„Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ Atvinnulíf 9. maí 2021 08:01
Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. Atvinnulíf 8. maí 2021 10:01
Helgi Björns ætlar að opna veitingastað og skemmtistað á Hótel Borg „Ég hef haft mjög gaman af þessu og þetta hefur verið ótrúlega gott tækifæri að geta komið fram í þessu ástandi þar sem það hafa verið fá tækifæri til þess,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson um þær beinu útsendingar sem hann hefur komið að síðastliðið árið á laugardagskvöldum í Sjónvarpi Símans. Lífið 7. maí 2021 12:31
Birgitta Líf endurreisir B5 Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, hefur tekið við lyklunum að Bankastræti 5, þar sem hún er að opna nýjan skemmtistað þegar veiran leyfir. Um er að ræða endurreistan B5, en sá skemmtistaður lagði upp laupana á síðasta ári í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Viðskipti innlent 3. maí 2021 21:12
Marta segir Gísla Martein fyrrverandi prinsessu flokksins nú prinsessu RÚV Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins birtir pistil á Vísi þar sem hún skammast með miklum tilþrifum í sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni. Innlent 28. apríl 2021 14:36
Gestabækur veitingastaða Á veitingastöðum í dag hvílir skylda samkvæmt lögum að skrá gesti í númeruð sæti undir nafni, kennitölu og símanúmeri. Kveðið er á um þá skyldu í reglugerð nr. 404/2021 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið hennar er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Skoðun 28. apríl 2021 12:00
Mathöll í Pósthúsið: „Þetta verður veisla og nautn fyrir öll skynfærin“ „Við erum búnir að vera í viðræðum við húseigendur í yfir þrjú ár og núna loksins er þetta að verða að veruleika,“ segir athafnamaðurinn og hönnuðurinn Leifur Welding í viðtali við Vísi. Viðskipti innlent 27. apríl 2021 14:42
Veitingamenn líta sumarið björtum augum Sólin lét loks sjá sig víða um land í dag og landsmenn nýttu daginn til hins ítrasta. Viðskipti innlent 26. apríl 2021 22:00
Opnar djassbúlluna Skuggabaldur við Austurvöll í sumar Framkvæmdir eru hafnar við undirbúning opnunar nýs bars, veitinga- og tónleikastaðar við Austurvöll sem til stendur að opna í sumar. Það er enginn nýgræðingur í veitinga- og skemmtistaðabransanum sem stendur að opnun staðarins en Jón Mýrdal hefur til að mynda rekið skemmtistaðina Röntgen og Húrra. Viðskipti innlent 25. apríl 2021 17:01
Hlíðarbúar vilja smurbrauð í stað smurolíu Íbúar í Hlíðum vilja sjá veitingarekstur í gömlu smurstöðinni við Skógarhlíð og fá kaffi og kruðerí þar sem nú fæst bensín og smurolía. Á ýmist að skipta út einum svörtum vökva fyrir annan eða opna fjölorkustöð sem þjónar fýrum jafnt sem bílum. Viðskipti innlent 23. apríl 2021 20:25
Bar Ananas endurheimtir húsnæðið og opnar á ný Bar Ananas opnaði á ný í kvöld í sama húsnæði og endranær, eftir að hafa legið í dvala í þrjú ár. Barinn, sem er á horni Klapparstígs og Grettisgötu, verður með nýju sniði og í takt við tímann; náttúruvín og kokteilar á krana, segir rekstrarstjóri. Viðskipti innlent 23. apríl 2021 19:00
Domino's svarar og sendir Spaðanum sneið Orðsendingar hafa gengið á víxl á milli íslenskra flatbökurisa í dag. Lotan hófst með yfirlýsingum Þórarins Ævarssonar, stofnanda Spaðans, um að hann hefði í hyggju að setja Domino’s á hausinn á fimm árum. Viðskipti innlent 22. apríl 2021 20:13
Tilslakanir á veitingastöðum og börum Ýmsar smávægilegar breytingar voru gerðar á gildandi reglugerð heilbrigðisráðuneytisins um sóttvarnir í fyrradag. Innlent 22. apríl 2021 16:50
Ný mathöll opnar í Borgartúni á morgun „Upphaflega stóð til að opna fyrir páska en í ljósi aðstæðna ákváðum við að fresta opnuninni um stundarsakir. Í svona ástandi er enginn tími fullkominn en við ætlum að ríða á vaðið núna,“ segir Björn Bragi Arnarsson í viðtali við Vísi. Viðskipti innlent 19. apríl 2021 17:16
„Fyrir löngu búinn að reka þig ef þú værir ekki svona góður fyrir móralinn“ Pétur Jóhann Sigfússon hefur verið einn vinsælasti grínisti og leikari landsins undanfarin tuttugu ár. Lífið 19. apríl 2021 10:30
Öll sem voru á Íslenska barnum 9. apríl fari í skimun Einstaklingur sem smitaður var af kórónuveirunni sótti Íslenska barinn í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 9. apríl. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu barsins nú síðdegis þar sem gestir barsins þann daginn eru hvattir til þess að fara í skimun. Innlent 18. apríl 2021 18:12
Domino's tekur við reiðufé á ný eftir atvikið í Skúlagötu Skyndibitakeðjan Domino's er byrjuð að taka við reiðufé á ný en viðskiptavinum var lengi gert ókleift að greiða fyrir pantanir með peningum með vísan til sóttvarna. Viðskipti innlent 16. apríl 2021 12:58
Ég skal falla á kné og grátbiðja um endurmat Í dag, 15. apríl tók gildi kærkomin tilslökun á sóttvörnum í ljósi árangursins sem náðst hefur. En það er eins og veitingastaðir hafi gleymst. Skoðun 15. apríl 2021 11:30
Byrjað að rífa hlaðinn vegg á Austurvelli Byrjað var í morgun að rífa niður hlaðinn vegg og beð norðan megin á Austurvelli. Veggurinn nær allt frá veitingastaðnum Duck and Rose þar sem áður var Kaffi París austan megin að American Bar vestan megin á torginu. Innlent 14. apríl 2021 16:15
Ógnaði starfsfólki Domino's þegar hann fékk ekki að borga með reiðufé Lögregla var kölluð að útibúi Domino‘s í Skúlagötu í kvöld þegar óánægður viðskiptavinur ógnaði starfsfólki staðarins. Var sá ósáttur við að fá ekki að greiða fyrir pöntun sína með reiðufé en skyndibitakeðjan hefur ekki tekið við peningum af sóttvarnaástæðum eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. Innlent 13. apríl 2021 22:32
Söknuðu fjölskyldumatartímans á Spáni og opnuðu veitingaþjónustu Tvær fjölskyldur og spænskur kokkur kynna spænska matarmenningu fyrir sólþyrstum Íslendingum. Lífið samstarf 13. apríl 2021 14:02
Ánægjuleg einokunarstaða hjá fyrstu gullgröfurunum Þegar gengið er niður af Fagradalsfjalli að kvöldlagi er lítið um lýsingu að undanskildum höfuðljósum þeirra göngumanna sem hafa haft rænu á að muna eftir þeim mikilvæga búnaði. Um leið og afleggjarinn við Suðurstrandarveg er í augsýn sést þó loks glitta í eina almennilega upplýsta staðinn við fjallið. Innlent 12. apríl 2021 17:33
Fyrrverandi pítsusendill verður forstjóri Magnús Hafliðason hefur verið ráðinn sem forstjóri Domino's Pizza á Íslandi. Tekur hann við af Birgi Erni Birgissyni, sem hefur verið forstjóri frá árinu 2011. Magnús hefur sinnt flestum störfum innan Domino's í gegnum árin en hann hóf fyrst störf þar árið 1999 sem pítsusendill. Viðskipti innlent 12. apríl 2021 10:39
Yess er nýtt markaðstorg þar sem panta má mat og afþreyingu Yfir hundrað veitingastaðir skráðir á Yess markaðstorg en þar er hægt að panta bæði mat og aþreyingu. Samstarf 12. apríl 2021 09:15
Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Innlent 8. apríl 2021 17:34
Væri til í að sjá slakari reglur varðandi veitingastaði á landsbyggðinni „Það var aldrei planið að opna veitingastað“ segir Halla María Svansdóttir sem rekur farsæla veitingastaðinn Hjá Höllu á Grindavík sem hefur getið sér gott orð fyrir frábæran og hollan mat. Lífið 8. apríl 2021 14:32
Ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social Árásarmaðurinn á Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að maðurinn rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni. Innlent 7. apríl 2021 15:44
Greiddu 2,4 milljarða króna fyrir Domino's á Íslandi Íslenski fjárfestahópurinn sem hefur fest kaup á rekstri Domino’s á Íslandi greiddi hinu breska Domino‘s Group 2,4 milljarða króna fyrir skyndibitakeðjuna. Viðskipti innlent 7. apríl 2021 11:32
Slagsmál og læti á Sushi Social Upp úr sauð á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur um níuleytið í kvöld þegar slagsmál brutust út meðal gesta á staðnum. Þetta staðfestir Daníel Kavanagh veitingastjóri á Sushi Social í samtali við Vísi. Innlent 6. apríl 2021 22:56
Baulan til leigu Skeljungur hf. hefur auglýst Bauluna í Borgarfirði til leigu eftir að síðustu rekstraraðilar hættu þar veitingarekstri fyrr á árinu. Það er lítið um ferðamenn á svæðinu eins og er en talsmaður Skeljungs segir að félagið stefni á að koma húsnæðinu í leigu fyrir sumarið. Viðskipti innlent 6. apríl 2021 17:18