Vilja grænan sprotagarð í byggingar Norðuráls í Helguvík Til stendur að reisa grænan sprotagarð á iðnaðarsvæðinu í Helguvík og nýta til þess byggingar Norðuráls. Íslenski sjávarklasinn í samstarfi við fyrirtæki á Reykjanesi hugar nú að undirbúningi sprotagarðsins sem hefur hlotið vinnuheitið Reykjanesklasinn. Viðskipti innlent 26. október 2021 23:10
Gaman að sjá krakkana læra að það þarf að hafa fyrir hlutunum Fjölskyldufyrirtækið Smartsocks selur litríka sokka og nærbuxur í áskrift og fer umsýsla þjónustunnar fram heima í stofu þar sem öll fjölskyldan hjálpast að. Atvinnulíf 25. október 2021 07:01
Vilja fyrst gjörbreyta byggingargeiranum og svo tölvuleikjum Íslenska sprotafyrirtækið Treble Technologies sem sérhæfir sig í hugbúnaði á sviði hljóðhermunar hefur lokið 232 milljóna króna fjármögnun. Viðskipti innlent 20. október 2021 13:50
Teitur Magnússon spilaði á Stofutónleikum góðra granna á Granda Nágrannarnir Ólafsson gin og Alda Music standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. Tónlist 20. október 2021 08:01
Stefanía Bjarney tilnefnd sem frumkvöðull ársins Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, famkvæmdastjóri og meðstofnandi íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Avo, er tilnefnd til Nordic Women in Tech Awards í flokknum frumkvöðull ársins. Lífið 14. október 2021 13:01
Frumtak fjárfestir í Ankeri fyrir 300 milljónir Fyrirtækið Ankeri, sem þróar hugbúnaðarlausnir fyrir skipaiðnaðinn, tilkynnti í dag 300 milljón króna fjármögnun frá Frumtaki. Viðskipti innlent 13. október 2021 10:44
Flott stigu á stokk á fyrstu Stofutónleikum góðra granna á Grand Nágrannarnir, Ólafsson gin og Alda Music, standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. Flott ríður á vaðið í dag. Lífið 13. október 2021 08:00
Vilja fá öflugustu matarsprota landsins Þriðja árið í röð stendur Icelandic Startups fyrir viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita sem er sérstaklega ætlaður fyrirtækjum í matvælaiðnaði. Viðskipti innlent 11. október 2021 17:15
„Er misskilningur lygi?“ Formaður nýsköpunarráðs Reykjavíkurborgar vísar ásökunum Samtaka iðnaðarins um lygar á bug og segir ummæli sín hafa verið byggð á misskilningi. Þá sé gagnrýni minnihluta borgarstjórnar á verkefnið Stafræn umbreyting lituð rangfærslum - borgin standi með heilbrigðum markaði. Innlent 6. október 2021 12:40
Fjögur íslensk sprotafyrirtæki fengið innspýtingu Fjögur íslensk sprotafyrirtæki – Overtune, Kosmi, The One Company og Standby Deposits – hafa á síðustu mánuðum fengið innspýtingu úr vísíssjóðnum Brunni vaxtarsjóði II. Trúnaður ríkir um stærð fjármögnunar gagnvart einstaka sprotafyrirtækjum, en áður hefur verið fjallað um 330 milljóna króna fjármögnun hjá Smitten Dating (The One Company) sem Brunnur tók þátt í ásamt erlendum fjárfestum. Viðskipti innlent 6. október 2021 12:24
Rætt um að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu atvinnusköpunar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir til skoðunar að færa til verkefni milli ráðuneyta í þágu aukinnar fjölbreytni í atvinnusköpun. Formenn ríkisstjórnarflokkanna héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Innlent 4. október 2021 11:36
Luku 692 milljóna króna hlutafjárútboði fyrir safnkortaleik Íslenska tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games hefur lokið 5,3 milljóna bandaríkjadala hlutafjárútboði, sem samsvarar ríflega 692 milljónum króna. Ráðist var í hlutafjárútboðið til að styðja við frekari vöxt félagsins og klára þróun tölvuleiksins Kards fyrir iOS og Android snjalltæki. Viðskipti innlent 30. september 2021 23:36
„Fjölskylda og vinir halda að við séum búnir að meika það“ Í síðustu viku sagði Vísir frá því að íslenska sprotafyrirtækið Lightsnap hefði sprengt öll nýskráningarmet Google þegar það opnaði fyrir appþjónustuna sína í Svíþjóð. Fyrir vikið misskildi Google viðtökurnar og taldi að um netárás væri að ræða. Lightsnap hyggst á enn frekari útrás og stefnir næst á að opna í Bandaríkjunum. Atvinnulíf 27. september 2021 07:01
Plastlaus september: Endurvinnsla vel raunhæf á Íslandi Pure North Recycling er eina endurvinnslufyrirtækið á Íslandi og getur tekið við öllu filmuplasti sem fellur til á landinu. Samstarf 24. september 2021 10:54
Mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekkert Það kann að hljóma undarlega en það er mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekki neitt. Já, við erum að tala um að iðjuleysi er eitthvað sem gerir okkur gott. En hvernig getur það mögulega verið og hvaða árangur upplifum við af iðjuleysi? Atvinnulíf 24. september 2021 07:01
Hvað ber að gera til að nýsköpun á Íslandi fari alla leið? Auðugustu ríki heimsins leggja höfuðáherslu á að efla nýsköpun en hún er forsenda framleiðniaukningar, sem stendur undir bættum lífskjörum. Skoðun 23. september 2021 08:31
Kosningar 2021: „Það vantar plan til að vinna eftir“ Markmiðin eru metnaðarfull en ítarleg og raunhæf áætlun um hvernig eigi að ná þeim er ekki til. Þetta segir Hlynur Stefánsson, lektor í rekstrarverkfræði við tækni og verfræðideild Háskólans í Reykjavík, um hvert íslenskt atvinnulíf stefni varðandi loftslagsvandann. Atvinnulíf 23. september 2021 07:00
Flutti frá Los Angeles til Íslands til að markaðssetja sultur Good Good hefur ráðið Belindu Navi í starf markaðsstjóra með aðsetur í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík. Belinda Navi fluttist búferlum frá Los Angeles til Reykjavíkur til að starfa fyrir Good Good og hefur þegar hafið störf. Viðskipti innlent 22. september 2021 10:26
Google taldi mikla eftirspurn eftir íslensku appi vera netárás og lokaði Íslenska appið Lightsnap hefur gert gott mót í Svíþjóð en þjónustan gerir notendum kleift að taka ljósmyndir sem þeir fá ekki að sjá fyrr en prentuð eintök eru send heim að dyrum. Viðskipti innlent 21. september 2021 11:53
Íslensk hönnun valin sú besta fyrir útihlaupin Jakkinn Straumnes frá 66°Norður var valinn besti útvistarjakkinn fyrir konur af dagblaðinu Independent. Jakkinn er skel og er bæði vatnsheld og andar vel. Tíska og hönnun 20. september 2021 13:00
Næstu stjórnvöld verða raunverulega að skilja mikilvægi nýsköpunar Við höfum ekki hugmynd um hvernig heimurinn lítur út eftir tuttugu ár, ekki frekar en við gátum ráðið nákvæmlega í framtíðina fyrir tuttugu árum. Við sáum ekki fyrir rafhlaupahjól, Netflix eða snjallsímann. En við vissum samt að tæknin myndi eiga stóran þátt í framförum næstu áratuga. Skoðun 20. september 2021 08:30
Komin með nóg af Þór en langaði samt að segja sögu sem þau þekktu „Við vorum komin með nóg af Óðni, Þór og öllu þessu en okkur langaði samt að segja sögu sem við þekktum,“ segir Maríu Guðmundsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Parity. Leikjavísir 18. september 2021 17:01
SI gapandi hissa vegna milljarða stafræns verkefnis borgarinnar Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, segir borgina þramma með yfirgengilega freklegum hætti inn á viðkvæman samkeppnismarkað. Innlent 17. september 2021 16:30
Bein útsending: Grænir iðngarðar á Íslandi Niðurstöður vinnu og næstu skref þegar kemur að uppsetningu grænna iðngarða á Íslandi verða kynnt á fundi sem streymt verður úr Hörpu klukkan 13 í dag. Viðskipti innlent 14. september 2021 12:31
Nýsköpunarbærinn Hafnarfjörður? Hafnarfjörður hefur uppá fjölmargt að bjóða fyrir ungt fólk. Ég kynntist Hafnarfirði fyrst í gegnum nám mitt á fjölmiðlabraut við Flensborgarskólann. Skoðun 13. september 2021 11:00
„Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. Atvinnulíf 13. september 2021 07:01
Frumkvöðlalaun - fyrir framtíðina Enn eina september-byrjun liggur frumkvöðla-samfélagið undir feldi og skrifar Rannís umsókn. Umsóknarfrestur er að renna út, dagarnir eru farnir og næturnar farnar að styttast. Í þessu umsóknarferli, þar sem 2-5% umsókna hljóta á endanum styrk, skýtur alltaf sama spurningin upp kollinum, af hverju er þröskuldurinn svona hár? Skoðun 10. september 2021 17:30
Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, seldi hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna í lok ágúst. Viðskipti innlent 10. september 2021 14:22
Hugmynd fyrir ári orðið að vinsælum Facebookleik „Fyrir ári síðan, rétt þegar önnur COVID bylgjan var að skella á, fékk ég þessa flugu í kollinn á göngu í Elliðarárdal. Mér fannst einhvern veginn allt framundan vera svo undirlagt af alvarleika, mikil þyngsl í fólki, veturinn að koma og myrkrið á næsta leiti,“ segir Rúna Magnúsdóttir aðspurð um það hvernig Facebook-leikurinn Game of Boxes kom eiginlega til. Leikurinn stendur yfir í 21 dag og gengur út á að fólk virkjar ímyndunaraflið sitt til þess að brjótast út úr viðjum vanans og viðhorfum sem eru að hefta þau. Atvinnulíf 10. september 2021 07:01
Kynna svarið við Amazon Echo sem talar og skilur íslensku Hugbúnaðarfyrirtækin Miðeind og Reon vinna að þróun Emblu-boxins sem getur svarað fyrirspurnum notenda á íslensku og stýrt snjallheimilistækjum. Viðskipti innlent 9. september 2021 12:20