Á bleiku skýi Talið er að fyrstu rósavínin eigi rætur að rekja til sjöttu aldar fyrir Krist þegar Föníkumenn sigldu frá Grikklandi til Marseille í Frakklandi og hófu víngerð. Var afurðinni lýst sem ljósum að lit og má telja líklegt að um hafi verið að ræða þrúgur með þunnu hýði sem að jafnaði gefur af sér ljósari lit. Frítíminn 12. júní 2022 12:58
Fíflar beint úr garðinum bragðgóðir bæði steiktir og djúpsteiktir Hver myndi trúa því að djúpsteiktir og einnig steiktir fíflahausar væru algjört lostæti. Lífið 10. júní 2022 10:30
Vertuo fleytir kaffimenningu Íslendinga inn í aðra vídd „Við Íslendingar höfum alltaf drukkið mikið af uppáhelltu kaffi en þessi vél gjörbreytir leiknum. Það er svo gaman að geta boðið upp á gott kaffi þegar það koma gestir eða njóta um helgar með fjölskyldunni og með Vertuo verður kaffiupplifunin einstök,“ segir Erla Björk Gunnarsdóttir verslunarstjóri Nespresso á Íslandi en splunkuný vörulína og kaffivél er komin á markað frá Nespresso sem getur hellt upp á heila kaffikönnu. Lífið samstarf 8. júní 2022 11:30
Helvítis kokkurinn: Heimalagaðar humar tacos með habanero-pico de gallo Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega. Matur 8. júní 2022 07:00
Möndlusmjörspottréttur að hætti Helga Jean Hjálmar Örn er fyrsti gestur hlaðvarpsstjörnunnar Helga Jean í glænýjum matreiðsluþætti sem ber heitið Get ég eldað? en nafnið má rekja til þess að aðeins er ár síðan Helgi byrjaði að elda. Fram að því hafði hann enga trú á eldamennsku en segir hana hafa bætt líf hans til muna og nú gerir hann stanslausar tilraunir í eldhúsinu. Lífið samstarf 6. júní 2022 09:03
Betra fyrir andlega heilsu að borða nóg en að borða hollt Næringarfræðingur segir nýja rannsókn, sem Heilbrigðisvísindastofnun HÍ hefur tekið þátt í, benda til þess að heilbrigt mataræði geti hjálpað til við að draga úr þunglyndiseinkennum og þannig stuðlað að bættri geðheilsu. Meira máli skiptir þó að fólk borði nóg en að það borði hollt. Innlent 2. júní 2022 23:02
Helvítis kokkurinn: Kjúklingasamloka með Bourbon-Beikon sultu Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega. Matur 1. júní 2022 07:01
Komdu orkunni þinni í jafnvægi „Hugmyndafræði Ayuraveda um að borða meðvitað er sú aðferð sem allir geta fylgt til þess að bæta matarvenjur sínar, lifað heilbrigðari lífi sem styður við meltingarkerfið og orkuna,“ segir þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir. Lífið 31. maí 2022 14:31
Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn Ívar Örn Hansen er að fara af stað með matreiðsluþættina Helvítis kokkurinn hér á Vísi og á Stöð 2+ þar sem hann eldar bragðgóðan mat á mannamáli og sleppir öllu kjaftæðinu. Sjálfur er hann mikill matarunnandi sem elskar að gleðja aðra með góðum mat. Matur 28. maí 2022 12:31
Ná ekki að breyta enskuskotnum umbúðum Nóa kropps Sælgætisframleiðandinn Nói Síríus nær ekki að breyta enskuskotnum umbúðum á sumarútgáfu af Nóa kroppi þar sem búið er að dreifa nánast öllu takmörkuðu upplagi þess í verslanir. Málfræðingur við Háskóla Íslands gerði athugasemd við að umbúðirnar væru að hluta á ensku. Viðskipti innlent 24. maí 2022 12:05
Cocoa Puffs snýr aftur í verslanir Cocoa Puffs er væntanlegt aftur í verslanir á næstu dögum en morgunkornið hvarf af íslenskum markaði í byrjun seinasta árs. Uppskrift súkkulaðikúlnanna hefur nú verið breytt og er fyrsta sendingin þegar komin til landsins að sögn umboðsaðila. Viðskipti innlent 24. maí 2022 09:07
Mun meira um leifar hættulegs skordýraeiturs á ferskum ávöxtum Mengun af völdum skordýraeiturs í ferskum ávöxtum í Evrópu hefur aukist verulega á síðustu tíu árum ef marka má rannsókn sem nær yfir níu ára tímabil. Erlent 24. maí 2022 08:46
Biden nýtir herinn til að bregðast við alvarlegum skorti á ungbarnablöndu Um 39 tonn af barnaþurrmjólk hafa verið flutt til Bandaríkjanna frá Evrópu til að bregðast við langvarandi vöruskorti. Herflugvél lenti með farminn í Indianapolis í gær og er von á fleiri slíkum sendingum í vikunni. Erlent 23. maí 2022 11:36
Verðhækkanir á hrávöru hafa áhrif á íslensk fyrirtæki Heimsmarkaðsverð á fóðri og hráefnum hefur hækkað um 43 prósent á rúmu ári og um 23 prósent síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Framkvæmdastjóri Reykjagarðs segir erfitt vera að gera áætlanir fram í tímann þegar óvissan er allsráðandi. Innlent 21. maí 2022 08:12
Stórfellt svindl með ávexti og grænmeti Fleiri tonnum af ávöxtum og grænmeti er smyglað ár hvert til Spánar frá ríkjum Norður-Afríku og þau síðan seld sem spænskar afurðir. Ríkisstjórnin ætlar að skera upp herör gegn þessu umfangsmikla svindli. Erlent 18. maí 2022 07:00
Skapaðu meira, þráðlaust Uppgötvaðu frelsið sem fylgir því að galdra fram réttina sem þú elskar hvar og hvenær sem er. Lífið samstarf 16. maí 2022 08:50
Pylsan kostar nú 600 krónur hjá Bæjarins beztu Pylsuvagninn Bæjarins beztu hefur hækkað verðið á pylsum og nú kostar ein pylsa með öllu 600 krónur. Verðið hækkaði fyrir tæpri viku síðan og hefur á einu og hálfu ári hækkað um 130 krónur. Neytendur 13. maí 2022 23:44
Oft um þúsund króna munur á hæsta og lægsta kílóaverðinu af fiski Oft var töluverður munur á kílóverði af fiskmeti í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var miðvikudaginn 4. maí. Algengast var að 20 til 40 prósenta munur væri á kílóverði af fiski í könnuninni. Neytendur 11. maí 2022 12:52
Kokkur ársins: „Að fylgjast með árangri annarra ýtir mér áfram í að vilja ná árangri sjálfur“ Rúnar Pierre Heriveaux er yfirkokkur á veitingastaðnum Óx á Laugavegi 28 en þessi einstaki staður hefur meðal annars hlotið meðmæli frá Michelin. Rúnar, sem hefur mikla ástríðu fyrir matargerð, hlaut titilinn kokkur ársins síðastliðna helgi og hefur það verið markmið hans frá því hann byrjaði í kokkinum. Rúnar Pierre Heriveaux er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Lífið 7. maí 2022 11:30
Fersk kornhænuegg í morgunsalatið Danskir dagar standa nú yfir í Hagkaup og þar fæst allskonar spennandi góðgæti, meðal annars lífræn hænuegg frá DAVA og kornhænuegg. Kornhænueggin eru afar smá en þykja sérstakt lostæti í mörgum landa Evrópu, í Asíu og Norður Ameríku og eru notuð bæði í Gourmet-rétti og götubita. Lífið samstarf 5. maí 2022 12:50
Hjarta Grindavíkur slær á Bryggjunni „Sjórinn og mannlífið á bryggjunni hefur alltaf haft mikið aðdráttarafl fyrir okkar gesti,“ segja Axel Ómarsson og Hilmar S. Sigurðsson, eigendur Bryggjunnar Grindavík en þeir reka bæði kaffihús og veitingastað niðri við höfnina í Grindavík þar sem fiskinum er landað fyrir framan veitingastaðinn. Lífið samstarf 4. maí 2022 11:45
Fregnir um opnun Wendy's reyndust falskar Ólíklegt má telja að skyndibitakeðjan Wendy's muni opna útibú á Íslandi á næstunni. Fréttatilkynning þess efnis barst þó fréttastofu í morgun. Við nánari athugun virðist um einhverskonar gjörning að ræða. Viðskipti innlent 3. maí 2022 10:42
Brjóstasnúðurinn styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini Fimmta árið í röð býður Brauð&Co upp á að kaupa brjóstasnúðinn. Hann er aðeins í boði vikuna 2.-8. maí en ágóðinn rennur óskiptur til Göngum Saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Lífið 2. maí 2022 17:01
Matseðill vikunnar að hætti Tobbu Marinós Tobba Marinós er annálaður sælkeri og meistarakokkur. Hún gefur hér fjórar spennandi uppskriftir fyrir vikuna en allt hráefnið má nálgast á Heimkaup.is. Lífið samstarf 27. apríl 2022 13:10
Hafragrauturinn sem slegið hefur í gegn Anna Eiríksdóttir skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu á Vísi. Í pistli dagsins deilir hún hugmyndum af uppskriftum fyrir hafragraut. Við gefum henni orðið. Matur 25. apríl 2022 17:30
Sígildri hönnun hampað á mjólkurfernum Í tilefni af HönnunarMars, sem í ár breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 4. til 8. maí, hefur Mjólkursamsalan endurvakið klassíska íslenska hönnun á mjólkurfernunum. Tíska og hönnun 25. apríl 2022 14:32
Takmarka aðgengi að matarolíu vegna stríðsins Matvöruverslanir í Bretlandi hafa takmarkað aðgengi viðskiptavina sinna að matarolíu. Mikill meirihluti sólblómaolíu landsins kemur frá Úkraínu. Erlent 23. apríl 2022 21:30
Ofvaxnir skyndibitar og sælgætisskúlptúrar Tinnu á Akranesi Ofvaxnir skyndibitar, sælgætisskúlptúrar, pínulitlir og risa Royal búðingar, svo ekki sé minnst á Hubba Bubba og bláan ópal, eru meðal verka hjá listakonu, sem eru til sýnis á Akranesi. Sjón er sögu ríkari. Matur 17. apríl 2022 20:46
Páskasmákökur Elenoru Rósar eru fullkomnar fyrir helgina Bakarinn Elenora Rós sýndi einfalda og ljúffenga uppskrift að súkkulaðibitakökum sem tilvalið er að baka um páskana í þættinum Ísland í dag. Í uppskriftinni eru litlu súkkulaðieggin vinsælu sem flestir eru farnir að kannast við. Matur 14. apríl 2022 13:00
Helgarseðillinn: María Gomez gefur uppskrift að dýrindis páskamáltíð María Gomez heldur úti matarblogginu Paz.is þar sem hún gefur gómsætar uppskriftir. Lífið samstarf 13. apríl 2022 09:15