Russell Westbrook kominn með 25 þúsund stig Hinn síungi Russell Westbrook, leikmaður LA Clippers, er ekki dauður úr öllum æðum enn en hann komst í nótt í 25 þúsund stig skoruð samtals í NBA. Þá hefur hann ekki látið sitt eftir liggja í öðrum tölfræðiþáttum í gegnum tíðina. Körfubolti 3. febrúar 2024 09:38
Þrír nýliðar í Stjörnuleik NBA deildarinnar í ár Þrír NBA leikmenn taka þátt í sínum fyrsta Stjörnuleik í ár en í nótt kom í ljós hvaða leikmenn bætast í hóp byrjunarliðsleikmennina sem voru kosnir þangað inn af áhugafólki um deildina. Körfubolti 2. febrúar 2024 14:01
Tjáir sig um „lúserakúltúrinn“ hjá liði Jordans: „Í DNA-inu að tapa“ Bandaríski körfuboltamaðurinn Terry Rozier, sem er nýgenginn í raðir Miami Heat frá Charlotte Hornets, segir mikinn mun á hugsunarhættinum hjá liðunum tveimur. Körfubolti 31. janúar 2024 15:01
Fyrsta einvígi karls og konu í þriggja stiga keppni Stjörnuleiks NBA Stórskytturnar Stephen Curry og Sabrina Ionescu munu mætast í sögulegri þriggja stiga keppni á Stjörnuhelgi NBA deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 31. janúar 2024 08:01
Allir falir hjá Golden State nema Curry Golden State Warriors hefur ekki staðið undir væntingum í NBA-deildinni í körfubolta í vetur. Félagið er tilbúið að gera róttækar breytingar á leikmannahópi sínum. Körfubolti 30. janúar 2024 15:00
Rajon Rondo handtekinn Rajon Rondo, fyrrum leikmaður í NBA deildinni í körfubolta, var handtekinn í Indiana um helgina. Körfubolti 30. janúar 2024 12:30
Lögmál leiksins: LaMelo Ball í einskismannslandi í Charlotte Hinn sívinsæli liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Að þessu sinni voru LaMelo Ball, Joel Embiid og Donovan Mitchell til umræðu sem og hvort liðið sé betra: Philadelphia 76ers eða Milwaukee Bucks. Körfubolti 30. janúar 2024 07:00
Lögmál leiksins: „Þetta gigg öskrar á Doc Rivers“ Strákarnir í Lögmáli leiksins eru ekki á einu máli um hvort Doc Rivers sé rétti maðurinn til að þjálfa Giannis Antetokounmpo og félaga í Milwaukee Bucks. Körfubolti 29. janúar 2024 15:31
Fjórða besta stigasöfnun í sögu NBA Luka Doncic skoraði 73 stig í 148-143 sigri Dallas Mavericks gegn Atlanta Hawks. Aðeins tveir leikmenn í sögunni hafa skorað meira í einum leik en Luka gerði í gær. Körfubolti 27. janúar 2024 09:34
Fer ekki á ÓL vegna hegðunar sinnar Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, spilar ekki með bandaríska körfuboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í París í sumar vegna hegðunar sinnar á tímabilinu. Körfubolti 25. janúar 2024 14:00
Ráku óvænt þjálfarann og ráða Doc Rivers Milwaukee Bucks rak í gær óvænt þjálfara sinn Adrian Griffin og félagið leitaði til reynsluboltans Doc Rivers um að taka við liðinu. Körfubolti 24. janúar 2024 15:01
Nei eða já: Jokic er orðinn besti evrópski leikmaður allra tíma Eins og svo oft áður fóru strákarnir í Lögmáli leiksins um víðan völl í liðnum Nei eða já í síðasta þætti. Körfubolti 23. janúar 2024 23:31
Skoraði sjötíu stig og bætti met Chamberlains Joel Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði sjötíu stig þegar Philadelphia 76ers sigraði San Antonio Spurs, 133-123, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 23. janúar 2024 08:30
Lögmál leiksins: Koma stundum svo furðulegar fréttir úr NBA-deildinni „Það koma stundum svo furðulegar fréttir úr NBA-deildinni. Þegar maður vaknar á mánudegi býst maður ekki við að lesa þetta í vikunni,“ segir Kjartan Atli Kjartansson í Lögmál leiksins í kvöld. Þátturinn er á sínum stað klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport 2. Körfubolti 22. janúar 2024 17:31
Giannis og Lillard í stuði í sigri Milwaukee Milwaukee Bucks lenti óvænt í nokkrum vandræðum með slakasta lið NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt, Detroit Pistons. Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo sáu þó til þess að liðið vann sex stiga sigur, 135-141. Körfubolti 21. janúar 2024 09:31
Mbappé varar fótboltann við því að elta NBA deildina Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé segir að evrópskur fótbolti sé að nálgast álagið í NBA deildinni í körfubolta með því að vera sífellt að bæta við leikjum. Fótbolti 18. janúar 2024 09:31
Óvænt andlát aðstoðarþjálfara Warriors Serbinn Dejan Milojević, fyrrum atvinnumaður í körfubolta og aðstoðarþjálfari Golden State Warriors, lést af völdum hjartaáfalls í kvöldverð fyrir leik gegn Utah Jazz. Körfubolti 17. janúar 2024 23:00
Miami Heat lætur gera styttu af Wade fyrir utan höllina Dwyane Wade fær af sér bronsstyttu fyrir utan höllina hjá Miami Heat. Hann er af flestum talinn vera besti leikmaðurinn í sögu félagsins og er sá fyrsti hjá því sem fær styttu. Körfubolti 15. janúar 2024 17:02
Endurkomusigur Warriors og þreföld tvenna Jokic Klay Thompson og Steph Curry voru mennirnir á bakvið endurkomu Golden State Warriors gegn Chicago Bulls í nótt. Nikola Jokic skellti í þrefalda tvennu í heimasigri Denver Nuggets. Körfubolti 13. janúar 2024 09:31
Dagskráin í dag: Albert og félagar mæta Torino Íþróttirnar halda áfram að rúlla á þessum ljómandi fína laugardegi og það ættu allir að finna eitthvað fyrir sig á sportrásum Stöðvar 2. Sport 13. janúar 2024 06:00
„Samkvæmt óupplýstu, fáfróðu og groddalegu fólki þá geta konur ekki unnið“ Nikki Spoelstra, fyrrverandi eiginkona Erik Spoelstra – þjálfara Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, hefur tjáð sig um orðróma þess efnis að hún hafi „klúðrað“ skilnaðinum en Erik fékk nýjan samning hjá Heat upp á mörg hundruð milljónir að skilnaðurinn var staðfestur. Körfubolti 12. janúar 2024 07:00
Hitti hálfleiksskotinu og græddi milljónir Einn heppinn aðdáandi á leik Los Angeles Lakers gegn Toronto Raptors var í hálfleik valinn til þess að skjóta í körfuna frá miðjum vellinum. Hann gerði sér lítið fyrir, hitti skotinu og labbaði út hundrað þúsund dollurum ríkari, andvirði þess er um 13,7 milljónir íslenskra króna. Körfubolti 10. janúar 2024 17:31
Spoelstra fær nýjan átta ára risasamning Erik Spoelstra, þjálfari Miami, hefur komist að samkomulagi við NBA körfuboltafélagið um að framlengja samning sinn um átta ár. Körfubolti 10. janúar 2024 16:31
Biðlar til Draymonds Green að láta dómarana í friði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hefur beðið Draymond Green vinsamlegast um að láta dómara NBA-deildarinnar í friði það sem eftir lifir tímabilsins. Körfubolti 10. janúar 2024 15:45
Nýkominn til baka eftir langt bann en tímabilinu er nú lokið Aðeins þremur vikum eftir að hann sneri aftur eftir langt bann er tímabilinu lokið hjá Ja Morant, skærustu stjörnu Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 9. janúar 2024 15:30
Lögmál leiksins: „Hann er ekki framtíðin“ „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins í gærkvöld. Þar var farið yfir stöðu Jonathan Kuminga hjá Golden State Warriors, hvort Memphis Grizzlies komist í umspil, ekki lengur hægt að bera saman tölfræði fortíðar og nútíðar og að lokum Kevin Durant. Körfubolti 9. janúar 2024 07:00
Var nálægt því að hætta en Adam Silver talaði hann af því Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta, hefur viðurkennt að hann hafi næstum verið búinn að leggja skóna á hilluna eftir að hafa verið dæmdur í leikbann og misst af tólf leikjum. Körfubolti 8. janúar 2024 21:31
„Hann þolir ekki þegar ungir menn rífa kjaft“ Golden State Warriors liðið verður til umræðu í Lögmáli leiksins þættinum sem er á dagskránni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld. Í þættinum fara sérfræðingarnir yfir síðustu viku í NBA deildinni í körfubolta. Körfubolti 8. janúar 2024 17:01
Draymond Green snýr aftur til æfinga í dag Draymond Green mun snúa aftur til æfinga með Golden State Warriors í dag eftir að hafa tekið út bann vegna sífelldra ofbeldisbrota. Körfubolti 7. janúar 2024 10:31
Margra milljarða bónus til Mavericks starfsmanna Mark Cuban sendi starfsmönnum Dallas Mavericks tölvupóst í gær þar sem tilkynnt var að hann, ásamt nýjum eigendum félagsins, myndi greiða út 35 milljón dollara bónus til starfsmanna. Körfubolti 6. janúar 2024 14:01