Jón Axel æfði með Curry í sumar og ætlar aldrei að gefast upp á NBA-draumnum Jón Axel Guðmundsson spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Grindavíkurliðinu frá árinu 2016 þegar Grindavík heimsækir nágranna sína í Keflavík. Körfubolti 20. október 2022 14:01
Nýliðinn í hóp með Kareem og LeBron Nýliðinn Paolo Banchero stimplaði sig inn í NBA-deildina í körfubolta með látum þegar hann þreytti frumraun sína með Orlando Magic í nótt. Körfubolti 20. október 2022 09:31
Westbrook segist hafa tognað af því að hann þurfti að byrja á bekknum Bandaríski körfuboltamaðurinn Russell Westbrook trúir því að aftanílæris tognun sín sé þjálfara Los Angeles Lakers að kenna af því að var ekki með Westbrook í byrjunarliðinu. Körfubolti 19. október 2022 12:01
Fengu meistarahringana og unnu svo Lakers Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hófst í nótt með tveimur leikjum. Titilvörn meistara Golden State Warriors fer vel af stað. Körfubolti 19. október 2022 08:30
Nei eða Já: „Þeir verða náttúrulega ömurlegir en ég held að Lakers verði lélegir líka“ NBA deildin í körfubolta fer af stað með tveimur stórleikjum í kvöld og strákarnir í Lögmál leiksins er því farið af stað á nýjan leik. Fyrsti þáttur tímabilsins var í gærkvöld og var hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ að sjálfsögðu á sínum stað. Körfubolti 18. október 2022 07:01
Schrödrer og Middleton byrja á meiðslalistanum Dennis Schröder, leikmaður Los Angeles Lakers, verður ekki með liði sínu þegar það mætir ríkjandi meisturum Golden State Warriors í fyrstu umferð NBA deildarinnar í körfubolta annað kvöld. Raunar verður hann frá næstu vikurnar. Sömu sögu er að segja af Khris Middleton, leikmanni Milwaukee Bucks. Körfubolti 17. október 2022 22:31
Lögmál leiksins: Allur körfuboltaheimurinn fékk sjokk því hann hefði getað drepið hann Það styttist í að NBA-deildin í körfubolta fari aftur af stað og í kvöld verður fyrsti þáttur tímabilsins af Lögmáli leiksins. Körfubolti 17. október 2022 15:46
Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að Green kýldi hann kaldan Jordan Poole, leikmaður NBA-meistara Golden State Warriors, hefur í fyrsta sinn tjáð sig um atvikið þar sem samherji hans, Draymond Green, kýldi hann í andlitið á æfingu. Körfubolti 17. október 2022 15:01
Fékk rothögg frá Green í síðustu viku en fær tuttugu milljarða króna samning í þessari Það hefur mikið gengið á í lífi Jordan Poole, leikmanni Golden State Warrios, síðustu tvær vikur en leikmaðurinn samþykkt fjögurra ára framlengingu á samningi sínum við Warriors í gær. Körfubolti 16. október 2022 10:15
Steve Kerr: Hnefahögg Green versta krísa sem hann hefur þurft að glíma við Draymond Green verður aðeins sektaður fyrir hnefahögg sitt á æfingu Golden State Warriors en leikmaðurinn fer ekki í bann. Körfubolti 13. október 2022 10:00
Draymond Green í ótímabundið leyfi frá Golden State eftir hnefahöggið Draymond Green baðst opinberlega afsökunar á því að hafa slegið liðsfélaga sinn Jordan Poole á æfingu NBA-meistarana á dögunum. Körfubolti 10. október 2022 10:01
Kapphlaupið um bestu körfuboltageimveru frá því í Space Jam Hver er franski körfuboltaunglingurinn sem öll liðin í NBA eru að míga í sig af spenningi yfir og LeBron James kallaði geimveru? Körfubolti 8. október 2022 09:01
Sjáðu hnefahöggið frá Draymond Green Myndband af hnefahöggi Draymond Green á æfingu Golden State Warriors er nú komið á netið. Körfubolti 7. október 2022 23:31
Frakkar á eftir NBA-stjörnu sem fékk nýlega bandarískan ríkisborgararétt Frakkar renna hýru auga til risastjörnu í NBA-deildinni og vilja að hann spila fyrir franska körfuboltalandsliðið á Ólympíuleikunum í París. Körfubolti 7. október 2022 18:01
Brittney mjög hrædd og óttast að hún gleymist í fangelsinu Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner er mjög langt niðri þessa dagana ef marka má orð eiginkonu hennar Cherelle Griner. Körfubolti 7. október 2022 09:00
Hnefahögg á æfingu NBA-meistaranna Draymond Green, leiðtogi Golden State Warriors liðsins í NBA deildinni í körfubolta virðist enn á ný hafa gengið of langt í því að reka liðsfélaga sína áfram. Körfubolti 6. október 2022 10:00
Bólusetningartregðan kostaði Irving hundrað milljónir Bandaríkjadala Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, segir að tregða sín við að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni hafi kostað sig samning upp á rúmlega hundrað milljónir Bandaríkjadala. Körfubolti 27. september 2022 13:31
Harden segist hafa lést um 45 kg í sumar James Harden, leikmaður Philadelphia 76ers, æfði greinilega vel í sumar því hann greindi frá því á blaðamannafundi að hann hefði lést verulega mikið frá síðasta tímabili. Körfubolti 27. september 2022 09:00
„Er bara að leika mér til að gera fólk á internetinu brjálað“ Jimmy Butler, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, skartaði vægast sagt áhugaverðri hárgreiðslu þegar leikmenn liðsins ræddu við fjölmiðla fyrir komandi tímabil. Körfubolti 26. september 2022 22:31
Sakaður um að láta óæskileg ummæli falla um samstarfskonu Ime Udoka, þjálfari Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, mun ekki stýra liðinu á komandi tímabili eftir að upp komst um framhjáhald hans með samstarfskonu sinni hjá félaginu. Nú hefur komið í ljós ummæli hans í garð annarrar samstarfskonu voru kveikjan að rannsókn Celtics á hegðun þjálfarans. Körfubolti 24. september 2022 07:00
Segir kjaftæði hjá Boston að setja þjálfarann í bann fyrir framhjáhald Ákvörðun Boston Celtics að setja þjálfara liðsins, Ime Udoka, í bann fyrir samband við samstarfskonu hefur vakið mikla athygli. Körfubolti 23. september 2022 13:31
Þjálfari Boston verður settur í bann fyrir samband við samstarfskonu Ime Udoka stýrir Boston Celtics væntanlega ekki á næsta tímabili. Hann verður settur í bann vegna sambands hans við samstarfskonu. Körfubolti 22. september 2022 14:19
Eigandi Phoenix Suns og Mercury selur eftir að vera dæmdur í bann vegna kvenhaturs og rasisma Robert Sarver, eigandi Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta og Phoenix Mercury í WNBA-deildinni, hefur ákveðið að selja eftir að hann var dæmdur í árs bann og sektaður um einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Körfubolti 21. september 2022 23:31
Fékk næstum sex milljóna króna sekt fyrir hómófóbísk ummæli NBA-deildin hefur sektað Anthony Edwards, einn besta unga körfuboltamann heims, fyrir hómófóbísk ummæli. Körfubolti 21. september 2022 13:30
Schröder til Lakers á ný og Westbrook gæti sest á bekkinn Leikstjórnandinn Dennis Schröder hefur samið við Los Angeles Lakers um að leika með liðinu á næstu leiktíð í NBA deildinni í körfubolta. Lakers staðfesti skiptin skömmu eftir að Schröder skoraði 30 stig í tapi Þýskalands gegn Spáni í undanúrslitum EuroBasket, Evrópumóts karla í körfubolta. Körfubolti 17. september 2022 12:01
Treyja Jordans orðin verðmætasti íþróttaminjagripur sögunnar Chicago Bulls keppnistreyja sem Michael Jordan klæddist í úrslitum NBA árið 1998 varð í nótt dýrasti íþróttaminjagripur sögunnar þegar hún seldist á uppboði fyrir 10,1 milljón dollara. Körfubolti 16. september 2022 16:02
Sektaður um einn og hálfan milljarð fyrir kvenhatur og rasisma Robert Sarver, eigandi Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið dæmdur í ársbann af deildinni og sektaður um himinháa fjárhæð eftir rannsókn á meintu kvenhatri og rasisma. Körfubolti 14. september 2022 14:30
Beverley um að spila með LeBron og Davis: „Þeir eru að spila með mér“ Það verður seint sagt að nýjasti leikmaður Los Angeles Lakers í NB deildinni í körfubolta , sé ekki með munninn fyrir neðan nefið. Patrick Beverley benti Anthony Davis og LeBron James góðfúslega á að hann hefði farið í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð en ekki þeir. Körfubolti 7. september 2022 15:01
Fyrrverandi kona Pippens á stefnumóti með syni Jordans Fyrrverandi eiginkona Scotties Pippen, Larsa, sást úti að borða með yngri syni Michaels Jordan, Marcus, á sunnudaginn. Körfubolti 6. september 2022 07:31
Viðurkennir að hann væri til í að feta í fótspor föður síns Stephen Curry, einn albesti leikmaður NBA deildarinnar í körfubolta undanfarin ár, lét áhugaverð ummæli falla við hátíðlega athöfn í Charlotte nýverið. Körfubolti 4. september 2022 12:00