„Alls konar lið að kalla mig lúser“ Haukar voru án sigurs í síðustu fjórum leikjum þegar Höttur kom í heimsókn í níundu umferð Subway-deildarinnar. Haukar unnu leikinn með átta stigum, 93-85, og færast því fjær fallpakkanum og nær sæti í úrslitakeppninni. Körfubolti 30. nóvember 2023 21:59
„Vanir að fá bara heimadómgæslu hér í Keflavík“ Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ómyrkur í máli í garð dómaranna eftir tap hans manna í Keflavík, 100-86. Alls voru dæmdar 25 villur á Blika í kvöld en aðeins tólf á heimamenn og þeir voru villulausir í fjórða leikhluta þar til í blálokin. Körfubolti 30. nóvember 2023 21:44
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 96-83 | Valsarar á sigurbraut Valur tók á móti Grindavík í 9. umferð Subway-deild karla í körfubolta nú í kvöld. Fyrir leikinn voru heimamenn í öðru sæti deildarinnar á meðan gestirnir úr Grindavík sátu í því níunda. Svo fór að lokum að heimamenn í Val unnu sannfærandi 13 stiga sigur 96-83. Körfubolti 30. nóvember 2023 21:10
Umfjöllun og viðtöl: Hamar - Njarðvík 85-109 | Toppliðið fór illa með botnliðið Í kvöld var slagur á milli liðanna á sitthvorum enda töflunnar í Subway-deild karla. Topplið Njarðvíkur sótti botnlið Hamars þá heim í Hveragerði. Búast mátti við ójöfnum leik fyrir fram sem að lokum varð þegar Njarðvík vann 24 stiga sigur, lokatölur 85-109. Körfubolti 30. nóvember 2023 21:00
Njarðvík sendir Martin heim Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur ákveðið að senda Tynice Martin heim og hún mun því ekki spila meira með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway-deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 30. nóvember 2023 18:06
Stólarnir óttast ekki dómsmál: „Eru með tapað mál í höndunum“ Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls missir ekki svefn þrátt fyrir hótanir KB Peja frá Kósóvó þess efnis að fara með mál, tengt félagsskiptum Bandaríkjamannsins Jacob Calloway til Tindastóls, fyrir dómstóla. Calloway er mættur á Sauðárkrók þar sem að hann hyggst hefja nýjan kafla á sínum körfuboltaferli. Körfubolti 30. nóvember 2023 11:48
Lögreglan skoðar samband NBA-stjörnu og stúlku undir lögaldri Lögreglan í Newport Beach í Kaliforníu fylki er nú farinn að rannsaka það hvort að NBA stjarnan Josh Giddey hjá Oklahoma City Thunder hafi brotið lög með sambandi við stúlku undir lögaldri. Körfubolti 30. nóvember 2023 07:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 72-45 | Niðurlæging í grannaslagnum Keflavík heldur toppsæti Subway-deildar kvenna í körfuknattleik en liðið vann stórsigur á nágrönnum sínum úr Njarðvík í kvöld. Körfubolti 29. nóvember 2023 22:15
Rúnar Ingi: „Við sköpuðum okkar eigin vítahring“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, tók fulla ábyrgð á stóru tapi sinna kvenna í Keflavík í kvöld, en lokatölur leiksins urðu 72-45 Keflavík í vil. Hann sagðist einfaldlega ekki hafa gert sitt lið nógu tilbúið í leikinn. Körfubolti 29. nóvember 2023 21:47
Naumur sigur hjá Elvari og PAOK Elvar Már Friðriksson og samherjar hans í gríska liðinu PAOK unnu góðan sigur á Benfica þegar liðin mættust í Meistaradeildinni í körfuknattleik í Grikklandi í kvöld. Körfubolti 29. nóvember 2023 19:38
Rúnar Birgir lítur eftir leik Davíðs Tómasar í London Ísland á tvo fulltrúa á leik London Lions Group Limited frá Englandi og Rutronik Stars Keltern frá Þýskalandi í EuroCup kvenna í kvöld. Körfubolti 29. nóvember 2023 16:01
Golden State klúðraði 24 stiga forskoti og er úr leik: Átta liða úrslitin klár Átta liða úrslitin eru nú klár í NBA deildarbikarnum en þetta var endanlega ljóst eftir leiki næturinnar. Þetta er fyrsta árið með þessa nýju bikarkeppni inn á miðju NBA tímabilinu. Körfubolti 29. nóvember 2023 12:01
Mark Cuban að selja Dallas Mavericks Mark Cuban er einn þekktasti og litríkasti eigandi félags í NBA-deildinni en nú virðist komið að tímamótum hjá honum. Körfubolti 29. nóvember 2023 07:31
„Ég mun væla eins og stunginn grís yfir dómaratríóinu“ Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var vægast sagt heitt í hamsi eftir fimm stiga tap gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld, 76-81. Körfubolti 28. nóvember 2023 23:00
Valur og Haukar á sigurbraut Valur og Haukar unnu leiki sína í 10. umferð Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 28. nóvember 2023 21:21
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 76-81 | Grindvískur karakter Grindavík vann fimm stiga sigur á Fjölni í 10. umferð Subway-deild kvenna í kvöld, 76-81. Grindavík hrinti frá sér ítrekuðum áhlaupum Fjölnis, leiddi mest allan leikinn og sigurinn sanngjarn. Körfubolti 28. nóvember 2023 20:55
Stjarnan heldur í við toppliðin Stjarnan lagði Þór Akureyri í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur í Garðabænum 94-88. Körfubolti 28. nóvember 2023 20:51
Fyrrum lið Calloway ósátt með brotthvarf hans Körfuknattleiksfélagið KB Peja frá Kósovó er allt annað en sátt með Jacob Calloway, fyrrverandi leikmann Vals, en hann ku vera að semja við Íslandsmeistara Tindastóls. Körfubolti 28. nóvember 2023 18:44
Leikmannaskipti í Subway-deildinni: Love og Tahvanainen skipta um lið Subway Körfuboltakvöld Extra heldur áfram að koma með brakandi ferskar fréttir úr Subway deildinni en í þætti kvöldsins er greint frá óvæntum leikmannaskiptum í íslensku deildinni. Körfubolti 28. nóvember 2023 15:01
„Bleikur fíll í herberginu sem enginn þorði að anda á“ Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds eru sammála þeirri stóru ákvörðun Valsmanna að láta búlgarska leikstjórnandann sinn fara. Körfubolti 28. nóvember 2023 14:30
Pavel: Ég var hættur að fara út í búð Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, hefur loksins fengið liðstyrk í Subway deild karla í körfubolta en Stólarnir létu ekki bara erlendan leikmann fara fyrir mánuði heldur hafa mikil meiðsli herjað á leikmannahópinn. Körfubolti 28. nóvember 2023 14:01
Þóra Kristín getur ekki verið sú Þóra Kristín sem hana langar til að vera Haukakonur enduðu þriggja leikja taphrinu sína með sigri á Fjölni í síðustu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Haukaliðið hefur ollið miklum vonbrigðum í vetur og er ekki inni í efri hlutanum eins og staðan er núna. Körfubolti 28. nóvember 2023 12:31
Með smá skvettu af stælum og stórt hjarta Blikinn Sölvi Ólason átti mikinn þátt í fyrsta sigri Blika í Subway deild karla í körfubolta á dögunum en hann kom í mjög mikilvægum leik á móti Hamri í síðustu umferð. Körfubolti 28. nóvember 2023 10:30
Stærsta tap LeBrons á ferlinum LeBron James náði merkum áfanga þegar Los Angeles Lakers mætti Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann hafði samt litla ástæðu til að gleðjast eftir leik. Körfubolti 28. nóvember 2023 09:30
Nei eða já: Hvaða lið hefur komið mest á óvart á tímabilinu? Hinn sívinsæli liður Nei eða já var að sjálfsögðu á sínum stað í síðasta þætti Lögmál leiksins þar sem þeir Kjartan Atli Kjartansson, Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson fóru yfir NBA-deildina í körfubolta. Körfubolti 28. nóvember 2023 07:01
„Líkami sem allir karlmenn vilja bera og allar konur vilja faðma“ Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, fékk það skemmtilega verkefni í síðasta þætti að setja saman hinn fullkomna körfuboltamann úr leikmönnum Subway-deildar karla. Körfubolti 27. nóvember 2023 22:30
Pavel fær fyrrverandi liðsfélaga sinn á Krókinn Íslandsmeistarar Tindastóls hafa samið við Jacob Calloway um að leika með liðinu út yfirstandandi tímabil í Subway-deild karla í körfubolta. Körfubolti 27. nóvember 2023 17:31
„Scott Foster er óvinur númer eitt“ Sápuóperan um samskipti NBA-stjörnunnar Chris Paul og NBA-dómarans Scott Foster er meðal þess sem er til umræðu í Lögmáli leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en í þessum vikulega þætti ef farið yfir gang mála í NBA deildinni í körfubolta. Körfubolti 27. nóvember 2023 17:00
Jose Medina fljótur að finna sér nýtt Subway-deildar lið á Suðurlandinu Spænski körfuboltamaðurinn Jose Medina fer ekki langt eftir að Hamarsmenn létu hann fara á dögunum. Þórsarar sögðu frá því að þeir höfðu samið við bakvörðinn. Körfubolti 27. nóvember 2023 15:25
Daníel gagnrýnir þétta leikjaröð: Virðast ekki trúa á endurheimt hjá KKÍ Nýliðar Þórs í Subway deild kvenna í körfubolta unnu óvæntasta sigur tímabilsins til þessa í gær þegar þær urðu fyrstar til að vinna topplið Keflavíkur. Körfubolti 27. nóvember 2023 14:01