Ofbeldi gegn börnum Fleiri tilkynningar um ofbeldi barna Mál á borði Barnaverndar Reykjavíkur eru þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir rót í samfélaginu og samkomutakmarkanir hafa aukið öryggisleysi barna. Innlent 12.11.2020 23:31 Fjölmargar stúlkur haft samband og sagt frá dreifingu nektarmynda á netinu Rebekka Ellen Daðadóttir sem deilir reynslu sinni af stafrænu kynferðisofbeldi í nýjasta Kompás hefur stofnað síðu á Instagram þar sem hún ætlar að halda umræðunni gangandi og vonast til að geta búið til vettvang fyrir fræðslu. Innlent 9.11.2020 12:51 Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda Dæmi eru um að börn fái sjálfsvígshuganir eftir að nektarmynd af þeim fer í dreifingu á netinu. Verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins segir nokkuð algengt að börn í slíkri stöðu hafi samband. Innlent 5.11.2020 20:30 Skaðabætur frá borginni færi honum ekki barnsárin aftur Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. Innlent 5.11.2020 19:00 Vill aukna réttarvernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim er dreift Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. Innlent 5.11.2020 12:51 Kvennahrellir sleppur við gæslu Landsréttur hefur fellt úr gildi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um ofbeldi og hótanir í nánu sambandi. Þá er hann grunaður um að hafa kveikt í bíl í eigu þriðja aðila. Innlent 5.11.2020 09:10 Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. Innlent 4.11.2020 20:01 „Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. Innlent 4.11.2020 09:00 Lagaákvæði sem fangar stórfelld barnaníðsmál Umfjöllun í fréttaskýringaþættinum Kompás um barnaníðsefni og dreifingu þess að á netinu hefur eðlilega vakið óhug fólks. Flestir eiga erfitt með tilhugsunina um brot gegn börnum og þá sérstaklega að það sé veruleiki að börn séu misnotuð til að framleiða kynferðislegt myndefni. Skoðun 4.11.2020 07:00 Hafa áhyggjur af því að fólk skammist sín og tilkynni ekki um barnaníðsefni á netinu Sextíu tilkynningar um barnaníðsefni hafa borist Barnaheillum á árinu. Lögfræðingur Barnaheilla hefur áhyggjur af því að fólk veigri sér við að tilkynna um barnaníðsefni sem það verður vart við á netinu. Innlent 3.11.2020 20:31 Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. Innlent 28.10.2020 19:31 Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. Innlent 28.10.2020 13:05 Íslendingur á flótta grunaður um barnaníð handtekinn á Spáni Lögreglan á Spáni hefur handtekið íslenskan karlmann búsettan í Danmörku sem grunaður er um að hafa misnotað dóttur sína kynferðislega. Erlent 27.10.2020 21:44 „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. Innlent 27.10.2020 08:00 „Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“ Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. Innlent 23.10.2020 14:33 Dómur í kynferðisbrotamáli gegn barni ómerktur og sendur aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Landsréttar yfir manni sem hafði verið sakfelldur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar, að hafa haft barnaklám í vörslum sínum og fíkniefnalagabrot. Innlent 15.10.2020 20:48 Opna rafræna allsherjargátt vegna ofbeldis Sameiginleg rafræn gátt fyrir þolendur, gerendur og aðstandendur ofbeldis var formlega tekin í notkun í dag. Innlent 15.10.2020 12:21 Eflum þjónustu og stuðning við börn sem sætt hafa ofbeldi Erfiðleikar og áföll í samfélögum, líkt og Covid-19 faraldurinn sem við og heimurinn allur höfum glímt við lungann úr þessu ári, auka hættuna á ofbeldi gegn börnum og við höfum því miður séð aukningu í þá átt hér á landi á undanförnum mánuðum. Skoðun 9.10.2020 10:01 Íslendingur dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni í Svíþjóð Dómstóll í Solna í Svíþjóð hefur dæmt 51 árs gamlan Íslending, Ægi Sigurbjörn Jónsson, í tveggja og hálfs árs fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir kynferðisbrot gegn barn, tælingu og líkamsárás. Erlent 3.10.2020 19:30 Þegar börn beita önnur börn ofbeldi Til okkar í Foreldrahús leitar ansi breiður hópur foreldra og ungmenna þessa lands, enda erum við 34 ára gömul landssamtök og höfum sinnt málefnum barna, ungmenna og foreldra þeirra frá árinu 1986. Skoðun 1.10.2020 17:31 Íslensk börn hafa áhyggjur af kynferðislegri misnotkun á netinu Kynferðisleg misnotkun á netinu og skortur á kynfræðslu eru þau málefni sem brenna helst á íslenskum börnum og ungmennum. Barnaskýrsla um stöðu mannréttinda á Íslandi var kynnt fyrir Barnaréttanefnd Sameinuðu þjóðanna í dag og tekin þar fyrir í fyrsta sinn. Innlent 30.9.2020 18:27 60 daga fangelsi fyrir að hafa slegið á rass sjö ára drengja Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ítrekað áreitt tvo sjö ára drengi kynferðislega í ótilgreindri sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 29.9.2020 17:27 Kynferðisbrotamál á hendur starfsmanni frístundaheimilis fellt niður Mál á hendur starfsmanni frístundaheimilis sem grunaður var um að hafa brotið á tveimur börnum í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði hefur verið fellt niður. Innlent 26.9.2020 14:06 Netflix-stjarna ákærð fyrir framleiðslu barnaníðsefnis Jeremiah Harris hefur verið ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis. Erlent 17.9.2020 20:44 Ofbeldi gegn börnum þarf að lúta í lægra haldi - sama hvað það kostar Á síðasta borgarstjórnarfundi var umræða um stöðu barna í Reykjavík. Almennt er staða barna mjög góð og er það vel. En staða sumra barna er því miður önnur. Skoðun 17.9.2020 11:31 Enginn komið við sögu lögreglu fyrr en þeir voru gripnir með barnaklám Enginn þeirra fjögurra íslensku karla sem hafa verið til rannsóknar vegna vörslu barnaníðsefnis hafði komið við sögu lögreglu fyrr en málin komu upp. Innlent 15.9.2020 18:32 Fundu mörg hundruð þúsund myndir af grófu kynferðislegu ofbeldi gegn börnum Íslenskir karlmenn sem lögregla hefur rannsakað síðustu mánuði höfðu mörg hundruð þúsund myndir og myndbrot af grófu kynferðislegu ofbeldi gegn börnum í fórum sínum. Tvö málanna eru komin til ákæruvaldsins og rannsókn er á lokastigi í tveimur þeirra. Innlent 15.9.2020 13:01 Íslenskir karlmenn teknir með gríðarlegt magn barnaníðsefnis Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn barnaníðsefnis hjá íslenskum karlmönnum sem hafa verið til rannsóknar síðustu mánuði. Tvö málanna hafa verið send til ákæruvaldsins og tvö eru á lokastigi rannsóknar. Innlent 14.9.2020 18:15 Tugir milljóna til Barnahúss til að vinna niður margra mánaða biðlista Tugir milljóna verða settir í starfsemi Barnahúss svo hægt sé að vinna niður allt að fimm mánaða biðlista eftir viðtali. Mikil fjölgun mála vegna alvarlegs líkamlegs ofbeldis gegn börnum á kórónuveirutímum er ástæða langra biðlista. Innlent 14.9.2020 13:53 Margra mánaða bið í Barnahúsi fyrir börn sem brotið er á Börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Foreldrar eru í mikilli neyð. Innlent 13.9.2020 21:19 « ‹ 18 19 20 21 22 23 24 25 26 … 28 ›
Fleiri tilkynningar um ofbeldi barna Mál á borði Barnaverndar Reykjavíkur eru þegar orðin fleiri en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir rót í samfélaginu og samkomutakmarkanir hafa aukið öryggisleysi barna. Innlent 12.11.2020 23:31
Fjölmargar stúlkur haft samband og sagt frá dreifingu nektarmynda á netinu Rebekka Ellen Daðadóttir sem deilir reynslu sinni af stafrænu kynferðisofbeldi í nýjasta Kompás hefur stofnað síðu á Instagram þar sem hún ætlar að halda umræðunni gangandi og vonast til að geta búið til vettvang fyrir fræðslu. Innlent 9.11.2020 12:51
Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda Dæmi eru um að börn fái sjálfsvígshuganir eftir að nektarmynd af þeim fer í dreifingu á netinu. Verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins segir nokkuð algengt að börn í slíkri stöðu hafi samband. Innlent 5.11.2020 20:30
Skaðabætur frá borginni færi honum ekki barnsárin aftur Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. Innlent 5.11.2020 19:00
Vill aukna réttarvernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim er dreift Dómsmálaráðherra segir núverandi löggjöf veita aðeins brotakennda réttarvernd þegar kemur að kynferðisbrotum sem framin eru með stafrænum hætti. Hún mun mæla fyrir frumvarpi í næstu viku sem felur meðal annars í sér aukna vernd þeirra sem verða fyrir því að nektarmyndum af þeim sé dreift. Innlent 5.11.2020 12:51
Kvennahrellir sleppur við gæslu Landsréttur hefur fellt úr gildi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um ofbeldi og hótanir í nánu sambandi. Þá er hann grunaður um að hafa kveikt í bíl í eigu þriðja aðila. Innlent 5.11.2020 09:10
Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. Innlent 4.11.2020 20:01
„Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. Innlent 4.11.2020 09:00
Lagaákvæði sem fangar stórfelld barnaníðsmál Umfjöllun í fréttaskýringaþættinum Kompás um barnaníðsefni og dreifingu þess að á netinu hefur eðlilega vakið óhug fólks. Flestir eiga erfitt með tilhugsunina um brot gegn börnum og þá sérstaklega að það sé veruleiki að börn séu misnotuð til að framleiða kynferðislegt myndefni. Skoðun 4.11.2020 07:00
Hafa áhyggjur af því að fólk skammist sín og tilkynni ekki um barnaníðsefni á netinu Sextíu tilkynningar um barnaníðsefni hafa borist Barnaheillum á árinu. Lögfræðingur Barnaheilla hefur áhyggjur af því að fólk veigri sér við að tilkynna um barnaníðsefni sem það verður vart við á netinu. Innlent 3.11.2020 20:31
Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. Innlent 28.10.2020 19:31
Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. Innlent 28.10.2020 13:05
Íslendingur á flótta grunaður um barnaníð handtekinn á Spáni Lögreglan á Spáni hefur handtekið íslenskan karlmann búsettan í Danmörku sem grunaður er um að hafa misnotað dóttur sína kynferðislega. Erlent 27.10.2020 21:44
„Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. Innlent 27.10.2020 08:00
„Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“ Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. Innlent 23.10.2020 14:33
Dómur í kynferðisbrotamáli gegn barni ómerktur og sendur aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Landsréttar yfir manni sem hafði verið sakfelldur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar, að hafa haft barnaklám í vörslum sínum og fíkniefnalagabrot. Innlent 15.10.2020 20:48
Opna rafræna allsherjargátt vegna ofbeldis Sameiginleg rafræn gátt fyrir þolendur, gerendur og aðstandendur ofbeldis var formlega tekin í notkun í dag. Innlent 15.10.2020 12:21
Eflum þjónustu og stuðning við börn sem sætt hafa ofbeldi Erfiðleikar og áföll í samfélögum, líkt og Covid-19 faraldurinn sem við og heimurinn allur höfum glímt við lungann úr þessu ári, auka hættuna á ofbeldi gegn börnum og við höfum því miður séð aukningu í þá átt hér á landi á undanförnum mánuðum. Skoðun 9.10.2020 10:01
Íslendingur dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni í Svíþjóð Dómstóll í Solna í Svíþjóð hefur dæmt 51 árs gamlan Íslending, Ægi Sigurbjörn Jónsson, í tveggja og hálfs árs fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir kynferðisbrot gegn barn, tælingu og líkamsárás. Erlent 3.10.2020 19:30
Þegar börn beita önnur börn ofbeldi Til okkar í Foreldrahús leitar ansi breiður hópur foreldra og ungmenna þessa lands, enda erum við 34 ára gömul landssamtök og höfum sinnt málefnum barna, ungmenna og foreldra þeirra frá árinu 1986. Skoðun 1.10.2020 17:31
Íslensk börn hafa áhyggjur af kynferðislegri misnotkun á netinu Kynferðisleg misnotkun á netinu og skortur á kynfræðslu eru þau málefni sem brenna helst á íslenskum börnum og ungmennum. Barnaskýrsla um stöðu mannréttinda á Íslandi var kynnt fyrir Barnaréttanefnd Sameinuðu þjóðanna í dag og tekin þar fyrir í fyrsta sinn. Innlent 30.9.2020 18:27
60 daga fangelsi fyrir að hafa slegið á rass sjö ára drengja Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ítrekað áreitt tvo sjö ára drengi kynferðislega í ótilgreindri sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 29.9.2020 17:27
Kynferðisbrotamál á hendur starfsmanni frístundaheimilis fellt niður Mál á hendur starfsmanni frístundaheimilis sem grunaður var um að hafa brotið á tveimur börnum í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði hefur verið fellt niður. Innlent 26.9.2020 14:06
Netflix-stjarna ákærð fyrir framleiðslu barnaníðsefnis Jeremiah Harris hefur verið ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis. Erlent 17.9.2020 20:44
Ofbeldi gegn börnum þarf að lúta í lægra haldi - sama hvað það kostar Á síðasta borgarstjórnarfundi var umræða um stöðu barna í Reykjavík. Almennt er staða barna mjög góð og er það vel. En staða sumra barna er því miður önnur. Skoðun 17.9.2020 11:31
Enginn komið við sögu lögreglu fyrr en þeir voru gripnir með barnaklám Enginn þeirra fjögurra íslensku karla sem hafa verið til rannsóknar vegna vörslu barnaníðsefnis hafði komið við sögu lögreglu fyrr en málin komu upp. Innlent 15.9.2020 18:32
Fundu mörg hundruð þúsund myndir af grófu kynferðislegu ofbeldi gegn börnum Íslenskir karlmenn sem lögregla hefur rannsakað síðustu mánuði höfðu mörg hundruð þúsund myndir og myndbrot af grófu kynferðislegu ofbeldi gegn börnum í fórum sínum. Tvö málanna eru komin til ákæruvaldsins og rannsókn er á lokastigi í tveimur þeirra. Innlent 15.9.2020 13:01
Íslenskir karlmenn teknir með gríðarlegt magn barnaníðsefnis Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn barnaníðsefnis hjá íslenskum karlmönnum sem hafa verið til rannsóknar síðustu mánuði. Tvö málanna hafa verið send til ákæruvaldsins og tvö eru á lokastigi rannsóknar. Innlent 14.9.2020 18:15
Tugir milljóna til Barnahúss til að vinna niður margra mánaða biðlista Tugir milljóna verða settir í starfsemi Barnahúss svo hægt sé að vinna niður allt að fimm mánaða biðlista eftir viðtali. Mikil fjölgun mála vegna alvarlegs líkamlegs ofbeldis gegn börnum á kórónuveirutímum er ástæða langra biðlista. Innlent 14.9.2020 13:53
Margra mánaða bið í Barnahúsi fyrir börn sem brotið er á Börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Foreldrar eru í mikilli neyð. Innlent 13.9.2020 21:19
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent