Umfjöllun: Brynjar með skotsýningu í sigri KR-inga á Njarðvík KR-ingar náðu fjögurra stiga forskot á toppi Iceland Express deildar karla með tólf stiga sigri á Njarðvík, 89-77, í DHL-Höllinni í kvöld. Eftir jafnan en sveiflukenndan leik þá sýndu KR-ingar mikla yfirburði í lokaleikhlutanum og tryggðu sér sinn fyrsta sigur á Njarðvíkingum í vetur. Körfubolti 8. febrúar 2010 23:04
Páll Axel: Spiluðum ekki vel en það komu góðir kaflar Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur í Grindavíkurliðinu sem vann ÍR í kvöld og komst þar með í úrslitaleik Subway-bikarsins. Leikurinn endaði 91-78 en ÍR-ingar voru vel inni í leiknum og munurinn var fjögur stig fyrir síðasta leiklutann. Körfubolti 8. febrúar 2010 22:14
Grindvíkingar komnir í Höllina eftir sigur á ÍR Grindvíkingar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni eftir 91-78 sigur í undanúrslitaleik Subwaybikars karla í Röstinni í Grindavík í kvöld. Grindavík var með forustuna allan leikinn en ÍR-ingar voru búnir að minnka muninn í fjögur stig fyrir lokaleikhlutann. Körfubolti 8. febrúar 2010 20:39
Njarðvíkingar búnir að tapa fjórum í röð - frábær fjórði leikhluti hjá KR KR-ingar með Brynjar Þór Björnsson í fararbroddi unnu tólf stiga sigur á Njarðvík, 89-77, í Iceland Express deild karla í DHL-Höllinni í kvöld. Njarðvíkingar hafa því tapað fjórum síðustu leikjum sínum í deild og bikar. Eftir miklar sveiflur og jafna stöðu fyrir lokaleikhlutan fóru KR-ingar illa með Njarðvíkurliðið í lokaleikhlutanum sem þeir unnu 19-7. Körfubolti 8. febrúar 2010 19:15
Er þetta ennþá höllin hans Nick Bradford? Það eru örugglega fáir búnir að gleyma frammistöðu Nick Braford með Grindavík í DHL-Höll þeirra KR-inga á síðasta tímabili. Bradford fór á kostum í fjórum leikjum sínum í Frostaskjólinu og var með 36,3 stig að meðaltali í leikjunum. Körfubolti 8. febrúar 2010 18:15
Stórleikir í körfunni í kvöld Það eru tveir leikir á dagskránni í körfuboltanum í kvöld og er óhætt að segja að þeir séu báðir af dýrari gerðinni. Körfubolti 8. febrúar 2010 16:00
Blikar unnu Tindastól í Kópavogi Einn leikur var í Iceland Express-deild karla í kvöld. Breiðablik vann Tindastól í hörkuleik 85-77 í Kópavoginum. Körfubolti 7. febrúar 2010 20:45
Gunnar: Vorum að spila hræðilega Keflvíkingar hafa nú tapað tvisvar fyrir Snæfelli á fjórum dögum. Þeir töpuðu 64-90 í Toyota-sláturhúsinu í dag í undanúrslitum Subway-bikarsins. Körfubolti 7. febrúar 2010 18:27
Ingi Þór: Hlynur er bara „monster" Snæfellingar komust í dag í úrslitaleik Subway-bikarsins með því að leggja Keflavík sannfærandi að velli í Toyota-sláturhúsinu. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells var að vonum stoltur af sínu liði. Körfubolti 7. febrúar 2010 18:17
Snæfell í bikarúrslitin Snæfellingar unnu glæsilegan útisigur á Keflavík í undanúrslitum bikarsins í dag 90-64. Heimamenn fundu engan takt í sinn leik, jafnt var eftir fyrsta leikhluta en eftir hann tóku Snæfellingar völdin. Körfubolti 7. febrúar 2010 16:39
Keflavík og Snæfell bæði með nýja leikmenn á morgun Útlit er fyrir að bæði Keflavík og Snæfell muni skarta nýjum erlendum leikmönnum þegar liðin mætast í Subway-bikarnum í Keflavík á morgun en vefmiðillinn Karfan.is greindi frá fregnunum í gærkvöldi. Körfubolti 6. febrúar 2010 14:15
IE-deild karla: Fjölnir skellti Njarðvík Fjölnir fór heldur betur góða ferð til Njarðvíkur í kvöld því Grafarvogsbúar gerðu sér lítið fyrir og skelltu Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni. Körfubolti 5. febrúar 2010 20:48
Stjörnumenn bæta við sig tveimur leikmönnum í körfunni Stjörnumenn hafa fengið góðan liðstyrk fyrir lokasprettinn í körfunni því liðið hefur endurheimt bakvörðinn Ólaf Jónas Sigurðsson frá Danmörku og nælt sér í 206 serbneskan miðherja að auki. Þetta kom fram á karfan.is í dag. Körfubolti 5. febrúar 2010 18:00
Þorleifur: Erum að einbeita okkur að því að bæta vörnina Þorleifur Ólafsson átti flottan leik í vörn og sókn með Grindavík í kvöld þegar liðið vann 17 stiga sigur á KR, 84-67, í Iceland Express deild karla í körfubolta. Körfubolti 4. febrúar 2010 22:04
Friðrik: Við lifðum á vörn í þessum leik Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með varnarleik sinna manna í 17 stiga sigri á toppliði KR í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 4. febrúar 2010 21:49
Fannar: Við leyfðum þeim að gera það sem þeir vildu Fannar Ólafsson fór útaf með fimm villur í kvöld og gat lítið hjálpað til þegar leikur liðsins fór af sporinu í seinni hálfleik í 17 stiga tapi á móti Grindavík í kvöld. Körfubolti 4. febrúar 2010 21:47
IE-deild karla: Góðir sigrar hjá Grindavík og Snæfelli Grindavík er að vakna til lífsins í Iceland Express-deild karla og liðið sendi sterk skilaboð í kvöld er það lagði Íslandsmeistara KR af velli í Röstinni. Körfubolti 4. febrúar 2010 20:59
Brenton spurningamerki fyrir leikinn á móti KR í kvöld Brenton Birmingham er tæpur fyrir stórleik Grindavíkur og KR í Iceland Express deild karla í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15 í Röstinni í Grindavík. Samkvæmt frétt á heimasíðu Grindvíkinga þá er Brenton að glíma við meiðsli á læri eftir að hafa fengið högg framan á lærið í síðasta leik á móti Njarðvík. Körfubolti 4. febrúar 2010 15:45
Þrír þjálfarar sækjast eftir fyrsta sigrinum í Kennó í kvöld ÍR og Breiðablik mætast í Iceland Express deild karla í körfubolta klukkan 19.15 í Kennaraháskólanum í kvöld. Þrír þjálfarar liðanna sækjast þar eftir sínum fyrsta sigri í Iceland Express deildinni í vetur. Körfubolti 4. febrúar 2010 13:45
Pálmi Freyr spilar ekki meira með Snæfelli í vetur Snæfell hefur staðfest að bakvörðurinn öflugi Pálmi Freyr Sigurgeirsson muni ekkert spila meira með liðinu á þessarri leiktíð í Iceland Express-deildinni í körfubolta vegna meiðsla. Körfubolti 4. febrúar 2010 12:15
Isom og Visockis á Krókinn - líklega með gegn Hamri Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ákveðið að semja við Cedric Isom og Donatas Visockis út yfirstandandi tímabil í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Körfubolti 2. febrúar 2010 11:00
Ekkert gekk hjá Njarðvíkurliðinu með Nick inn á Nick Bradford varð að sætta sig við tap á móti gömlu félögum sínum í Grindavík í Iceland Express deildinni í gærkvöldi en í leiknum á undan hafði Njarðvíkurliðið steinlegið í bikarnum fyrir ennþá eldri félögum Nick úr Keflavík. Körfubolti 26. janúar 2010 16:30
Böðvar Guðjónsson: Hjálpar KR að vera meðal þeirra bestu Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR var ánægður með nýja liðstyrkinn en Pavel Ermolinski mun spila með KR-liðinu út tímabilið. Þaðp má finna viðtal við Böðvar á heimasíðu KR í dag. Körfubolti 26. janúar 2010 13:13
Pavel kominn í KR - meistararnir fá hann á láni frá Spáni Íslandsmeistarar KR hafa fengið landsliðsbakvörðinn Pavel Ermolinski lánaðan út keppnistímabilið frá spænska liðinu Caceres. Pavel verður klár í næsta leik sem er gegn Grindavík 4 febrúar. Þetta kemur fram á heimasíðu þeirra KR-inga. Körfubolti 26. janúar 2010 12:38
IE-deild karla: Grindavík vann í Ljónagryfjunni - KR á toppinn Grindavík hysjaði loksins upp um sig buxurnar í kvöld er liðið sótti nágranna sína í Njarðvík heim. Leikur liðanna var fjörugur en endaði með þriggja stiga sigri gestanna, 99-102. Körfubolti 25. janúar 2010 21:08
Nick Bradford mætir sínum gömlu félögum í Grindavík í kvöld Nick Bradford og félagar í Njarðvík reyna að koma sér aftur í gang í kvöld, eftir bikarskellinn á móti Keflavík á dögunum, þegar liðið fær Grindavík í heimsókn í Ljónagryfjuna í Njarðvík í Iceland Express deild karla. Nick Bradford spilaði eins og kunnugt er með Grindavík við mjög góðan orðstír í fyrra. Körfubolti 25. janúar 2010 16:00
Teitur: Spiluðum ekki nægilega vel Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var sammála blaðamanni um að spilamennska liðsins gegn Snæfelli í kvöld hafi verið of sveiflukennd. Körfubolti 24. janúar 2010 21:43
Hlynur: Viljum komast á sama stall og Njarðvík og Keflavík „Frábær sigur, mjög erfitt hús og flott lið. Ég er mjög ánægður með þetta," sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. Körfubolti 24. janúar 2010 21:37
Umfjöllun: Snæfell sótti bæði stigin í Ásgarð Snæfell og Stjarnan hafa bæði 20 stig í Iceland Express deildinni eftir sigur fyrrnefnda liðsins í Garðabæ í kvöld, 87-93. Leikurinn var jafn og spennandi eins og reiknað var með og úrslitin réðust ekki fyrr en í blálokin. Körfubolti 24. janúar 2010 21:24
IE-deild karla: Góður útisigur hjá Snæfelli í Garðabænum Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. Stórleikur kvöldsins var viðureign Stjörnunnar og Snæfells í Garðabæ. Körfubolti 24. janúar 2010 20:56