
Uppgjör: Valur - Stjarnan 5-1 | Magalending Stjörnunnar á Hlíðarenda
Valur tók á móti Stjörnunni í fyrri stórleik dagsins í Bestu deild karla. Fyrir fram mátti búast við hörkuleik þar sem Valur sat í þriðja sætinu en hafa ekki verið sannfærandi uppá síðkastið. Stjarnan aftur á móti koma til leiks eftir að hafa kjöldregið KA í síðustu umferð.