Hryðjuverk í London Kemst ekki í íbúðina sína "Ég er eiginlega stressaðri núna heldur en fyrir tveimur vikum því þá vissi ég ekkert hvað var að gerast. Nú fór ég hins vegar strax að hugsa um um 7. júlí," segir Ragnhildur Bjarnadóttir, íbúi í Lundúnum. Erlent 13.10.2005 19:33 Sjö verið handteknir í Pakistan Lögreglan í Pakistan hefur handtekið sjö menn sem taldir eru tengjast hryðjuverkunum á London á einn eða annan hátt. Einn mannanna, sem handtekinn var í gær, er talinn hafa rætt við einn árásarmannanna aðeins fáeinum klukkutímum fyrir árásirnar. Erlent 13.10.2005 19:33 Lestarstöðvar í Lundúnum rýmdar Neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum var rýmd rétt í þessu og má sjá reyk leggja frá lest, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í borginni. SKY greinir nú frá því að röð atvika hafi átt sér stað í borginni á síðustu mínútum en ekki er ljóst hvað gerðist. Erlent 13.10.2005 19:33 Tilraun til sjálfsmorðsárása? Naglasprengja var sprengd við eða í neðanjarðarlest við Warren Street lestarstöðina í London, samkvæmt óstaðfestum fregnum. Nú hafa borist fregnir af einhvers konar atvikum í almenningssamgöngum í borginni og segja fréttamenn Sky-fréttastöðvarinnar að ýmislegt bendi til þess að reynt hafi verið að gera fjórar sjálfsmorðsárásir. Ferðir þriggja leiða neðanjarðarlesta hafa verið stöðvaðar. Erlent 13.10.2005 19:33 Aðeins til að hræða Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði á blaðamannafundi sem hann hélt í dag að árásirnar hefðu verið gerðar til að hræða fólk. Hann sagði mikilvægt að Lundúnarbúar héldu ró sinni. Erlent 13.10.2005 19:33 Blair ávarpar bresku þjóðina Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa bresku þjóðina klukkan fimmtán mínútur yfir tvö að íslenskum tíma vegna atburðanna í London í dag, að sögn Sky-fréttastöðvarinnar. Staðfest hefur verið að fjórar sprengjuárásir, eða tilraun til árása, hafi verið gerðar víðs vegar um borgina um hádegisbilið, nokkru minni en þær gerðar voru fyrir tveimur vikum. Erlent 13.10.2005 19:33 Ekkert mannfall í árásunum Hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn í Lundúnum í dag, réttum hálfum mánuði eftir að fimmtíu og sex voru drepnir í árásum í borginni. Ekkert mannfall varð hins vegar í dag en atburðirnir sýna að hvorki öryggisgæsla né eftirlit getur með öllu komið í veg fyrir hryðjuverk. Erlent 13.10.2005 19:33 Vísbendingar um hermikrákuárásir Fjórar hryðjuverkaárásir eða tilraunir til árása voru gerðar í Lundúnum um hádegisbilið í dag og fyrir nokkrum mínútum girtu lögreglumenn University College sjúkrahúsið af. Ýmislegt bendir til þess að hermikrákur hafi verið á ferð. Erlent 13.10.2005 19:33 Miklar tafir á lestarkerfinu Lilja Valdimarsdóttir millilenti í London í morgun og náði fréttastofan tali af henni þar sem hún var stödd við Paddington-stöðina. Hún segir miklar tafir hafa verið á lestarkerfinu vegna lokunar á nokkrum leiðum. Hryðjuverkaárasir voru gerðar á þrjár lestir og strætisvagn í London í dag, hálfum mánuði eftir að fimmtíu og sex voru drepnir í árásum í borginni. Erlent 13.10.2005 19:33 Árásirnar eiga að skelfa fólk Tony Blair sagðist eftir sprengingarnar í gær vonast til að lífið í Lundúnum kæmist fljótlega í samt lag á ný. Lögregla handtók mann í námunda við Downing-stræti 10, rétt fyrir blaðamannafund Blair. Erlent 13.10.2005 19:33 Einn staðfestur slasaður Enn hefur aðeins verið staðfest að einn sé slasaður eftir „atvikin“, eins og það hefur verið nefnt, í London. Sá var staddur á Warren Street lestarstöðinni. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin kunna að vera. Erlent 13.10.2005 19:33 Sprenging í bakpoka Götum í nánd við Warren Street neðanjarðarlestarstöðina í London hefur verið lokað og lögregla segir fólki að yfirgefa svæðið. Sömu sögu er að segja í nánd við Oval-stöðina og þar hafa byggingar í grennd einnig verið rýmdar. Sjónarvottur greinir frá því að sprenging hafi orðið í bakpoka hjá manni í einum neðanjarðarlestarvagninum en hún er sögð hafa orðið minniháttar. Erlent 13.10.2005 19:33 Meintur forsprakki handtekinn Pakistanska lögreglan hefur mann í haldi sem hún segir hafa átt beinan þátt í sprengjutilræðunum í Lundúnum 7. júlí. Erlent 13.10.2005 19:33 Eftirlit á innra svæðinu Dóms- og kirkjumálaráðuneytið vekur athygli á því að Frakkar og Ítalir hafa ákveðið að taka upp landamæraeftirlit á innri landamærum aðildarríkja Schengen-samningsins. Ferðamenn sem og aðrir geta því vænst þess að þurfa að sæta vegabréfaeftirliti við komu og brottför frá Frakklandi og Ítalíu. Erlent 13.10.2005 19:33 Handtekinn vegna Londonárásanna Pakistanskar öryggissveitir handtóku í morgun breskan múslima sem talinn er tengjast hryðjuverkaárásunum á London. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmönnum innan öryggissveitanna en yfirvöld í Pakistan hafa ekki enn staðfest að þetta sé rétt. Erlent 13.10.2005 19:32 Aukið landamæraeftirlit í Evrópu Bæði Frakkar og Ítalir hafa í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Lundúnum á dögunum ákveðið að taka upp landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins. Ferðamenn og aðrir geta því búist við því að þurfa að sæta vegabréfaeftirliti við komu og brottför frá þessum löndum Erlent 13.10.2005 19:33 Bretum að kenna segja múslímar Hryðjuverkaárásirnar á Lundúnir eru bresku stjórninni og almenningi í Bretlandi að kenna. Þetta segja forsvarsmenn róttækra múslíma á Bretlandi. Erlent 13.10.2005 19:33 Aðgerðarsveitir gegn öfgaöflum Tony Blair hitti forystumenn breskra múslima í gær og boðaði í kjölfarið til stofnunar aðgerðasveita sem uppræta eiga "illa hugmyndafræði". Erlent 13.10.2005 19:32 Stuðningur við Íraksstríðið ástæða Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverka árásunum á Lundúni. Samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian telur minna en þriðjungur Breta að árásirnar hafi ekkert með Íraksstríðið að gera. Þá telja þrír af hverjum fjórum líklegt að fleiri árásir af þessum toga verði gerðar á Bretland í nánustu framtíð. Erlent 13.10.2005 19:32 Tengja árásir stríðsrekstri Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverkaárásunum á Lundúnir, samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian sem birt var í morgun. Erlent 13.10.2005 19:32 Leyniþjónustan grunlaus Breska leyniþjónustan komst að þeirri niðurstöðu aðeins mánuði fyrir árásirnar í London að enginn hópur hefði bæði getu og vilja til að gera stóra hryðjuverkaárás á Bretland. Þetta kemur fram í dagblaðinu New York Times í dag, þar sem vitnað er í trúnaðarskýrslu leyniþjónustunnar. Í kjölfarið var hættuástand lækkað um eitt þrep. Yfirmenn leyniþjónustunnar neita að tjá sig um málið. Erlent 13.10.2005 19:32 Ásakanir um andvaraleysi MI5 Vangaveltur um hvort bresk yfirvöld hefðu sofið á verðinum færðust í aukana í gær, eftir að sagt var frá því í fjölmiðlum að innanríkisleyniþjónustan MI5 hefði tekið til athugunar að minnsta kosti einn mannanna fjögurra sem frömdu sprengjutilræðin í London þann 7. júlí. Erlent 13.10.2005 19:32 Bresk yfirvöld sofandi á verðinum Chatham-house rannsóknarstofnunin sendi í gærkvöldi frá sér skýrslu, þar sem fullyrt er að stríðið í Írak hafi aukið stuðning við al-Qaeda og auðveldað bæði nýliðun og fjáröflun. Bretland væri fyrir vikið í meiri hættu en ella og tapaði á því að hafa fylgt Bandaríkjamönnum að máli. Það hafi reynst dýrt, bæði í mannslífum talið og einnig þegar litið væri til hryðjuverkavarna. Erlent 13.10.2005 19:32 Fjórmenningarnir leiddir í gildru? Grunur leikur á að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu sig í loft upp í London í síðustu viku, hafi verið leiddir í gildru. Þetta kemur fram í norska dagblaðinu <em>Aftenposten</em>. Erlent 13.10.2005 19:31 Mynd af hryðjuverkamönnunum Breska lögreglan hefur birt mynd úr eftirlitsmyndavél sem sýnir mennina fjóra sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir sjálfsmorðsárásunum í Lundúnum í síðustu viku. Myndin er tekin á lestarstöðinni Luton, stuttu áður en árásirnar voru gerðar. Erlent 13.10.2005 19:31 Flest bendir til tengsla al-Kaída Hryðjuverkamaður frá al-Kaída í haldi Bandaríkjamanna hefur borið kennsl á Mohammed Sidique Khan, einn fjórmenninganna sem taldir eru bera ábyrgð á sprengingum sem urðu 55 að bana í Lundúnum. Erlent 13.10.2005 19:32 Ætluðu ekki að deyja sjálfir Hryðjuverkamennirnir sem sprengdu sjálfa sig, lestarnar og strætisvagninn í London þann 7. júlí, voru leiddir í gildru. Þeir ætluðu sér aldrei að deyja sjálfir heldur skilja eftir sprengjurnar og fara. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag. Erlent 13.10.2005 19:32 Pakistönum ekki um að kenna Bretar ættu ekki að saka erlendar þjóðir um að hafa áhrif á árásarmennina í Lundúnum, segir sendiherra Pakistana hjá Sameinuðu þjóðunum. Þrír af mönnunum sem taldir eru bera ábyrgð á hryðjuverkunum í borginni sjöunda júlí eru af pakistönskum uppruna og einn sótti þar trúarlegan skóla að því er fram kemur á fréttavef BBC. Erlent 13.10.2005 19:32 Deilt um sekt efnafræðingsins Deilt er um hvort maðurinn sem handtekinn var í Kaíró í gær sé einn skipuleggjenda hryðjuverkanna í London. Lögreglan í Bretlandi telur að svo sé en innanríkisráðherra Egyptalands segir það af og frá. Erlent 13.10.2005 19:31 Ekki talinn tengjast Al-Qaida Egypski efnafræðingurinn sem handtekinn var í Kaíró í Egyptalandi í gær er ekki talinn tengjast Al-Qaida hryðjuverkasamtökunum að sögn egypskra dagblaða. Tala látinna eftir sprengingarnar í London er nú komin í fimmtíu og fimm. Erlent 13.10.2005 19:31 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 … 9 ›
Kemst ekki í íbúðina sína "Ég er eiginlega stressaðri núna heldur en fyrir tveimur vikum því þá vissi ég ekkert hvað var að gerast. Nú fór ég hins vegar strax að hugsa um um 7. júlí," segir Ragnhildur Bjarnadóttir, íbúi í Lundúnum. Erlent 13.10.2005 19:33
Sjö verið handteknir í Pakistan Lögreglan í Pakistan hefur handtekið sjö menn sem taldir eru tengjast hryðjuverkunum á London á einn eða annan hátt. Einn mannanna, sem handtekinn var í gær, er talinn hafa rætt við einn árásarmannanna aðeins fáeinum klukkutímum fyrir árásirnar. Erlent 13.10.2005 19:33
Lestarstöðvar í Lundúnum rýmdar Neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum var rýmd rétt í þessu og má sjá reyk leggja frá lest, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í borginni. SKY greinir nú frá því að röð atvika hafi átt sér stað í borginni á síðustu mínútum en ekki er ljóst hvað gerðist. Erlent 13.10.2005 19:33
Tilraun til sjálfsmorðsárása? Naglasprengja var sprengd við eða í neðanjarðarlest við Warren Street lestarstöðina í London, samkvæmt óstaðfestum fregnum. Nú hafa borist fregnir af einhvers konar atvikum í almenningssamgöngum í borginni og segja fréttamenn Sky-fréttastöðvarinnar að ýmislegt bendi til þess að reynt hafi verið að gera fjórar sjálfsmorðsárásir. Ferðir þriggja leiða neðanjarðarlesta hafa verið stöðvaðar. Erlent 13.10.2005 19:33
Aðeins til að hræða Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði á blaðamannafundi sem hann hélt í dag að árásirnar hefðu verið gerðar til að hræða fólk. Hann sagði mikilvægt að Lundúnarbúar héldu ró sinni. Erlent 13.10.2005 19:33
Blair ávarpar bresku þjóðina Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa bresku þjóðina klukkan fimmtán mínútur yfir tvö að íslenskum tíma vegna atburðanna í London í dag, að sögn Sky-fréttastöðvarinnar. Staðfest hefur verið að fjórar sprengjuárásir, eða tilraun til árása, hafi verið gerðar víðs vegar um borgina um hádegisbilið, nokkru minni en þær gerðar voru fyrir tveimur vikum. Erlent 13.10.2005 19:33
Ekkert mannfall í árásunum Hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn í Lundúnum í dag, réttum hálfum mánuði eftir að fimmtíu og sex voru drepnir í árásum í borginni. Ekkert mannfall varð hins vegar í dag en atburðirnir sýna að hvorki öryggisgæsla né eftirlit getur með öllu komið í veg fyrir hryðjuverk. Erlent 13.10.2005 19:33
Vísbendingar um hermikrákuárásir Fjórar hryðjuverkaárásir eða tilraunir til árása voru gerðar í Lundúnum um hádegisbilið í dag og fyrir nokkrum mínútum girtu lögreglumenn University College sjúkrahúsið af. Ýmislegt bendir til þess að hermikrákur hafi verið á ferð. Erlent 13.10.2005 19:33
Miklar tafir á lestarkerfinu Lilja Valdimarsdóttir millilenti í London í morgun og náði fréttastofan tali af henni þar sem hún var stödd við Paddington-stöðina. Hún segir miklar tafir hafa verið á lestarkerfinu vegna lokunar á nokkrum leiðum. Hryðjuverkaárasir voru gerðar á þrjár lestir og strætisvagn í London í dag, hálfum mánuði eftir að fimmtíu og sex voru drepnir í árásum í borginni. Erlent 13.10.2005 19:33
Árásirnar eiga að skelfa fólk Tony Blair sagðist eftir sprengingarnar í gær vonast til að lífið í Lundúnum kæmist fljótlega í samt lag á ný. Lögregla handtók mann í námunda við Downing-stræti 10, rétt fyrir blaðamannafund Blair. Erlent 13.10.2005 19:33
Einn staðfestur slasaður Enn hefur aðeins verið staðfest að einn sé slasaður eftir „atvikin“, eins og það hefur verið nefnt, í London. Sá var staddur á Warren Street lestarstöðinni. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin kunna að vera. Erlent 13.10.2005 19:33
Sprenging í bakpoka Götum í nánd við Warren Street neðanjarðarlestarstöðina í London hefur verið lokað og lögregla segir fólki að yfirgefa svæðið. Sömu sögu er að segja í nánd við Oval-stöðina og þar hafa byggingar í grennd einnig verið rýmdar. Sjónarvottur greinir frá því að sprenging hafi orðið í bakpoka hjá manni í einum neðanjarðarlestarvagninum en hún er sögð hafa orðið minniháttar. Erlent 13.10.2005 19:33
Meintur forsprakki handtekinn Pakistanska lögreglan hefur mann í haldi sem hún segir hafa átt beinan þátt í sprengjutilræðunum í Lundúnum 7. júlí. Erlent 13.10.2005 19:33
Eftirlit á innra svæðinu Dóms- og kirkjumálaráðuneytið vekur athygli á því að Frakkar og Ítalir hafa ákveðið að taka upp landamæraeftirlit á innri landamærum aðildarríkja Schengen-samningsins. Ferðamenn sem og aðrir geta því vænst þess að þurfa að sæta vegabréfaeftirliti við komu og brottför frá Frakklandi og Ítalíu. Erlent 13.10.2005 19:33
Handtekinn vegna Londonárásanna Pakistanskar öryggissveitir handtóku í morgun breskan múslima sem talinn er tengjast hryðjuverkaárásunum á London. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmönnum innan öryggissveitanna en yfirvöld í Pakistan hafa ekki enn staðfest að þetta sé rétt. Erlent 13.10.2005 19:32
Aukið landamæraeftirlit í Evrópu Bæði Frakkar og Ítalir hafa í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Lundúnum á dögunum ákveðið að taka upp landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen-svæðisins. Ferðamenn og aðrir geta því búist við því að þurfa að sæta vegabréfaeftirliti við komu og brottför frá þessum löndum Erlent 13.10.2005 19:33
Bretum að kenna segja múslímar Hryðjuverkaárásirnar á Lundúnir eru bresku stjórninni og almenningi í Bretlandi að kenna. Þetta segja forsvarsmenn róttækra múslíma á Bretlandi. Erlent 13.10.2005 19:33
Aðgerðarsveitir gegn öfgaöflum Tony Blair hitti forystumenn breskra múslima í gær og boðaði í kjölfarið til stofnunar aðgerðasveita sem uppræta eiga "illa hugmyndafræði". Erlent 13.10.2005 19:32
Stuðningur við Íraksstríðið ástæða Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverka árásunum á Lundúni. Samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian telur minna en þriðjungur Breta að árásirnar hafi ekkert með Íraksstríðið að gera. Þá telja þrír af hverjum fjórum líklegt að fleiri árásir af þessum toga verði gerðar á Bretland í nánustu framtíð. Erlent 13.10.2005 19:32
Tengja árásir stríðsrekstri Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverkaárásunum á Lundúnir, samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian sem birt var í morgun. Erlent 13.10.2005 19:32
Leyniþjónustan grunlaus Breska leyniþjónustan komst að þeirri niðurstöðu aðeins mánuði fyrir árásirnar í London að enginn hópur hefði bæði getu og vilja til að gera stóra hryðjuverkaárás á Bretland. Þetta kemur fram í dagblaðinu New York Times í dag, þar sem vitnað er í trúnaðarskýrslu leyniþjónustunnar. Í kjölfarið var hættuástand lækkað um eitt þrep. Yfirmenn leyniþjónustunnar neita að tjá sig um málið. Erlent 13.10.2005 19:32
Ásakanir um andvaraleysi MI5 Vangaveltur um hvort bresk yfirvöld hefðu sofið á verðinum færðust í aukana í gær, eftir að sagt var frá því í fjölmiðlum að innanríkisleyniþjónustan MI5 hefði tekið til athugunar að minnsta kosti einn mannanna fjögurra sem frömdu sprengjutilræðin í London þann 7. júlí. Erlent 13.10.2005 19:32
Bresk yfirvöld sofandi á verðinum Chatham-house rannsóknarstofnunin sendi í gærkvöldi frá sér skýrslu, þar sem fullyrt er að stríðið í Írak hafi aukið stuðning við al-Qaeda og auðveldað bæði nýliðun og fjáröflun. Bretland væri fyrir vikið í meiri hættu en ella og tapaði á því að hafa fylgt Bandaríkjamönnum að máli. Það hafi reynst dýrt, bæði í mannslífum talið og einnig þegar litið væri til hryðjuverkavarna. Erlent 13.10.2005 19:32
Fjórmenningarnir leiddir í gildru? Grunur leikur á að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu sig í loft upp í London í síðustu viku, hafi verið leiddir í gildru. Þetta kemur fram í norska dagblaðinu <em>Aftenposten</em>. Erlent 13.10.2005 19:31
Mynd af hryðjuverkamönnunum Breska lögreglan hefur birt mynd úr eftirlitsmyndavél sem sýnir mennina fjóra sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir sjálfsmorðsárásunum í Lundúnum í síðustu viku. Myndin er tekin á lestarstöðinni Luton, stuttu áður en árásirnar voru gerðar. Erlent 13.10.2005 19:31
Flest bendir til tengsla al-Kaída Hryðjuverkamaður frá al-Kaída í haldi Bandaríkjamanna hefur borið kennsl á Mohammed Sidique Khan, einn fjórmenninganna sem taldir eru bera ábyrgð á sprengingum sem urðu 55 að bana í Lundúnum. Erlent 13.10.2005 19:32
Ætluðu ekki að deyja sjálfir Hryðjuverkamennirnir sem sprengdu sjálfa sig, lestarnar og strætisvagninn í London þann 7. júlí, voru leiddir í gildru. Þeir ætluðu sér aldrei að deyja sjálfir heldur skilja eftir sprengjurnar og fara. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag. Erlent 13.10.2005 19:32
Pakistönum ekki um að kenna Bretar ættu ekki að saka erlendar þjóðir um að hafa áhrif á árásarmennina í Lundúnum, segir sendiherra Pakistana hjá Sameinuðu þjóðunum. Þrír af mönnunum sem taldir eru bera ábyrgð á hryðjuverkunum í borginni sjöunda júlí eru af pakistönskum uppruna og einn sótti þar trúarlegan skóla að því er fram kemur á fréttavef BBC. Erlent 13.10.2005 19:32
Deilt um sekt efnafræðingsins Deilt er um hvort maðurinn sem handtekinn var í Kaíró í gær sé einn skipuleggjenda hryðjuverkanna í London. Lögreglan í Bretlandi telur að svo sé en innanríkisráðherra Egyptalands segir það af og frá. Erlent 13.10.2005 19:31
Ekki talinn tengjast Al-Qaida Egypski efnafræðingurinn sem handtekinn var í Kaíró í Egyptalandi í gær er ekki talinn tengjast Al-Qaida hryðjuverkasamtökunum að sögn egypskra dagblaða. Tala látinna eftir sprengingarnar í London er nú komin í fimmtíu og fimm. Erlent 13.10.2005 19:31