Evrópusambandið

Fréttamynd

Greinir í fyrsta sinn opin­ber­lega frá mann­falli

Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins.

Erlent
Fréttamynd

Hvetja til aukinnar hernaðar­upp­byggingar Evrópu

Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Ó­vissan í Evrópu

Eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 lauk kaldastríðinu og eitt stórveldi Bandaríkin varð ráðandi í heiminum. En heimurinn hefur tekið breytingum og er nú orðinn „multipolar“ með þrjú stórveldi. Í hópi þeirra eru Bandaríkin ríkust og valdamest, Kína fjölmennast og vaxandi efnahagsveldi, og loks Rússland veikara en hin tvö.

Skoðun
Fréttamynd

Tusk segir Repúblikönum að skammast sín

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir Repúblikönum í öldungadeild Bandaríkjaþings að skammast sín. Er það í kjölfar að þingmennirnir felldu frumvarp sem þeir höfðu sjálfir beðið um og komið að því að semja. Það frumvarp sneri meðal annars að hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum.

Erlent
Fréttamynd

Við­reisn hætt við ESB?

Miðað við grein Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á Vísir.is á dögunum mætti helzt halda að flokkurinn hafi gefið meginstefnumál sitt um inngöngu í Evrópusambandið upp á bátinn. Þar gagnrýndi formaðurinn umfang hins opinbera hér á landi og sagði að í ríkisstjórn yrði eitt af forgangsmálunum Viðreisnar að ganga hreint til verka í þeim efnum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað gerir Bjarni við bókun 35?

Viðbúið er að ófáir sjálfstæðismenn velti því fyrir sér eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók við utanríkisráðuneytinu hvað verði á hans vakt um frumvarp forvera hans sem kennt hefur verið við bókun 35 við EES-samninginn og ætlað er að festa það í lög að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt er hér á landi í gegnum samninginn, gangi framar almennri lagasetningu sem smíðuð er innanlands.

Skoðun
Fréttamynd

Afhúðun EES-reglna – spurning um pólitíska for­ystu

Skýrsla, sem Margrét Einarsdóttir lagaprófessor hefur unnið fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og kynnt var í morgun, sýnir svo ekki verður um villzt að svokölluð gullhúðun EES-reglna er útbreitt vandamál í stjórnkerfinu. 

Skoðun
Fréttamynd

Gull­húðunin gerir illt verra

Mikill meirihluti íþyngjandi löggjafar fyrir atvinnulífið kemur frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Dræman árangur í einföldun íþyngjandi regluverks má einkum rekja til þess að slíkt regluverk kemur aðallega frá sambandinu. Svonefnd gullhúðun, þegar regluverk er innleitt meira íþyngjandi en það kemur frá Evrópusambandinu, á sér stað í minnihluta tilfella þegar lagasetning er annars vegar.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarni felur Brynjari að leiða að­gerðir gegn gullhúðun

Utanríkisráðherra hefur skipað starfshóp um aðgerðir gegn svokallaðri gullhúðun EES-reglna. Með gullhúðun er átt við þegar stjórnvöld herða á reglum EES-gerða eða bæta við heimasmíðuðum ákvæðum í innleiðingarfrumvörp sem ekki leiða af skuldbindingum samkvæmt EES-samningnum.

Innlent
Fréttamynd

Alþjóðasamstarf í menntun setur frið í forgrunn

Alþjóðlegur dagur menntunar er haldinn hátíðlegur þann 24. janúar og að þessu sinni hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað hann námi í þágu friðar. Menntun á öllum stigum gegnir lykilhlutverki við að efla víðsýni og tryggja samstöðu milli ólíkra landa og menningarheima. Til þess þurfa skólar og einstaklingar stuðning – og þar getur erlent samstarf gert gæfumuninn.

Skoðun
Fréttamynd

Þurfum við að standa ein?

Við Íslendingar erum sem stendur að takast á við afleiðingar náttúruhamfara. Miklar hörmungar hafa dunið yfir heilt bæjarfélag og áhöld eru um hvort fólk á afturkvæmt á heimaslóðirnar í Grindavík. Í umræðunni er að ríkið kaupi upp heilt þorp og byggi jafnvel annarsstaðar.

Skoðun
Fréttamynd

Ruddust inn í ísraelska þingið meðan á­rásir á Gasa héldu á­fram

Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa.

Erlent
Fréttamynd

Evrópu­ráð­herrar funda með utan­ríkis­ráð­herrum Ísrael og Palestínu

Evrópskir utanríkisráðherrar funda í dag með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu. Fundað verður með þeim í sitthvoru lagi. Ræða á við þá á um möguleika á friði í Ísrael og Palestínu og hvernig megi koma honum á eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafnaði hugmyndum um tveggja ríkja lausn.

Erlent
Fréttamynd

Gervi­hnettir gætu tekið við símamöstrum

Íslensk stjórnvöld hafa nú til skoðunar hvort landið eigi að taka þátt í áætlun Evrópusambandsins um öryggisfjarskiptakerfi um gervihnetti. Markmið þess er að tryggja aðgengi að hraðvirkum, öruggum og hagkvæmum fjarskiptum á heimsvísu.

Innlent
Fréttamynd

„At­lants­hafs­banda­lagið er dautt“

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, er sagður hafa sagt við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að Atlantshafsbandalagið væri „dautt“.

Erlent
Fréttamynd

Kallar eftir myndun Evrópuhers

Antonio Tajani utanríkisráðherra Ítalíu kallar eftir því að Evrópusambandið myndi her til að sinna friðargæslu og afstýringu átaka. Þetta segir hann í viðtali við ítalska miðilinn La Stampa.

Erlent
Fréttamynd

Vafa­samt lög­mæti niður­fellingar per­sónu­af­sláttar ör­yrkja og elli­líf­eyris­þega sem eru bú­settir er­lendis

Ég get ekki sagt annað en að það var afskaplega lélegt af fjármálaráðuneytinu að fella niður persónuafslátt öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Rökin fyrir þessu standast ekki nánari athugun og þetta flækir eingöngu lífið hjá þessu fólki, þar sem það er verið að bæta við skriffinnsku hjá Íslenska ríkinu og auka þannig kostnað upp á milljónir króna.

Skoðun
Fréttamynd

Jacques Delors er látinn

Franski stjórnmálamaðurinn Jacques Delors, sem gegndi embætti formanns framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á níunda og tíunda áratugnum, er látinn. Hann var 98 ára gamall. 

Erlent
Fréttamynd

Herða reglur ESB um farand- og flótta­fólk

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa komist að samkomulagi um að herða reglur varðandi farand- og flóttafólk í Evrópu. Samkomulagið, sem er til komið eftir áralangar viðræður, mun hafa mikil á það hvernig unnið er úr komu farand- og flóttafólks til heimsálfunnar.

Erlent
Fréttamynd

Halda að sér höndum vegna skotfæraleysis

Úkraínskir hermenn standa frammi fyrir skorti á skotfærum fyrir stórskotalið og hafa þurft að hætta við árásir og aðrar hernaðaraðgerðir vegna þessa skorts. Úkraínskur herforingi segir að rekja megi skortinn til samdráttar í hernaðaraðstoð frá bakhjörlum Úkraínu og að hann eigi mest við skotfæri fyrir vestræn stórskotaliðsvopn.

Erlent