35
Tryggvi Garðar úr rauðu í blátt Handboltamaðurinn Tryggvi Garðar Jónsson er genginn í raðir Fram frá Val. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Fram. Handbolti 5. maí 2023 10:48
Birna Berg handarbrotin: „Vona ég finni einhverja töfralausn á Google til að laga þetta“ Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður ÍBV, er handarbrotin. Þrátt fyrir það vonast hún til að geta tekið þátt í úrslitum Olís-deildar kvenna, komist Eyjakonur þangað. Handbolti 5. maí 2023 10:30
Handboltaóðar Færeyjar: „Væri ótrúlega skemmtilegt að lenda með Íslandi í riðli“ Þetta var alltaf markmiðið segir leikmaður færeyska karlalandsliðsins í handbolta sem tryggði sér í fyrsta sinn sæti á stórmóti um helgina. Færeyinga langar að lenda með Íslendingum í riðli á EM á næsta ári. Handbolti 5. maí 2023 10:01
„Mér líður vel með að skila liðinu af mér núna“ Andri Snær Stefánsson segir að undanfarin þrjú ár hafi verið stórkostleg með kvennalið KA/Þórs í handbolta. Hann lætur af störfum og segist stoltur af félaginu og leikmönnum sínum. Handbolti 5. maí 2023 09:01
Lengsta landsliðsþjálfaraleitin síðan langa sumarið hans Bogdans Íslenska karlalandsliðið í handbolta er enn án þjálfara. Það eru liðnir meira en sjötíu dagar síðan að í ljós kom að Guðmundur Guðmundsson yrði ekki áfram með liðið. Handbolti 5. maí 2023 08:32
Fjölnir knúði fram oddaleik eftir maraþonleik og vítakeppni Fjölnir náði að knýja fram oddaleik í einvígi liðsins gegn Víkingi um laust sæti í Olís-deild karla í handknattleik. Fjölnir vann sigur í leik liðanna í kvöld eftir tvær framlengingar og vítakeppni. Handbolti 4. maí 2023 22:00
„Náðum að þreyta þá og þeir tóku skot úr erfiðum stöðum“ ÍBV vann fjögurra marka útisigur gegn FH 27-31. Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með sigur í fyrsta leik í undanúrslitum gegn FH. Sport 4. maí 2023 21:25
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 27-31 | ÍBV stal heimavallarréttinum ÍBV er komið í forystu í undanúrslitum gegn FH í Olís-deild karla í handknattleik eftir sigur í fyrsta leik liðanna í Kaplakrika í kvöld. Handbolti 4. maí 2023 20:45
Flensburg lagði Íslendingaliðið og er með í titilbaráttunni Lið Flensburg er enn með í toppbaráttunni í þýska handboltanum en liðið vann sigur á Íslendingaliðinu Melsungen í kvöld. Þá vann Bergischer sigur á Leipzig í öðrum Íslendingaslag. Handbolti 4. maí 2023 18:48
Meira en þrjátíu ár síðan FH tókst síðast að slá ÍBV út úr úrslitakeppninni FH-ingar taka í kvöld á móti Eyjamönnum í fyrsta leiknum í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild karla í handbolta. Handbolti 4. maí 2023 15:31
„Óábyrgt að halda áfram á sömu braut og treysta á guð og lukkuna“ Talsverðar breytingar verða á handboltaliðum Stjörnunnar á næsta tímabili enda þarf félagið að sníða sér stakk eftir vexti eftir að aðalstyrktaraðilinn hvarf á braut. Handbolti 4. maí 2023 13:30
Siggi Braga: Uppsetningin á úrslitakeppni kvenna er heimskuleg og léleg Eyjakonur eru komnar í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta eftir enn einn spennuleikinn í gær. Eyjakonur unnu á endanum með einu marki. Handbolti 4. maí 2023 13:01
Veðjar á að ÍBV landi titlinum: „Þetta verður svakaleg viðureign“ „Eyjamenn líta virkilega vel út og ef ég ætti að veðja á eitthvað lið til að vinna titilinn þá myndi ég veðja á ÍBV, en þetta verður svakaleg viðureign,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, sem rýndi í undanúrslitarimmurnar í Olís-deild karla í handbolta. Handbolti 4. maí 2023 12:01
„Hef klárlega bætt mig sem leikmaður og þetta hefur gengið vel“ Orri Freyr Þorkelsson segir enn óvíst hvar hann spilar á næsta tímabili. Hann hefur leikið með Elverum í Noregi undanfarin tvö ár. Handbolti 4. maí 2023 10:01
Berge fannst tilboð HSÍ freistandi en hafnaði því á endanum Nú er endanlega ljóst að Christian Berge tekur ekki við íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Handbolti 4. maí 2023 09:43
Sjáðu kolólöglegu vítavörsluna og háspennuna í Eyjum og á Hlíðarenda Spennan og dramatíkin var allsráðandi í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í gærkvöld þar sem úrslitin réðust í blálokin. Kolólögleg vítavarsla skipti sköpum í Eyjum. Handbolti 4. maí 2023 09:00
Selfoss heldur í vonina um sæti í efstu deild Selfoss hélt sér á lífi í umspili um sæti í Olís-deild kvenna í handknattleik með öruggum sigri á ÍR á heimavelli í kvöld. ÍR leiðir 2-1 í einvíginu. Handbolti 3. maí 2023 21:47
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 20-19 | ÍBV komið í 2-1 eftir dramatískan sigur Deildarmeistarar ÍBV eru komnir í 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum í Olís-deild kvenna eftir eins marks sigur í Eyjum í kvöld. Sigurmark ÍBV kom á lokaandartökum leiksins. Handbolti 3. maí 2023 21:09