Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Loka mötu­neyti nem­enda vegna smits í um­hverfi starfs­manna

Mötuneyti nemenda Fjölbrautaskólans í Garðabæ hefur verið lokað eftir að smit kom upp í nærumhverfi starfsmanna þar og þeir sendir í sóttkví. Skólameistari FG segir að koma verði í ljós hvort reglur um sóttkví og einangrun muni valda miklu raski í skólastarfinu.

Innlent
Fréttamynd

Skutu fjölda hunda á leið í athvarf

Eftirlitsstofnun sveitarfélaga í Ástralíu rannsakar nú lítið sveitarfélag þar í landi, eftir að ákvörðun var tekin um að skjóta fjölda hunda sem biðu þess að komast í dýraathvarf. Ástæðan virðist vera hræðsla embættismanna sveitarfélagsins við útbreiðslu Covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Þú getur nálgast niðurstöðu um smitið áður en símtalið berst

Undanfarinn mánuð hafa á bilinu eitt þúsund til sex þúsund manns farið í sýnatöku vegna einkenna eða sóttkvíar hjá heilsugæslum víða um land. Biðin eftir niðurstöðu getur reynst mörgum löng. Þeir sem reynast smitaðir eiga möguleika á að vita niðurstöðuna nokkru áður en símtalið berst frá göngudeild Landspítalans.

Innlent
Fréttamynd

Lands­liðs­fyrir­liðinn með veiruna

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er með kórónuveiruna. Stutt er í næstu leiki landsliðsins sem verða í undankeppni HM 2022. Óvíst er hvort þetta hafi áhrif á komandi verkefni.

Fótbolti
Fréttamynd

Líst ekki vel á sjálfs­prófin

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott.

Innlent
Fréttamynd

Útgöngubann í aðdraganda heimsóknar Kamölu Harris

Yfirvöld í Víetnam hafa sett á útgöngubann í ákveðnum hverfum í Ho Chi Minh, höfuðborg landsins, frá og með deginum í dag, degi áður en Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna kemur þangað í tveggja daga opinbera heimsókn.

Erlent
Fréttamynd

Finnst koma til greina að ríkið dreifi sjálfs­prófum á heimili

Sigurður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveita­stjórnar­ráð­herra, ber því hrað­prófa­fyrir­komu­lagi vel söguna sem ríkis­stjórnin skoðar hvort hægt sé að taka upp á Ís­landi til að leyfa stærri sam­komur. Hann mætti í veislu í gær þar sem allir veislu­gestir voru skimaðir fyrir Co­vid-19 með hrað­prófum áður en þeir fengu að fara inn í veislu­salinn.

Innlent
Fréttamynd

Börn leitað til umboðsmanns vegna bólusetningar

Börn hafa leitað til embættis umboðsmanns barna vegna bólusetninga sem hefjast á morgun. Umboðsmaður leggur áherslu á að börn og foreldrar gefi sér tíma til þess að ræða ávinning og áhættu bólusetninga til þess að unnt sé að taka upplýsta ákvörðun.

Innlent
Fréttamynd

Formaður sjúkrahússlækna segir ráðherrum að hætta að hlusta á forstjórann

Theódór Skúli Sigurðsson, formaður sjúkrahússlækna, segir af og frá að mönnunarvandi sé eina vandamál Landspítalans en ekki fjármögnun.  Það megi álykta af orðum ráðherra eftir fund með forstjóra Landspítalans. Theódór segir að sparnaðaraðgerðir hafi gengið svo langt að heilbrigðisstarfsmenn hafi hreinlega átt að hætta að hjúkra og lækna. Markmiðið væri að spara.

Innlent
Fréttamynd

Eðlilegt líf – Já takk

Í þessari grein ætla ég að svara kalli Þórólfs og Víðis um að fá fleiri sjónarmið fram um hvernig við tökumst á við COVID. Við getum öll verið á svo margan hátt stolt af þeim árangri sem við höfum náð í þeirri áskorun sem heimsfaraldurinn hefur verið.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölgar um tvo á Landspítalanum

Nú liggja 24 sjúklingar inni á Landspítalanum vegna Covid-19 og hefur þeim fjölgað um tvo frá því í gær. Þar af liggja sjö á gjörgæsludeild og eru þrír þeirra óbólusettir. Fimm eru í öndunarvél. Sjö af sautján sjúklingum á bráðalegudeildum eru óbólusettir. Fjöldi á gjörgæslu og í öndunarvél stendur í stað milli daga. 

Innlent
Fréttamynd

54 greindust smitaðir af veirunni innan­lands

Að minnsta kosti 54 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Það eru töluvert færri en í gær, þegar 71 greindist smitaður. 33 af þeim sem greindust eru fullbólusettir og 21 óbólusettur.

Innlent
Fréttamynd

71 greindist smitaður af veirunni í gær

Að minnsta kosti 71 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 37 af þeim sem greindust eru fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og 31 óbólusettir. 36 þeirra voru í sóttkví og 35 utan sóttkvíar. 

Innlent