

Jeremy Corbyn tekst enn á við meinta gyðingaandúð sem sögð er rótgróin í breska Verkamannaflokknum. Þrír úr lávarðadeild breska þingsins sögðu sig úr flokknum í gær. Illa hefur gengið hjá Corbyn að taka á málinu. Hefur sjálfur komist í klandur vegna gamalla ummæla sinna um Hamas-samtökin.
Skrautfuglinn John Daly verður ekki á meðal þátttakenda á Opna breska meistaramótinu í golfi.
Fyrstu sjónvarpskappræður leiðtogaefna Íhaldsflokksins fóru fram í kvöld. Greindi frambjóðendunum tveimur á um Brexit og samskiptin við Bandaríkin.
Christopher Steele, breskur fyrrverandi njósnari, er sagður hafa veitt innri endurskoðendum bandaríska dómsmálaráðuneytisins nýjar og mikilvægar upplýsingar um upphaf Rússarannsóknarinnar svonefndu.
Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017.
Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar.
Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday.
Serena Williams þarf að borga tæp átta þúsund pund, sem nemur rúmlega 1,2 milljónum króna, í sekt fyrir að skemma völl á Wimbledon.
Ákveðið hefur verið að hækka sigurlaunin á Opna breska kvenna í golfi.
Bretar eru að eignast mikla hlaupastjörnu í hinni átján ára gömlu Amy Hunt sem setti athyglisvert met á dögunum.
Tölvuþrjótar stálu persónuupplýsingum um hálfrar milljónar farþega breska flugfélagsins.
Breskir þingmenn úr bæði Íhaldsflokki og Verkamannaflokki sögðust í gær vera að leita leiða til þess að koma í veg fyrir að næsti forsætisráðherra beiti sér fyrir samningslausri útgöngu úr Evrópusambandinu, þvert gegn vilja þingsins.
Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa.
Archie fæddist þann 6. maí síðastliðinn.
Stjórnvöld í Íran foxill vegna kyrrsetningar olíuflutningaskips við Gíbraltar. Ráðgjafi æðstaklerks hótar kyrrsetningu bresks skips á móti. Segja að aðgerðin hafi verið sjórán.
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir skaðabótagreiðslu sem SSP fá greidda verið notuð til uppbygginga á starfseminni. Hann segir hana koma sér vel til að standa strauma af lögmannskostnaði sem kann að fylgja framsalsmáli Julian Assange en það verður tekið til meðferðar í Bretlandi í lok febrúar á næsta ári.
Coco Gauff er komin áfram í þriðju umferð Wimbledon risamótsins í tennis eftir sinn annan sigur í röð.
Nýjasti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar, Archie Harrison Mountbatten-Windsor, sonur Harry Bretaprins og Meghan Markle eiginkonu hans, verður skírður um komandi helgi í Windsor.
Innan við fimmti hver kjósandi styður Verkamannaflokk Jeremys Corbyn. Síðast þegar fylgið var svo lágt hafði flokkurinn setið í ríkisstjórn í tólf ár og glímdi við afleiðingar fjármálakreppunnar.
George Osborne, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur sýnt því áhuga á að taka við sem framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Umræðan um Bretland hefur á síðustu misserum eðlilega snúist mikið um "Brexit“ og það pólitíska drama sem því fylgir. Við getum öll haft okkar skoðanir á þróun mála í sambandi við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en það er mikilvægt að setja hlutina í samhengi.
Milljónir manna í Bretlandi horfu á undanúrslitaleik Englands og Bandaríkjanna á HM í Frakklandi í gærkvöldi.
Haya prinsessa er sögð fela sig í London þar sem hún óttist um líf sitt.
Á meðal nýrra æðstu embættismanna Evrópusambandsins er ágreiningur um hvernig eigi að nálgast úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu.
Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir opinberri rannsókn á tildrögum fréttar sem birtist í dagblaðinu The Times um að hann sé of veikburða til að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands.
Malayopython reticulatus er ein af fáum snákategundum sem vitað er til að hafi banað mannfólki.
Maðurinn er talinn hafa falist í lendingarbúnaðarrými vélarinnar.
Hann væri tilbúinn til að útskýra þetta fyrir eigendum fyrirtækja sem færu í gjaldþrot.
Ungverska félagið Wizz air dregur saman seglin í flugferðum milli London og Keflavíkur.
Ófrísk kona á þrítugsaldri á var stungin í bænum Croydon í suðurhluta London aðfaranótt laugardags. Konan er látin en barnið liggur nú þungt haldið á spítala.