„Hjartað á alltaf heima í Keflavík“ Birna Valgerður Benónýsdóttir, leikmaður Keflavíkur, lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld eftir endurkomuna frá Bandaríkjunum. Birna lék í sigri gegn nágrönnunum í Njarðvík, lið sem hún var nálægt því semja við áður hún skrifaði undir hjá Keflavík. Körfubolti 21. september 2022 23:01
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 95-72 Njarðvík | Keflvíkingar vinna slaginn um Reykjanesbæ Íslandsmeistarar Njarðvíkur hófu titilvörn sína á ósigri gegn erkifjendunum í Keflavík, 95-72. Sigur Keflvíkinga var sanngjarn og er liðið til alls líklegt á komandi tímabili. Körfubolti 21. september 2022 22:05
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 87-75 | Grindavík meinar viðskipti Grindavík setti tóninn fyrir tímabilið með því að valta yfir Fjölni í 1. umferð Subway-deildar kvenna. Danielle Rodriguez snéri aftur á parketið og fór á kostum. Grindavík vann tólf stiga sigur, 87-75. Körfubolti 21. september 2022 21:45
Umfjöllun: Haukar-ÍR 104-53 | Mátti sjá af hverju Haukum er spáð sigri en gestunum falli Haukar áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja ÍR að velli í fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Gestirnir úr Breiðholti áttu í raun aldrei möguleika í Ólafssal, lokatölur 104-53. Körfubolti 21. september 2022 21:30
Þorleifur: Vonandi er þetta það sem koma skal í vetur Grindavík fór illa með Fjölni í 1. umferð Subway-deildar kvenna. Leikurinn endaði með tólf stiga sigri Grindavíkur 87-75. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var afar ánægður með sigurinn. Körfubolti 21. september 2022 20:40
Fékk næstum sex milljóna króna sekt fyrir hómófóbísk ummæli NBA-deildin hefur sektað Anthony Edwards, einn besta unga körfuboltamann heims, fyrir hómófóbísk ummæli. Körfubolti 21. september 2022 13:30
Allur ágóði fyrsta heimaleiks Álftaness rennur óskertur til Ljóssins Körfuknattleiksdeild Álftaness og Ljósið hafa undirritað samstarfssamning sem felur í sér kynningu á starfsemi Ljóssins í gegnum körfuboltastarf félagsins. Körfubolti 20. september 2022 23:15
„Gott að vera komin heim og gaman að vera farin að spila körfubolta aftur“ Elín Sóley Hrafnkelsdóttir átti skínandi leik fyrir Valskonur í kvöld, en þetta var hennar fyrsti leikur á Íslandi síðan 2018. Elín hefur síðustu fjögur ár ár spilað í háskólaboltanum vestanhafs með liði Tulsa. Þá meiddist hún einnig illa í janúar svo að þetta var fyrsti leikurinn hennar í langan tíma. Körfubolti 20. september 2022 23:04
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 84-46 | Einstefna á Hlíðarenda í opnunarleiknum Valur og Breiðablik mættust í opnunarleik Subway deildar kvenna á Hlíðarenda í kvöld, þar sem heimakonur fóru með afar þægilegan sigur af hólmi, lokatölur 84-46. Körfubolti 20. september 2022 22:39
Skalli Martins væri ekki löglegur í dag: „Þetta má víst ekki lengur“ Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, vakti í dag athygli á reglubreytingu sem hefur orðið í alþjóðlegum körfuboltareglum. Martin átti frægan skalla í landsleik Íslands og Portúgal í undankeppni EM fyrir tveimur árum en slíkur skalli telst ekki lengur leyfilegur. Körfubolti 20. september 2022 14:00
Fór erlendis að hitta kærastann en endaði óvænt í atvinnumennsku Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður Breiðabliks, er nýkominn aftur heim til Íslands eftir að hafa leikið síðustu mánuði sem atvinnumaður hjá South Adelaide Panthers í Ástralíu. Samningur Isabellu við Panthers kom eftir óhefðbundnum krókaleiðum. Körfubolti 20. september 2022 07:01
„Hún er tilbúin að deyja fyrir klúbbinn eftir aðeins tvær vikur í Njarðvík“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gat ekki annað en verið sáttur eftir sjö stiga sigur á Haukum í uppgjöri meistara meistaranna í kvöld, 94-87. Þrír leikmenn léku sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í kvöld. Körfubolti 18. september 2022 22:41
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík 94-87 Haukar | Njarðvíkingar eru meistarar meistaranna Íslandsmeistarar Njarðvíkur unnu sjö stiga sigur á bikarmeisturum Hauka í uppgjöri meistara meistaranna, eftir framlengdan leik í Ljónagryfjunni, 94-87. Leikurinn var stórkostleg skemmtun milli tveggja jafnra liða. Körfubolti 18. september 2022 21:16
Heimsmeistararnir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn Spánverjar eru nú bæði heims- og Evrópumeistarar í körfubolta eftir átta stiga sigur gegn Frökkum í úrslitaleik Evrópumótsins í kvöld, 88-76. Var þetta fjórði Evrópumeistaratitill Spánverja á seinustu þrettán árum. Körfubolti 18. september 2022 20:19
Þjóðverjar tryggðu sér bronsið Þjóðverjar unnu til bronsverðlauna á Evrópumótinu í körfubolta er liðið vann 13 stiga sigur gegn Pólverjum í dag, 82-69. Körfubolti 18. september 2022 17:30
Schröder til Lakers á ný og Westbrook gæti sest á bekkinn Leikstjórnandinn Dennis Schröder hefur samið við Los Angeles Lakers um að leika með liðinu á næstu leiktíð í NBA deildinni í körfubolta. Lakers staðfesti skiptin skömmu eftir að Schröder skoraði 30 stig í tapi Þýskalands gegn Spáni í undanúrslitum EuroBasket, Evrópumóts karla í körfubolta. Körfubolti 17. september 2022 12:01
Heimsmeistararnir mæta Frökkum í úrslitum Spánn og Frakkland mætast í úrslitum EuroBasket, Evrópumóts karla í körfubolta. Frakkland vann stórsigur á Póllandi fyrr í dag en nú í kvöld vann heimsmeistarar Spánar fimm stiga sigur á Þjóðverjum, lokatölur 96-91 og Spánverjar komnir í úrslit. Körfubolti 16. september 2022 20:30
Frakkar flugu í úrslit með risasigri Frakkar tryggðu sér farseðilinn í úrslit Evrópumótsins í körfubolta með afar öruggum 41 stigs sigri gegn Pólverjum í dag, 95-54. Körfubolti 16. september 2022 17:02
Treyja Jordans orðin verðmætasti íþróttaminjagripur sögunnar Chicago Bulls keppnistreyja sem Michael Jordan klæddist í úrslitum NBA árið 1998 varð í nótt dýrasti íþróttaminjagripur sögunnar þegar hún seldist á uppboði fyrir 10,1 milljón dollara. Körfubolti 16. september 2022 16:02
Liðið orðið klárt hjá KR-ingum KR-ingar eru orðnir fullmannaðir fyrir komandi keppnistímabil í Subway-deild karla í körfubolta, að sögn Helga Más Magnússonar þjálfara liðsins. Síðasti púslbitinn er frá Lettlandi. Körfubolti 16. september 2022 09:31
Isabella aftur í Breiðablik Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna. Körfubolti 14. september 2022 22:00
Evrópumeistararnir úr leik Pólverjar gerðu sér lítið fyrir þegar liðið sló Evrópumeistara Slóvena úr leik í 8-liða úrslitum EuroBasket í kvöld, 90-87. Körfubolti 14. september 2022 20:30
Frakkar áfram í undanúrslit eftir sigur í framlengdum leik gegn Ítölum Frakkar eru komnir áfram í undanúrslit EuroBasket eftir átta stiga sigur á Ítalíu eftir framlengdan leik, 93-85. Körfubolti 14. september 2022 17:33
Sektaður um einn og hálfan milljarð fyrir kvenhatur og rasisma Robert Sarver, eigandi Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið dæmdur í ársbann af deildinni og sektaður um himinháa fjárhæð eftir rannsókn á meintu kvenhatri og rasisma. Körfubolti 14. september 2022 14:30
Haukum spáð sigri en ÍR falli Haukum er spáð sigri í Subway-deild kvenna í körfubolta í vetur en Íslandsmeisturum Njarðvíkur er spáð 2. sæti. Nýliðum ÍR er spáð falli. Körfubolti 14. september 2022 12:35
Þjóðverjar í undanúrslit eftir öruggan sigur gegn Grikkjum Þjóðverjar eru komnir í undaúrslit Evrópumóts karla í körfubolta eftir öruggan ellefu stiga sigur gegn Grikkjum í kvöld, 107-96. Körfubolti 13. september 2022 20:38
Spánverjar komu til baka og fara í undanúrslit Spánverjar eru komnir í undanúrslit á Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket, eftir 100-90 sigur á Finnum í 8-liða úrslitum í Berlín í dag. Þeir mæta annað hvort Þýskalandi eða Grikklandi í undanúrslitunum. Körfubolti 13. september 2022 17:08
Gaf leikmönnum kreditkortið í sigurvímunni á EM Átta liða úrslitin á EM karla í körfubolta hefjast í dag. Gleðin virtist hvergi meiri en hjá Ítölum með að komast svo langt í keppninni og þjálfari liðsins sagðist hafa látið leikmenn fá kreditkortið sitt til að fagna að vild. Körfubolti 13. september 2022 12:01
Sutt í Vesturbæinn KR hefur samið við Saimon Sutt um að leika með liðinu í Subway deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Um er að ræða fjölhæfan 27 ára gamlan leikmann sem kemur frá Eistlandi. Körfubolti 12. september 2022 19:30
Grikkir síðastir inn í 8-liða úrslitin Grikkir keyrðu yfir Tékkana þegar mest á reyndi í síðasta leik 16-liða úrslitanna á EM í körfubolta. Körfubolti 11. september 2022 21:06