Íslensk tunga

Fréttamynd

Tungu­mála­inn­gilding fyrir okkur öll

Mikið var hressandi að horfa á fréttirnar þann 29. nóv þar sem menningar- og viðskiptaráðherra var gestur Kastljóss. Rætt var að áætlað er að a.m.k. 1,4 milljörðum verði varið í áætlun stjórnvalda til að efla íslenska tungu og meðal annars er gert ráð fyrir að auknar kröfur verði gerðar um að innflytjendur læri íslensku, auk þess sem þeir fái fleiri hvata og aukið svigrúm á vinnutíma til að fara á íslenskunámskeið.

Skoðun
Fréttamynd

Skattur á rafbíla fer í að bjarga ís­lenskunni

Aðgerðaráætlun menningarmálaráðherra gerir ráð fyrir að tæpum einum og hálfum milljarði verði veitt í aðgerðir til bjargar íslenskunni næstu þrjú ár. Í nýlegu lagafrumvarpi fjármálaráðherra er gert ráð fyrir að nýtt kílómetragjald eigi að leggjast fyrst á rafbíla.

Skoðun
Fréttamynd

Við hvað erum við hrædd?

Um daginn fékk ég tækifæri til að tala fyrir framan hóp af fólki um inngildingu í orðalagi. Þar gafst mér tækifæri til að benda á að viljum við að öll séu velkomin þurfum við að passa upp á orðræðuna okkar, að þótt hugurinn sé opinn segi að orðin ekki annað.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju ég ætti læra ís­lensku?

Ég hitti nokkuð stóran hóp innflytjenda frá mörgum löndum á fundi og hlustaði eina ferðina enn á umræðu um íslenska tungumálið sem ég hef heyrt alltof oft síðustu árin, trúið mér. Að mínu mati var niðurstaðan sú að öll væru sammála um íslenskukennslu og hvað hún er raunverulega mikilvæg fyrir börnin þeirra og þau sem foreldra.

Skoðun
Fréttamynd

Er þetta málið?

Nú er vika íslenskunnar. Markmið með henni er að auka umræðu um málefni íslenskrar tungu og fagna því sem vel er gert í þágu tungumálsins. Við fögnum degi íslenskrar tungu í 28. skipti og munu hátíðarhöldin að þessu sinni fara fram í nýju húsi íslenskunnar – Eddu.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenskan mín er ekki nógu góð

Ég er með játningu. Mér finnst alltaf eins og íslenskan mín sé ekki nógu góð. Mér finnst hún ekki nógu góð fyrir vinnufund. Hún er ekki nógu góð fyrir spjall við leikskólakennarana. Hún er ekki nógu góð til að hitta vini. Mér finnst eins og íslenskan mín hafi ekki verið nógu góð til að ég gæti farið á borgarfundina þegar ég var kjörinn sem varaborgarfulltrúi. Mér finnst hæfileikar mínir ekki nógu góðir.

Skoðun
Fréttamynd

„TEAM-Iceland er ekki ís­lenska heldur enska“

Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslensku, segir ótrúlegt og óskiljanlegt að mennta- og barnamálaráðuneytið af öllum skuli gefa verkefni, sem það stendur fyrir, enskt heiti. Þar vísar hann til verkefnisins „TEAM-Iceland“.

Innlent
Fréttamynd

Heggur sá er hlífa skyldi

Hinn 8. nóvember birtist á vef Stjórnarráðsins tilkynning frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu undir fyrirsögninni „Vinnum gullið – TEAM-Iceland til árangurs“. Í tilkynningunni segir: „TEAM-Iceland er framtíðarsýn starfshóps mennta- og barnamálaráðherra um íþrótta- og afreksmiðstöð.“ Framtíðarsýn ráðuneytisins er sem sé á ensku.

Skoðun
Fréttamynd

Þeir sem eiga að læra ís­lensku

„Enginn að tala í þátíð, Kristófer kann, enn sem komið er, bara að tala í nútíð!“ kallaði Carlos yfir vini sína í partíi í Madríd nokkrum mánuðum eftir að ég flutti þangað.

Skoðun
Fréttamynd

Hefurðu komið í „Yoda Cave“ og á „Diamond Beach“?

Ferðaþjónustan hefur setið undir nokkurri gagnrýni undanfarið vegna meintra neikvæðra áhrifa á íslenska tungu og ofnotkun ensku í starfsemi sinni. Þeirri gagnrýni hefur verið svarað af minni hálfu og fleiri meðal annars í grein hér á Visir.is, sem heitir „Er ferðaþjónustan að rústa íslenskunni“.

Skoðun
Fréttamynd

„Fokk feðraveldið“ komi pöbbum ekkert við

Ein skipuleggjenda kvennaverkfallsins segir miður að umræðan hafi eftir vel heppnað verkfall snúist um orðasambandið Fokk feðraveldið. Það sé of algengur misskilningur að feðraveldið snúist um pabba. Hún telur orðasambandið viðeigandi við slíkar aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Tungu­mála­vandi skútu­málsins

Snemma síðastliðinn þriðjudagsmorgun í Héraðsdómi Reykjaness, skömmu áður en þinghald í skútumálinu svokallaða hófst, höfðu lögmenn og verjendur orð á því að búast mætti við því að skýrslutökurnar myndu taka sinn tíma. Ástæðan má finna í tungumálaörðugleikum sem hafa einkennt málið.

Innlent
Fréttamynd

Allt stefnir í sögu­legt stór­slys

Gleðilegan mánudag, kæru vinir ritstjórans. Ný vika, ný tækifæri. Eins og fyrirsögnin ber með sér erum við í sólskinsskapi. Sturluð staðreynd: Vissuð þið að ein alræmdasta ljósmynd Íslandssögunnar er á sinn hátt ein okkar elsta falsfrétt?

Skoðun
Fréttamynd

A little trip to Vigur Island

Veðrið var með ágætum þá vikuna. Allavega samkvæmt flestum skilgreiningum, skilgreiningum þeirra sem manninn ala á landi ísa og elda og teljast flestu vanir þegar kemur að veðurfari sem fær mann til að skjálfa á beinunum og það jafnvel í sólmánuði.

Skoðun
Fréttamynd

Áfram gakk og gefum íslensku séns

Ekki er loku fyrir það skotið að þú hafir orðið þess áskynja að átakið Gefum íslensku séns-íslenskuvænt samfélag stóð að margvíslegum viðburðum í sumar sem leið. Dagskrá átaksins var nokkuð fjölbreytt. 

Skoðun
Fréttamynd

Gervi­greindin geti ekki út­rýmt þýð­endum

Storytel bað nýlega íslenskan þýðenda um að lagfæra þýðingu sem gervigreind hafði gert fyrir fyrirtækið. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að tími sé kominn til að bókmenntaheimurinn taki sig saman og ræði um afleiðingar gervigreindar.  

Menning