NFL

NFL

Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Fréttamynd

Kúrekarnir skjóta alla niður

Dallas Cowboys er hreinlega óstöðvandi en liðið vann í nótt sinn ellefta leik í röð í NFL-deildinni. Að þessu sinni vann Dallas nauman sigur í Minnesota, 15-17.

Sport
Fréttamynd

Rodgers í banastuði

Þegar fólk var farið að afskrifa Green Bay Packers þá steig leikstjórnandi liðsins, Aaron Rodgers, upp og sá til þess að liðið vann öruggan sigur, 27-13, á Philadelphia Eagles í mánudagsleik NFL-deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Kaus Brady í alvöru Trump?

Forsetaframbjóðandinn Donald Trump sagði í útvarpsviðtali í gær að NFL-stjarnan Tom Brady hefði hringt í sig og tjáð sér að hann væri búinn að merkja X við Trump í forsetakosningunum vestra.

Sport
Fréttamynd

Fálkarnir rifu í sig sjóræningjana

Atlanta Falcons er heldur betur komið aftur á beinu brautina í NFL-deildinni en liðið valtaði yfir Tampa Bay Buccaneers, 43-28, í fimmtudagsleik NFL-deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Birnirnir átu Víkingana

Óvænt úrslit urðu í mánudagsleik NFL-deildarinnar þar sem Minnesota Vikings sótti Chicago Bears heim.

Sport
Fréttamynd

Kúrekakrakkarnir geta ekki tapað

Nýliðarnir hjá Dallas Cowboys halda áfram að blómstra og eftir sigur á Philadelphia í nótt er Dallas með besta árangurinn í Þjóðardeild NFL-deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Búið að sparka sparkaranum

NFL-liðið NY Giants hefur rekið ofbeldismanninn Josh Brown úr liðinu en hann hefur verið sparkari liðsins undanfarin ár.

Sport
Fréttamynd

Fékk óblíðar móttökur í heimkomunni í nótt

Brock Osweiler varð NFL-meistari með Denver Broncos í fyrra. Hann leysti af Payton Manning þegar þess var þörf. Þegar Manning lagði skóna á hilluna eftir tímabilið bjuggust allir við því að Osweiler tæki við keflinu. Það fór ekki svo.

Sport
Fréttamynd

Brown fór ekki með til London

Sparkaði NY Giants, Josh Brown, viðurkenndi í dagbókarskrifum að hafa gengið í skrokk á eiginkonu sinni og sú uppljóstrun í gær var fljót að hafa afleiðingar.

Sport