Ráðuneyti telur sig hafa svarað spurningum um umsvif útgerða Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið telur að allar þær upplýsingar sem óskað var eftir og heimilt var að birta hafi komið fram í skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald stórútgerða í íslensku atvinnulífi. Skýrslan hefur verið gagnrýnd fyrir að svara ekki þeim spurningum sem henni var ætlað. Innlent 28. ágúst 2021 14:24
Smit komið upp hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru sem segist hafa snúið við blaðinu Skipverji á Páli Pálssyni ÍS greindist með Covid-19 í gær. Jákvæð niðurstaða fékkst úr hraðprófi og er nú beðið niðurstöðu úr PCR-prófi. Fimmtán manna áhöfn verður í sóttkví þar til hún liggur fyrir. Innlent 27. ágúst 2021 11:39
Hvaðan kom ég og hvert er ég að fara? Viðreisn ætlar í kosningabaráttunni að leggja megin áherslu á nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þar sem aflaheimildir verði innkallaðar með fyrningarleið og seldar hæstbjóðanda. Að vísu vantar alla útfærslu í tillögunum en í grunninn eru þetta sennilega vitlausustu tillögur sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur lagt fram á lýðveldistímanum og óframkvæmanlegar með góðu móti. Skoðun 27. ágúst 2021 11:01
Sátt um sjávarútveginn (og kannski ESB í leiðinni) Diljá Mist Einarsdóttur, frambjóðanda og aðstoðarmanni ráðherra, hefur verið tíðrætt um stefnu Viðreisnar í sjávarútvegsmálum. Hún hefur þegar birt pistla undir yfirskriftinni Sjávarútvegsstefna Viðreisnar og Sjávarútvegsstefna Viðreisnar II. Skoðun 27. ágúst 2021 08:31
Sjávarútvegsstefna Viðreisnar II Frambjóðandi Viðreisnar undrast „lítil sem engin“ viðbrögð við lofgerð sinni um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Viðbragðaleysið stafar eflaust af nokkrum þáttum, ekki síst af áhugaleysi Íslendinga á aðild að ESB, auk þess sem andstæðingar aðildar eru orðnir þaulvanir rangfærsluflaumi frá ESB-sinnum. Skoðun 26. ágúst 2021 09:00
76 prósent vilja að útgerðin greiði markaðsgjald fyrir fiskinn Sjötíu og sex prósent þjóðarinnar eru hlynnt því að útgerðin greiði markaðsgjald fyrir afnot af fisimiðunum samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir hópinn Þjóðareign. Innlent 26. ágúst 2021 08:58
Staðfestir ákvörðun að fella niður kæru Samherja gegn starfsfólki Seðlabankans Embætti ríkissaksóknara hefur staðfest þá ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður kæru útgerðarfélagsins Samherja á hendur fimm starfsmönnum Seðlabankans vegna rannsóknar á meintum brotum félagsins á lögum um gjaldeyrismál. Sömuleiðis er felld niður rannsókn á meintum leka úr Seðlabankanum og til fréttamanns RÚV. Innlent 24. ágúst 2021 07:47
Vilja draga línu þvert yfir mynni Skjálfanda til að stoppa stærri strákana í að hreinsa upp miðin Smábátaeigendur á Húsavík vilja að byggaráð sveitarfélagsins beiti sér fyrir því að dregin verði lína þvert yfir mynni Skjálfandaflóa, svo takmarka megi dragnótaveiðar nærri landi. Þeir telja að veiðislóðin þoli ekki ágengnina sem fylgi slíkum veiðarfærum og óttast þeir að fiskistofnar þurrkist upp verði ekkert að gert. Innlent 21. ágúst 2021 09:00
Selja Höfrung III og kaupa Iivid á tæpa 1,2 milljarða Brim hefur selt Höfrung III AK 250 til Rússlands og verður skipið afhent nýjum eigendum í september næstkomandi. Félagið hefur jafnframt keypt 1.969 brúttótonna skip frá Arctic Prime Fisheries ApS á tæpa 1,2 milljarða króna. Viðskipti innlent 19. ágúst 2021 14:41
Hvar munu milljón Íslendingar búa? Árið 2050 verða Íslendingar orðnir 450 þúsund talsins, samkvæmt spá Hagstofunnar, tvöfalt fleiri en þegar ég fæddist. Það fær mig til þess að hugsa hvernig Ísland muni eiginlega líta út þegar næstum hálf milljón Íslendinga býr hér - svo ekki sé talað um þegar við verðum orðin milljón talsins, sama hvenær það verður. Hvar mun fólk búa? Skoðun 19. ágúst 2021 07:00
Dauðinn í sjókvíunum er þekktur hjá eftirlitsstofnunum og á Alþingi Undanfarin ár höfum við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum (The Icelandic Wildlife Fund) margsinnis vakið athygli á hræðilegum aðbúnaði eldislaxa í sjókvíum hér við land og annars staðar. Þetta ástand er dapurleg staðreynd sem eftirlitsstofnanir vita fullvel um. Skoðun 18. ágúst 2021 14:31
Hafa flest tól og tæki til að sinna eftirliti með fiskeldi Matvælastofnun telur sig vel í stakk búna til að hafa eftirlit með fiskeldisfyrirtækjum á landinu. Farið verði í saumana á myndefni af illa förnum laxi úr sjókvíum á Vestfjörðum sem kajakræðari tók í vor. Innlent 16. ágúst 2021 13:01
Af hverju er ekki sátt um sjávarútveginn? Sjávarútvegur er nátengdur sögu og sál íslensku þjóðarinnar. Fiskveiðar og fiskvinnsla hafa lengst af verið okkar mikilvægustu atvinnugreinar og haldið landinu í byggð. Skoðun 13. ágúst 2021 12:31
Hið raunverulega lím ríkisstjórnar Fyrr í vetur lagði Viðreisn fram beiðni á Alþingi um skýrslu sem felur í sér kortlagningu eignarhalds og umsvifa íslenskra útgerðarfyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í íslensku atvinnulífi. Þetta er lykilplagg. Skoðun 12. ágúst 2021 13:31
Að skjóta sendiboðann – svar við MAST Undanfarna daga hefur mikil umræða átt sér stað um það hroðalega myndefni sem kajakræðarinn og náttúruverndarsinninn Veiga Grétarsdóttir tók nýverið upp í íslenskum sjókvíum. Skoðun 12. ágúst 2021 13:01
Betur sjá augu en auga Fyrirsögn pistilsins „betur sjá augu en auga“ er vinsamlega ábending um að Hafrannsóknarstofnun er okkar eina stofnun sem sinnir rannsóknum í hafinu við Ísland og fiskistofnum í lögsögu landsins. Skoðun 11. ágúst 2021 16:01
Sjávarútvegur í fjötrum Fyrir aldamótin 1900 fóru Danir með einokun á verslun á Íslandi. Leiddi það til mikillar fátæktar og vesældar Íslendinga. Það að Danir hættu einokun með viðskipti á Íslandi er stærsta einstaka efnahagslega aðgerð sem gerð hefur verið á Íslandi. Skoðun 11. ágúst 2021 11:30
Hvernig fiskeldi viljum við? Ef mælaborð fiskeldis er skoðað má sjá að ársframleiðsla á laxi í sjókvíum var 32.267 tonn árið 2020. Á sama stað má sjá að notuð voru 43.557 tonn af fóðri í þessa framleiðslu. Samkvæmt því þarf um 1,3 kg af fóðri til að ala 1 kg af laxi. Skoðun 11. ágúst 2021 07:02
Um spænska togara og hræðsluáróður „Sameiginleg sjávarútvegsstefna heitir sameiginleg sjávarútvegsstefna af því að hún er sameiginleg.“ Þessi fleygu orð lét Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra falla á Alþingi í vor þegar umræða fór fram um endurupptöku aðildarviðræðna við Evrópusambandið að frumkvæði þingflokks Viðreisnar. Skoðun 10. ágúst 2021 07:01
Líklega umgangspest en ekki Covid-19 um borð í Kap Áhöfnin á Kap II VE er laus úr sóttkví í Grundarfjarðarhöfn eftir að niðurstöður skimunar á áhöfninni fyrir Covid-19 reyndust neikvæðar. Umgangspest er líkleg skýring veikindaeinkenna nokkurra skipverja. Innlent 28. júlí 2021 10:14
Grunsemdir um smit um borð í Kap Vísbendingar eru um COVID-smit í áhöfn Kap VE II og þess vænst að niðurstöður skimunar leiði í ljós síðar í dag eða í kvöld hvort veikindin skýrist af veirunni eða einhverju öðru. Innlent 27. júlí 2021 13:13
Kristján Þór skipar Benedikt ráðuneytisstjóra Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Benedikt Árnason í embætti ráðuneytisstjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Benedikt tekur við af Kristjáni Skarphéðinssyni fráfarandi ráðuneytisstjóra. Þetta kemur fram á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Innlent 24. júlí 2021 12:38
Metpantanir hjá Marel á öðrum ársfjórðungi Annan ársfjórðung í röð var slegið met í pöntunum hjá Marel en pantanirnar á fjórðunginum voru upp á 370 milljónir evra. „Annar ársfjórðungur var góður fyrir Marel. Okkar metnaðarfulla teymi tókst á við áskoranir með bjartsýni og þrautseigju í nánu samstarfi við birgja og viðskiptavini.“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, í tilkynningu um ársfjórðungsuppgjör. Viðskipti innlent 22. júlí 2021 13:10
Aukið aflamark í strandveiðum á að tryggja veiðar út ágúst Sjávarútvegsráðherra hefur heimilað auknar strandveiðar upp á eitt þúsund eitt hundrað sjötíu og eitt tonn í sumar. Að óbreyttu hefði þurft að stöðva strandveiðar um miðjan ágúst. Innlent 20. júlí 2021 10:47
Furðuskrif um strandveiðar Í Fréttablaðinu hinn 14. júlí sl birtist pistill Aðalheiðar Ámundardóttur, fréttastjóra blaðsins undir fyrirsögninni „Strandveiðar“.Ég hef frá árinu 1984 fylgst að ég tel sæmilega með umræðunni um málefni smábátaeigenda og sjávarútvegsins.Pistill Aðalheiðar slær öll met í rangfærslum og atvinnurógi á hendur þeim sem stunda smábátaútgerð (þ.m.t. strandveiðar) við Íslandsstrendur. Í einni hendingu dæmir hún elsta útgerðarform á Íslandi „fullkomna vitleysu“ og „úreltan atvinnurekstur“. Skoðun 20. júlí 2021 08:00
Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. Innlent 19. júlí 2021 22:57
Bregðast þurfi við brottkasti en einnig ræða aðferðir Fiskistofu Formaður Landssambands smábátaeigenda segir að brottkast sé stærra vandamál í sjávarútvegi en margir hafi hingað til haldið fram. Hann segir að eftirlitsaðferðir Fiskistofu verði að vera til umræðu þegar leitað er að lausnum við vandanum. Innlent 19. júlí 2021 19:31
Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. Innlent 19. júlí 2021 13:01
Tvö útköll vegna vélarvana báta í kvöld Björgunarskip frá Grindavík og björgunarbátur frá Þorlákshöfn eru nú á leið að vélarvana báti suðvestur af Þorlákshöfn. Innlent 18. júlí 2021 21:38
Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. Innlent 18. júlí 2021 14:32