Besta-spáin 2022: Má ekki miklu muna í Mosó á meðan Eyjakonur vilja horfa upp töfluna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að Afturelding og ÍBV endi í 8. og 7. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íslenski boltinn 23. apríl 2022 10:00
Sjáðu upphitunarþáttinn fyrir Bestu deild kvenna Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu marka kvenna hituðu vel upp fyrir tímabilið í Bestu deild kvenna í sérstökum þætti í fyrradag. Íslenski boltinn 23. apríl 2022 08:01
Sandra og Arnar vekja athygli í strætóskýlum Fyrsta leiktíðin í Bestu deildum karla og kvenna í fótbolta er hafin eða að hefjast og nýjar leiðir hafa verið farnar til að kynna deildirnar. Íslenski boltinn 22. apríl 2022 12:31
Ógnvænlegur sóknardúett nái þær að spila sig saman Besta deild kvenna í fótbolta fer af stað á þriðjudaginn kemur, 26. apríl, með tveimur leikjum. Valskonur eiga titil að verja og það verður að segjast að liðið er ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að sóknarþenkjandi leikmönnum. Íslenski boltinn 22. apríl 2022 12:00
Besta spá kvenna 2022: Erfitt sumar í Vesturbænum og Keflavík Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir því að KR og Keflavík endi í 10. og 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íslenski boltinn 22. apríl 2022 10:00
Ísaki fannst hann of feitur og sýndi muninn Ísak Snær Þorvaldsson var ein stærsta hetja 1. umferðar í Bestu deild karla í fótbolta eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leik með Breiðabliki. Hann sýndi muninn á líkamlegu atgervi sínu á milli ára. Íslenski boltinn 22. apríl 2022 08:30
Engin vandræði hjá Fylki og Kórdrengjum Keppni í Mjólkurbikar karla í fótbolta hélt áfram í dag. Alls fóru fimm leikir fram og þar ber helst að nefna leiki Fylkis og Kórdrengja. Bæði lið leika í Lengjudeildinni í sumar og unnu 5-0 sigra á liðum sem leika í 4. deild, Fylkir gegn Úlfunum og Kórdrengir gegn Álftanesi. Íslenski boltinn 21. apríl 2022 17:00
Sjáðu sigurmark Elfars Árna og öll fimm mörkin í Safamýri Tveir síðustu leikir 1. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta fóru fram í gær. KA vann Leikni Reykjavík 1-0 og KR vann 4-1 útisigur á Fram er liðin mættust í Safamýri. Íslenski boltinn 21. apríl 2022 12:00
Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: Fram – KR 1-4 | KR vann þægilegan sigur í Safamýri Nýliðar Fram tóku á móti KR í fyrstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta á gervigrasinu í Safamýri og áttu þeir ekki mikinn möguleika. KR sigraði leikinn 4-1 en voru komnir í 3-0 eftir 27 mínútur. Fram átti fína takta en í heild var þetta þægilegt fyrir KR. Íslenski boltinn 20. apríl 2022 22:38
Umfjöllun og viðtöl: KA 1–0 Leiknir R. | Akureyringar unnu á Dalvík KA mætti Leikni frá Reykjavík í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Dalvíkurvelli í kvöld. Aðstöðuleysi norðanmanna hefur vart farið fram hjá mörgum og mun KA því þurfa að spila nokkra leiki á Dalvík í byrjun móts. KA hafði að lokum 1-0 sigur eftir leik sem var ekki mikið fyrir augað. Íslenski boltinn 20. apríl 2022 20:30
Nýtt ár, nýtt lið en sami gamli Óskar Örn Óskar Örn Hauksson hóf lífið eftir KR á sama hátt og undanfarin ár. Með þrumufleyg fyrir utan teig er Stjarnan gerði 2-2 jafntefli við ÍA í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Íslenski boltinn 20. apríl 2022 15:30
Rúnar Þór spilaði kviðslitinn Bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson var nokkuð óvænt í byrjunarliði Keflavíkur er liðið hóf leik í Bestu deild karla. Rúnar Þór hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni og er kviðslitinn en spilaði samt sem áður 75 mínútur í 4-1 tapi á Kópavogsvelli í gær. Íslenski boltinn 20. apríl 2022 14:01
Kynningarfundur Bestu deildar kvenna: Val spáð Íslandsmeistaratitlinum Kynningarfundur fyrir Bestu deild kvenna í fótbolta fór fram í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í dag. Er því spáð að Íslandsmeistarar Vals muni verja titil sinn. Fundinn má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Íslenski boltinn 20. apríl 2022 11:31
Sjáðu mörkin: Arnór Smára hetja Vals, Breiðablik fór á kostum og ÍA bjargaði stigi í lokin Öll mörkin úr leikjum gærdagsins úr Bestu deild karla eru komin inn á Vísi. Þau má sjá hér að neðan. Íslenski boltinn 20. apríl 2022 11:00
Þögn ríkir hjá FH um málefni Eggerts Fundað var um stöðu knattspyrnumannsins Eggerts Gunnþórs Jónssonar hjá FH í Kaplakrika í gær vegna gagnrýni á veru hans í liði FH á sama tíma og embætti héraðssaksóknara er með mál hans til skoðunar. Íslenski boltinn 20. apríl 2022 09:32
Síungur Birkir Már kominn með fjögur hundruð deildarleiki á ferlinum Birkir Már Sævarsson náði mögnuðum áfanga er Valur vann ÍBV 2-1 í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Hinn síungi Birkir Már var nefnilega að hefja sitt 20. tímabil í meistaraflokki og spilaði þarna sinn 400. deildarleik á ferlinum. Íslenski boltinn 20. apríl 2022 08:30
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik – Keflavík 4-1 | Blikar náðu fljúgandi starti gegn slökum Keflvíkingum Breiðablik vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Keflavík í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Íslenski boltinn 19. apríl 2022 22:34
Umfjöllun og viðtöl: Valur – ÍBV 2-1 | Verðskuldaður sigur Valsmanna Valsmenn tóku á móti nýliðum ÍBV í blíðskaparveðri á Hlíðarenda í dag í afar fjörugum leik sem endaði 2-1, Valsmönnum í vil. Íslenski boltinn 19. apríl 2022 21:48
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍA 2-2 | Skagamenn sóttu stig í Garðabæinn Stjarnan og ÍA skiptu stigunum á milli sín þegar liðin mættust í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld. Lokatökur í skemmtilegum og fjörugum leik urðu 2-2. Íslenski boltinn 19. apríl 2022 21:12
Fram fær varnarmann sem hefur spilað í Danmörku og Færeyjum Nýliðar Fram halda áfram að sækja leikmenn korter í að Íslandsmótið í fótbolta hefst. Í dag tilkynnti félagið að Delphin Tshiembe hefði samið og myndi spila með liðinu í Bestu deildinni í sumar. Íslenski boltinn 19. apríl 2022 15:46
Liðið sem eyðilagði drauma Breiðabliks mætir á Kópavogsvöll Breiðablik tekur á móti Keflavík á Kópavogsvelli í kvöld er fyrsta umferð Bestu deildar karla í fótbolta heldur áfram. Segja má að Keflavík hafi eyðilagt bikardrauma Breiðabliks á síðustu leiktíð. Íslenski boltinn 19. apríl 2022 14:15
Sjáðu mörkin: Íslandsmeistararnir sneru taflinu við Íslands- og bikarmeistarar Víkings lögðu FH í fyrsta leik Bestu deildar karla í fótbolta. Gestirnir úr Hafnafirði komust yfir eftir aðeins þrjátíu sekúndna leik en Víkingar svöruðu með tveimur mörkum og hófu mótið því á sigri. Íslenski boltinn 19. apríl 2022 11:00
FH-ingar stigalausir eftir fyrstu umferð í fyrsta sinn í ellefu ár Besta deild karla í fótbolta hófst með stórleik. Íslands- og bikarmeistarar Víkings fengu FH í heimsókn og fór það svo að heimamenn unnu 2-1 sigur í stórskemmtilegum leik. Það er lítið óvanalegt við að tvöfaldir meistarar vinni heimaleik en sigur heimamanna var þó merkilegur fyrir nokkrar sakir. Íslenski boltinn 19. apríl 2022 07:30
Keflvíkingar styrkja sig fyrir komandi átök Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur gengið frá lánssamningum við tvo leikmenn um að leika með liðinu í Bestu-deild karla í fótbolta í sumar. Íslenski boltinn 18. apríl 2022 23:01
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina á sigri Besta deild karla í knattspyrnu hófst í dag með opnunarleik milli Íslands- og bikarmeistara Víkinga og FH-inga úr Hafnarfirði en liðin mættust á heimavelli Víkinga í Fossvogi. Leikurinn fór fjörlega af stað og átti eftir að vera frábær skemmtun allt til lokaflautu. Víkingar fóru með sigur af hólmi, 2-1, og halda þar með sigurgöngu sinni frá síðasta tímabili áfram. Íslenski boltinn 18. apríl 2022 22:42
Besta-spáin 2022: Áfram í draumalandinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sport spáir Víkingum 1. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íslenski boltinn 18. apríl 2022 11:00
Besta-spáin 2022: Fer brúðarmærin loks upp að altarinu? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sport spáir Breiðabliki 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íslenski boltinn 18. apríl 2022 10:00
Íslandsmeistarar ekki tapað opnunarleik undanfarin fjögur ár Besta deildin í fótbolta hefst í kvöld þegar ríkjandi Íslandsmeistarar Víkings fá FH í heimsókn í Víkina. Íslenski boltinn 18. apríl 2022 07:30
Draumaliðsdeildin í Bestu ekki tilbúin fyrir opnunarleikinn Íslenska fótboltasumarið hefst á morgun þegar flautað verður til leiks Víkings og FH í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 17. apríl 2022 23:00
„Klefaaðstaðan á pari við Wembley“ Það vakti athygli á dögunum þegar ÍBV vígði nýja búningsklefa fyrir knattspyrnuliðin sín við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum. Íslenski boltinn 17. apríl 2022 07:00