Veitingamenn ósáttir við valdmannslega heimsókn skattstjóra Útsendarar Ríkisskattstjóra mættu á nokkra vel valda veitingastaði í miðborginni í gærkvöldi og kröfðust þess að fá að sjá posastrimla. Viðskipti innlent 11. júní 2021 10:14
Skoða að færa KFC nær Akureyri Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár. Viðskipti innlent 5. júní 2021 20:00
„Það að þeir hafi viljað losa okkur út kemur svo sem ekkert á óvart“ Tæplega þrjátíu ára sögu Humarhússins við Amtmannsstíg lauk í dag þegar starfsfólk kláraði að tæma húsnæðið og skellti í lás. Eigendum veitingastaðarins var tilkynnt á fimmtudag að þeir þyrftu að yfirgefa húsið innan fjögurra daga. Viðskipti innlent 2. júní 2021 22:30
Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. Viðskipti innlent 2. júní 2021 07:50
Panta mat á 9. holu með nýrri lausn frá Dineout.is Golfarar nýttu sér nýja snertilausa pöntunarþjónustu Dineout.is á Palla Open. Samstarf 31. maí 2021 13:00
Helmingsafsláttur á Ísey Skyr Bar heyrir brátt sögunni til Viðskiptavinir Ísey Skyr Bar munu framvegis ekki fá 50 prósenta afslátt af drykkjum, söfum og skálum frá og með 1. júní þegar ný morguntilboð taka gildi. Rekstrarstjóri segir breytingarnar í samræmi við verð sem sambærilegir staðir hafa verið að bjóða upp á og þetta sé hluti af frekari breytingum á stöðunum. Neytendur 29. maí 2021 12:38
Kaupa helmingshlut í Lemon Hagar hf. og eigendur Djús ehf. hafa náð samkomulagi um kaup Haga á helmingshlut í Djús ehf., sem á og rekur veitingastaði undir merkjum Lemon. Viðskipti innlent 26. maí 2021 09:55
„Hver klukkustund gefur betur í kassann“ Veitingastaðir geta nú verið opnir klukkustund lengur en áður eftir að slakað var á sóttvarnareglum á miðnætti. Framkvæmdastjóri Petersen svítunnar í miðborg Reykjavíkur segir breytinguna skipta miklu fyrir reksturinn. Viðskipti innlent 25. maí 2021 20:18
Allt annað líf að fá að standa berskjaldaður andspænis kúnnunum Ætla má að veitingahúsa- og bareigendur landsins hafi margir hverjir séð tilefni til að gleðjast í dag yfir boðuðum tilslökunum á sóttvarnareglum. Það er Björn Árnason, eigandi Skúla Craft Bar, að minnsta kosti en hann segir það muna öllu að fá að afgreiða fólk grímulaus. Innlent 21. maí 2021 21:15
Stjörnutorg Kringlunnar mun færa sig um set Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir á þriðju hæð Kringlunnar sem munu meðal annars skila sér í nýrri mathöll, breyttu Ævintýralandi og svokölluðum búbblublómaskála. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hált til tvö ár. Viðskipti innlent 19. maí 2021 07:39
Opna kaffihús og boða mikla uppbyggingu í Reykjadal Nýtt kaffihús opnaði um liðna helgi við minni Reykjadals í Hveragerði og hefur vakið þónokkra athygli. Mikil uppbygging hefur farið fram í Reykjadal að undanförnu. Göngustígar þangað hafa verið lagfærðir og búið er að malbika vegin alveg að gönguleiðinni, og sömuleiðis malbika bílastæði sem áður voru malarlögð. Viðskipti innlent 16. maí 2021 21:01
Reglur brotnar á fjórum veitingahúsum Lögregluþjónar könnuðu sóttvarnir og leyfi á 39 veitingastöðum í miðbænum í gærkvöldi. Þar kom í ljós að á fjórum stöðum var tveggja metra reglan ekki virt, ekki bókhald yfir viðskiptavini eða enginn listi yfir starfsmenn. Innlent 15. maí 2021 07:32
Röntgen tekur við Vagninum á Flateyri í sumar Eigendur krárinnar Röntgen á Hverfisgötu taka við rekstri Vagnsins á Flateyri í júní og stefna á mikið og reglulegt skemmtanahald í sumar. Viðskipti innlent 12. maí 2021 10:40
Veitingastaðurinn Monkeys opnar í Hjartagarðinum í byrjun júlí „Breytingar hafa gengið mjög vel. Við fengum hann Leif Welding til að hjálpa okkur með hönnunina á staðnum og útkoman er virkilega skemmtileg. Staðurinn verður mjög hlýr, líflegur og spennandi. Við erum búnir að flytja inn nokkra gáma af gróðri, stólum og fullt af leikmunum sem gefa staðnum skemmtilegan karekter,“ segir Óli Már Ólason veitingamaður í samtali við Vísi. Matur 11. maí 2021 20:53
Segir almenning hliðra sóttvarnareglum til vegna langþreytu Fyrirtækjaeigendur og veitingamenn segja erfitt að viðhalda tveggja metra reglunni, nú þegar fjöldatakmarkanir hafa hækkað upp í fimmtíu manns. Fólk sé orðið langþreytt á ástandinu og vilji aukna nærveru nú þegar vorið er að ganga í garð. Innlent 11. maí 2021 10:20
Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir, annar eigandi veitingastaðarins Vefjunnar, segir fólk búið að dauðadæma fyrirtækið vegna ummæla sem Reynir Bergmann, hinn eigandi Vefjunnar og barnsfaðir hennar, lét falla fyrir helgi um mál Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. Viðskipti innlent 10. maí 2021 15:00
„Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ Atvinnulíf 9. maí 2021 08:01
Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. Atvinnulíf 8. maí 2021 10:01
Helgi Björns ætlar að opna veitingastað og skemmtistað á Hótel Borg „Ég hef haft mjög gaman af þessu og þetta hefur verið ótrúlega gott tækifæri að geta komið fram í þessu ástandi þar sem það hafa verið fá tækifæri til þess,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson um þær beinu útsendingar sem hann hefur komið að síðastliðið árið á laugardagskvöldum í Sjónvarpi Símans. Lífið 7. maí 2021 12:31
Birgitta Líf endurreisir B5 Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, hefur tekið við lyklunum að Bankastræti 5, þar sem hún er að opna nýjan skemmtistað þegar veiran leyfir. Um er að ræða endurreistan B5, en sá skemmtistaður lagði upp laupana á síðasta ári í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Viðskipti innlent 3. maí 2021 21:12
Marta segir Gísla Martein fyrrverandi prinsessu flokksins nú prinsessu RÚV Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins birtir pistil á Vísi þar sem hún skammast með miklum tilþrifum í sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni. Innlent 28. apríl 2021 14:36
Gestabækur veitingastaða Á veitingastöðum í dag hvílir skylda samkvæmt lögum að skrá gesti í númeruð sæti undir nafni, kennitölu og símanúmeri. Kveðið er á um þá skyldu í reglugerð nr. 404/2021 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið hennar er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Skoðun 28. apríl 2021 12:00
Mathöll í Pósthúsið: „Þetta verður veisla og nautn fyrir öll skynfærin“ „Við erum búnir að vera í viðræðum við húseigendur í yfir þrjú ár og núna loksins er þetta að verða að veruleika,“ segir athafnamaðurinn og hönnuðurinn Leifur Welding í viðtali við Vísi. Viðskipti innlent 27. apríl 2021 14:42
Veitingamenn líta sumarið björtum augum Sólin lét loks sjá sig víða um land í dag og landsmenn nýttu daginn til hins ítrasta. Viðskipti innlent 26. apríl 2021 22:00
Opnar djassbúlluna Skuggabaldur við Austurvöll í sumar Framkvæmdir eru hafnar við undirbúning opnunar nýs bars, veitinga- og tónleikastaðar við Austurvöll sem til stendur að opna í sumar. Það er enginn nýgræðingur í veitinga- og skemmtistaðabransanum sem stendur að opnun staðarins en Jón Mýrdal hefur til að mynda rekið skemmtistaðina Röntgen og Húrra. Viðskipti innlent 25. apríl 2021 17:01
Hlíðarbúar vilja smurbrauð í stað smurolíu Íbúar í Hlíðum vilja sjá veitingarekstur í gömlu smurstöðinni við Skógarhlíð og fá kaffi og kruðerí þar sem nú fæst bensín og smurolía. Á ýmist að skipta út einum svörtum vökva fyrir annan eða opna fjölorkustöð sem þjónar fýrum jafnt sem bílum. Viðskipti innlent 23. apríl 2021 20:25
Bar Ananas endurheimtir húsnæðið og opnar á ný Bar Ananas opnaði á ný í kvöld í sama húsnæði og endranær, eftir að hafa legið í dvala í þrjú ár. Barinn, sem er á horni Klapparstígs og Grettisgötu, verður með nýju sniði og í takt við tímann; náttúruvín og kokteilar á krana, segir rekstrarstjóri. Viðskipti innlent 23. apríl 2021 19:00
Domino's svarar og sendir Spaðanum sneið Orðsendingar hafa gengið á víxl á milli íslenskra flatbökurisa í dag. Lotan hófst með yfirlýsingum Þórarins Ævarssonar, stofnanda Spaðans, um að hann hefði í hyggju að setja Domino’s á hausinn á fimm árum. Viðskipti innlent 22. apríl 2021 20:13
Tilslakanir á veitingastöðum og börum Ýmsar smávægilegar breytingar voru gerðar á gildandi reglugerð heilbrigðisráðuneytisins um sóttvarnir í fyrradag. Innlent 22. apríl 2021 16:50
Ný mathöll opnar í Borgartúni á morgun „Upphaflega stóð til að opna fyrir páska en í ljósi aðstæðna ákváðum við að fresta opnuninni um stundarsakir. Í svona ástandi er enginn tími fullkominn en við ætlum að ríða á vaðið núna,“ segir Björn Bragi Arnarsson í viðtali við Vísi. Viðskipti innlent 19. apríl 2021 17:16