Rodman var drukkinn í viðtalinu Dennis Rodman hefur nú viðurkennt að hann var ölvaður í skrautlegu viðtali sem var sýnt á CNN-sjónvarpstöðinni í vikunni. Körfubolti 9. janúar 2014 14:30
NBA í nótt: Brooklyn stöðvaði Golden State Brooklyn Nets vann sinn fjórða leik í röð þegar að liðið varð fyrst til að leggja Golden State Warriors að velli í langan tíma í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 9. janúar 2014 09:00
Ray Allen og Spike Lee íhuga að gera framhald He Got Game Körfuboltamyndin "He Got Game" í leikstjórn Spike Lee með Ray Allen, leikmann Miami Heat, í aðalhlutverki sló í gegn árið 1998 og nú er verið að íhuga að gera framhald myndarinnar. Körfubolti 8. janúar 2014 22:15
Vlade Divac missti föður sinn í bílslysi Vlade Divac, einn frægasti körfuboltamaður Evrópu frá upphafi og fyrrum leikmaður til margra ára í NBA-deildinni, missti föður sinn í bílslysi í Serbíu í dag en auk þess liggur móðir hans stórslösuð á spítala. Körfubolti 8. janúar 2014 16:07
LeBron smellti kossi á áhorfanda LeBron James var greinilega í góðu skapi þegar að lið hans, Miami Heat, vann góðan sigur á New Orleans Pelicans, 107-88, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 8. janúar 2014 10:45
NBA í nótt: 48 stig hjá Durant dugðu ekki til Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en þar bar meðal annars hæst að Golden State Warriors vann sinn tíunda leik í röð. Körfubolti 8. janúar 2014 09:02
Deng farinn frá Bulls Bretinn Luol Deng er orðinn leikmaður Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni eftir að félagið komst að samkomulagi við Chicago Bulls um skiptin. Körfubolti 7. janúar 2014 18:15
Rodman gráti næst á CNN "Ég elska hann. Hann er vinur minn,“ sagði Dennis Rodman í athyglisverðu viðtali sem birtist á CNN-sjónvarpsstöðinni í dag. Körfubolti 7. janúar 2014 16:00
NBA í nótt: Brooklyn á skriði Brooklyn Nets virðist loksins vera komið á ágætt skrið eftir að liðið vann sinn þriðja leik í röð í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 7. janúar 2014 09:00
NBA í nótt: Níundi sigur Golden State í röð Golden State Warriors heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni en liðið vann í nótt sinn níunda sigur í röð. Körfubolti 6. janúar 2014 09:04
NBA: Auðvelt í San Antonio San Antonio Spurs fór hamförum gegn Los Angeles Clippers í öruggum sigri liðsins í NBA-deildinni í nótt. Sigurinn var síst of stór en Spurs leiddi með 35 stigum í hálfleik. Gestirnir frá Los Angeles reyndu nokkur áhlaup í seinni hálfleik en komust aldrei nálægt forskoti Spurs. Körfubolti 5. janúar 2014 11:00
Rodman búinn að velja liðsfélagana fyrir leikinn í Norður-Kóreu Dennis Rodman, fimmfaldur NBA-meistari með Detoit Pistons og Chicago Bulls er á leiðinni til Norður-Kóreu á nýjan leik og tekur nokkra fyrrum körfuboltamenn úr NBA-deildinni með sér að þessu sinni. Körfubolti 5. janúar 2014 08:00
LeBron og Kevin Durant bestir í desember LeBron James hjá Miami Heat og Kevin Durant hjá Oklahoma City Thunder voru valdir bestu leikmenn desember-mánaðar í NBA-deildinni í körfubolta. James var sá besti í Austurdeildinni en KD sá besti í Vesturdeildinni. Körfubolti 4. janúar 2014 13:15
NBA: Golden State vann áttunda sigurinn í röð á flautukörfu Iguodala Andre Iguodala tryggði Golden State Warriors eins stigs sigur á Atlanta Hawks þegar hann skoraði þriggja stiga flautukörfu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers vann Dallas en missti leikstjórnandann sinn Chris Paul sem fór úr axlarlið. Körfubolti 4. janúar 2014 11:00
NBA í nótt: Golden State felldi meistarana Golden State Warriors vann sinn sjöunda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir góðan sigur á meisturum Miami Heat, 123-114. Körfubolti 3. janúar 2014 07:42
NBA í nótt: Pacers tapaði í Kanada Indiana Pacers tapaði aðeins sínum sjötta leik á tímabilinu þegar liðið mætti Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 2. janúar 2014 07:36
NBA í nótt: Fimmti sigur Indiana í röð Indiana Pacers vann sinn 25. sigur á tímabilinu í nótt er liðið vann sannfærandi sigur á Cleveland Cavaliers, 91-76. Körfubolti 1. janúar 2014 10:34
Gasol mögulega á leið frá Lakers Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að möguleiki sé á því að Pau Gasol sé á leið frá LA Lakers í skiptum fyrir Andrew Bynum, leikmann Cleveland Cavaliers. Körfubolti 31. desember 2013 18:30
NBA í nótt: LeBron vann á afmælisdaginn LeBron James, sem fagnaði 29 ára afmæli sínu í gær, skoraði 26 stig í sigri sinna manna í Miami Heat á Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 31. desember 2013 10:55
NBA í nótt: Phildelphia vann í Los Angeles Philadelphia 76ers batt enda á þrettán leikja taphrinu á útivelli er liðið heimsótti Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta nótt. Alls fóru fimm leikir fram í nótt. Körfubolti 30. desember 2013 08:24
Bosh hetja Heat í Portland LeBron James lék ekki með meisturum Miami Heat í NBA körfuboltanum í nótt sem lögðu Portland Trail Blazers að velli á útivelli 108-107. Chris Bosh átti stórleik fyrir Heat auk þess að tryggja sigurinn með þriggja stiga körfu þegar skammt var eftir. Körfubolti 29. desember 2013 11:30
Westbrook í þriðju hnéaðgerðina Russell Westbrook, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA, verður frá keppni næstu vikurnar. Kappinn er á leiðinni undir hnífinn í enn eitt skiptið. Körfubolti 28. desember 2013 10:45
Áætlun Miami Heat gekk ekki upp LeBron James skoraði 33 stig en tognaði á nára í tapi Miami Heat gegn Sacramento Kings í NBA-körfuboltanum í nótt. Körfubolti 28. desember 2013 09:13
Cuban hafði óbeit á jólatreyjunum Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, var ekki ánægður með stuttermatreyjurnar sem NBA-leikmenn spiluðu í á jóladag. Körfubolti 27. desember 2013 23:30
Flautukarfa með heppnisstimpil eftir tvær framlengingar | Myndband Jeff Teague tryggði Atlanta Hawks 127-125 útisigur á Cleveland Cavaliers með lokaskoti leiksins í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 27. desember 2013 07:20
LeBron James fær falleinkunn á golfvellinum Körfuboltamaðurinn LeBron James og grínistinn Kevin Hart eru aðal númerið í nýrri auglýsingu frá Samsung um nýja Galaxy Note úrið frá Samsung. Körfubolti 26. desember 2013 23:30
LeBron og Serena eru Íþróttafólk ársins hjá AP Körfuboltamaðurinn LeBron James og tenniskonan Serena Williams voru valin íþróttakarl og íþróttakona ársins af AP-fréttstofunni. Bæði voru þau afar sigursæl á árinu og að mörgum talin vera þau bestu í heimi í sinni grein. Sport 26. desember 2013 22:45
Endurhæfing Bryant gengur hægt Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers sat á hliðarlínunni í sex stiga tapi Lakers gegn Miami Heat í NBA-deildinni í nótt. Aðeins níu dögum eftir að hafa snúið aftur frá meiðslum meiddist Bryant aftur í sigri á Memphis og verður hann frá frá í sex vikur. Körfubolti 26. desember 2013 11:30
NBA: Svört jól í New York | Sjötti sigur Heat í röð Það voru svo sannarlega svört jól hjá körfuboltaliðum New York borgar í gær, bæði liðin steinlágu á heimavelli. Körfubolti 26. desember 2013 11:00
D'Antoni biðst afsökunar á gagnrýni Mike D'Antoni, þjálfari Los Angeles Lakers baðst afsökunar á harðorðum ummælum um aðdáendur liðsins. Ummæli D'Antoni komu eftir tap gegn Phoenix Suns, fyrrum liði D'Antoni. Körfubolti 25. desember 2013 14:45