Bann vofir yfir Kane en rangt netfang flækti málið DeAndre Kane, lykilleikmaður Grindavíkur, var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum en það var svo dregið til baka, vegna misskilnings. Bannið vofir enn yfir Kane en samkvæmt upplýsingum Vísis getur hann spilað gegn Tindastóli í kvöld. Körfubolti 11. apríl 2024 14:20
Teitur: Ég held að Grindavík líði ekki vel Grindvíkingar urðu í öðru sæti deildarkeppninnar en fengu að launum að mæta ríkjandi Íslandsmeisturum Tindastóls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 11. apríl 2024 12:31
„Þetta þarf Kjartan að taka af Keflvíkingum“ Keflvíkingar unnu sinn fyrsta titil í tólf ár þegar þeir urðu bikarmeistarar á dögunum og í kvöld hefst vegferð þeirra að reyna að enda líka sextán ára bið eftir Íslandsmeistaratitlinum. Körfubolti 11. apríl 2024 11:01
„Ef spilum okkar vörn þá verður þetta erfitt fyrir þá“ Kristófer Acox, fyrirliði Vals, sagðist ekki reikna með mikilli flugeldasýningu í leikjum Vals og Hattar í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar en Valsmenn þurftu að hafa töluvert fyrir 94-75 sigri sínum í kvöld. Körfubolti 10. apríl 2024 23:20
„Þegar þú ferð inn á bókasafn og ferð að klappa og góla þá heyrist hátt“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var nokkuð brattur þrátt fyrir tap í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppni efstu deildar en Valsmenn fóru með sigur af hólmi í leik kvöldsins, 94-75. Körfubolti 10. apríl 2024 22:39
„Vorum kannski bara búnir að ofhugsa þennan leik“ Njarðvík lagði Þór Þ. af velli 87-73 í Ljónagryfjunni þegar liðin mættust í fyrsta leik úrslitaeinvígis liðana í 8-liða úrslitum í Subway-deild karla. Körfubolti 10. apríl 2024 22:38
„Veit að þetta er löng og ströng sería og við erum yfir eins og er“ Njarðvík lagði Þór Þ. af velli 87-73 í Ljónagryfjunni þegar liðin mættust í fyrsta leik úrslitaeinvígis liðana í 8-liða úrslitum í Subway deild karla. Körfubolti 10. apríl 2024 22:23
Uppgjörið: Valur - Höttur 94-75 | Öruggur heimasigur í tímamótaleik gestanna Deildarmeistarar Vals tóku á móti Hetti í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla en þetta er í fyrsta sinn sem Hattarmenn komast í úrslitakeppnina svo að leikurinn var sögulegur. Körfubolti 10. apríl 2024 22:05
Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 87-73 | Njarðvíkingar byrja af krafti Njarðvík byrjar úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta af krafti. Liðið fór illa með Þór Þorlákshöfn í Ljónagryfjunni í Reykjanesbæ þegar liðin mættust í fyrsta leik átta liða úrslita deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Körfubolti 10. apríl 2024 21:15
„Vonumst til að allt Austurland sameinist á bak við okkur“ Höttur leikur í kvöld sinn fyrsta leik í úrslitakeppni í efstu deild karla í körfubolta. Það snýst allt um einvígið við Val á Egilsstöðum og þjálfari liðsins segist vera spenntur fyrir rimmunni. Sport 10. apríl 2024 16:30
Úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta hefst í kvöld Það eru liðnir 328 dagar frá oddaleiknum í fyrra en nú er biðin loksins á enda. Æsispennandi deildarkeppni gefur góð fyrirheit fyrir keppnina í ár. Körfubolti 10. apríl 2024 15:18
Teitur til varnar Milka: Hefur pakkað mönnum saman en ekki fengið hrós Dominykas Milka náði ekki að verða Íslandsmeistari með Keflavík en nú reynir hann að vinna titilinn með Njarðvíkurliðinu. Milka byrjar gegn liði sem hefur lítið ráðið við litháenska miðherjann í vetur. Körfubolti 10. apríl 2024 12:31
„Eru búnir að vera að hóta því síðan“ Teitur Örlygsson sér þroskamerki á Valsliðinu og Helgi Már Magnússon vill að Hattarmenn njóti þess að vera í úrslitakeppninni í fyrstas skiptið. Einvígi liðanna hefst í kvöld. Körfubolti 10. apríl 2024 11:00
Hjálpaðu Körfuboltakvöldi við að velja besta lið sögunnar Subway Körfuboltakvöld hefur verið að leita að besta liði körfuboltasögunnar í allan vetur og nú er komið að úrslitum. Körfubolti 9. apríl 2024 11:00
Báðust afsökunar á ummælum á ÍR TV Úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta er komin af stað og þar berjast fjögur félögum um að fylgja KR-ingum upp í Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 8. apríl 2024 09:35
Stjarnan er tölfræðilega besta lið sögunnar sem komst ekki í úrslitakeppni Stjörnumenn misstu af úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta þrátt fyrir að vinna helming leikja sinna í deildarkeppninni. Það hefur aldrei gerst áður. Körfubolti 5. apríl 2024 13:01
Arnar barðist við tárin eftir kveðjuleik: „Það mun svíða mjög lengi“ Körfuboltaþjálfarinn Arnar Guðjónsson leyndi ekki tilfinningum sínum eftir síðasta leik sinn sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í gærkvöld. Hann gengur að vissu leyti stoltur frá borði, enda unnið fleiri titla en aðrir þjálfarar á síðustu sex árum, en kveðjutímabilið mun svíða lengi. Körfubolti 5. apríl 2024 12:30
Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. Körfubolti 5. apríl 2024 10:47
Kjartan minntist Bjarka Gylfasonar: „Erum búnir að vera að vinna úr þessu sem lið“ Álftanes vann níu stiga sigur gegn Hetti 63-54. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var ánægður með sigurinn en fór einnig yfir áfallið sem liðið varð fyrir þegar Bjarki Gylfason féll frá á dögunum en hann var hluti af liðinu. Körfubolti 4. apríl 2024 22:31
„Ætlum að reyna að fara djúpt í úrslitakeppnina og sækja dolluna“ Kristinn Pálsson var hetja Valsmanna í kvöld þegar liðið lagði Njarðvík í framlengdum leik, 106-114. Kristinn skoraði 41 stig og tíu fyrsti stig liðsins í framlengingunni. Körfubolti 4. apríl 2024 22:26
Svona lítur úrslitakeppni Subway deildar karla út Lokaumferð deildarkeppni Subway deildar karla í körfubolta fór fram í kvöld og nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppni deildarinnar. Það eru Valsmenn sem standa uppi sem deildarmeistarar þetta tímabilið. Haldið ykkur fast, skemmtilegasti hluti tímabilsins er framundan. Körfubolti 4. apríl 2024 22:00
„Ekki svona sem ég sá þessi sex ár enda“ Það var tilfinningaþrungið viðtal sem Arnar Guðjónsson veitti blaðamanni eftir að ljóst varð að Stjarnan kæmist ekki í úrslitakeppni og störfum hans hjá karlaliði félagsins væri lokið. Körfubolti 4. apríl 2024 21:40
„Vorum svolítið að reyna að tapa leiknum sjálfir“ Þór Þorlákshöfn vann sterkan sex stiga sigur er liðið tók á móti Keflavík í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 106-100. Körfubolti 4. apríl 2024 21:25
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Breiðablik 96-80 | Stjarnan sá um sitt en það dugði þeim ekki Stjarnan vann öruggan 96-80 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Subway deildar karla.Því miður fyrir Stjörnuna dugði það þeim ekki til að tryggja sæti í úrslitakeppninni. Höttur tapaði gegn Álftanesi og Stjarnan endaði því í 9. sæti deildarinnar, utan úrslitakeppninnar. Körfubolti 4. apríl 2024 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grindavík 100-111| Gestinir úr Grindavík sterkari á lokasprettinum og tryggðu heimaleikjaréttinn Grindvíkingar sóttu tvö stig þegar liðið heimsótti Hauka í Ólafssal að Ásvöllum í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 100-111 Grindavík í vil. Körfubolti 4. apríl 2024 20:52
Umfjöllun og viðtöl: Álftanes - Höttur 63-54 | Álftanes sá til þess að Stjarnan komst ekki í úrslitakeppnina Álftanes vann níu stiga sigur gegn Hetti 63-54. Fyrri hálfleikur var afar slæmur hjá báðum liðum en heimamenn spiluðu betur í síðari hálfleik og unnu nokkuð öruggan sigur. Körfubolti 4. apríl 2024 20:45
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 106-100 | Sterkur sigur Þórs í lokaumferðinni Þór Þorlákshöfn vann sex stiga sigur á Keflavík í lokaumferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn 106-100 Þórsurum í vil. Körfubolti 4. apríl 2024 18:30
Fagnað í Síkinu: Íslandsmeistararnir fara í úrslitakeppnina Íslandsmeistarar Tindastóls tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta með sigri á Hamar í lokaumferð deildarkeppninnar. Tindastóll heldur inn í úrslitakeppnina sem liðið í sjöunda sæti og munu mæta liði Grindavíkur í fyrstu umferð. Körfubolti 4. apríl 2024 18:30
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Valur 106-114 | Kristinn Pálsson skaut Njarðvík í kaf Njarðvíkingar tóku á móti löskuðum deildarmeisturum Vals í Ljónagryfjunni í kvöld. Valsmenn höfðu í raun ekki að neinu að keppa og gátu leyft sér að taka lífinu með temmilegri ró en Njarðvíkingar í hörku baráttu um 2. sætið og þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að ná því. Körfubolti 4. apríl 2024 18:30
„Auðvitað vonum við að Álftnesingar mæti með bumbuboltaliðið sitt“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segir það hafa lítið upp á sig að spá í aðra leiki en þann milli Stjörnunnar og Breiðabliks í kvöld. Stjarnan þarf að treysta á önnur úrslit en sín eigin til að komast í úrslitakeppnina. Körfubolti 4. apríl 2024 14:31