Myndlist

Fréttamynd

Furðufluga vekur athygli í Kringlunni

Risastór furðufluga hefur vakið athygli gesta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar í dag. Um er að ræða fjögurra metra listaverk eftir myndlistarnema í Listaháskólanum.

Lífið
Fréttamynd

Listaverk sem fagna nýju lífi

Kristín Morthens vann verk á nýrri sýningu sinni út frá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu. Sýningin opnaði síðastliðna helgi í NORR11 í samvinnu við Listval og heitir Að snerta uppsprettu.

Menning
Fréttamynd

Listræn upplifun fyrir blinda, full sjáandi og öll þar á milli

Á degi hvíta stafsins síðastliðinn laugardag opnaði myndlistarsýningin Skynleikar á Hafnartorgi. Sýningin er unnin í samstarfi við Blindrafélagið með það að markmiði að virkja öll skynfæri líkamans og að leyfa blindum, full sjáandi og öllum þar á milli að upplifa myndlist á jöfnum grundvelli.

Menning
Fréttamynd

KÚNST: Rembrandt var fyrsta ástin

Þrándur Þórarinsson skapar gjarnan ævintýralega heima með myndlist sinni og sækir meðal annars innblástur í bókmenntir, tónlist og gömlu klassísku meistarana. Hann segir listina hafa kallað á sig á barnsaldri, þá byrjaði hann að teikna og hefur ekki hætt síðan. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Skemmtilegir hlutir til að gera í London

Stórborgin London er þekkt fyrir mikinn fjölbreytileika þar sem ólíkir menningarheimar mætast í hringiðu af list, tísku, tónlist, góðum mat og áhugaverðu fólki. Blaðamaður kíkti í helgarferð til þeirrar menningarmiðju sem London er og skrifaði niður nokkra skemmtilega hluti sem hægt er að gera þar. 

Ferðalög
Fréttamynd

Ísland alltaf kallað hana aftur heim

Listakonan Temma Bell er stödd á Íslandi um þessar mundir en í dag opnar mæðgnasýningin „HEIM“ þar sem sýnd verða verk eftir hana og móður hennar, Louisu Matthíasdóttur, í nýju sýningarrými í Listheimum. Blaðamaður hitti Temmu í kaffi og fékk að heyra nánar frá listinni, lífinu og órjúfanlegum tengslum hennar við Ísland.

Menning
Fréttamynd

„Heiðarlegur viðburður sem skiptir máli“

Stærsta listamessa landsins opnar næstkomandi föstudag á Korpúlfsstöðum og ber nafnið Torg. Þangað koma um tólf þúsund gestir á ári hverju en viðburðurinn er á vegum Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM, með stuðningi Reykjavíkurborgar.

Menning
Fréttamynd

KÚNST: „Við erum alltaf í stöðugri glímu“

Íslenska glíman heillaði listamanninn Sigurð Sævar Magnúsarson sem ákvað að mála gífurlega stórt verk í fjórum hlutum af glímuköppum. Verkið var hluti af sýningu úti í Hollandi þar sem Sigurður Sævar leggur stund á myndlistarnám við Konunglegu akademíuna í Den Haag. Sigurður Sævar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

KÚNST: Á­kvað að verða mynd­listar­maður þegar hann var tíu ára

Sigurður Sævar Magnúsarson er listamaður sem segir listina hafa fylgt sér nánast allt sitt líf. Hann festi nýverið kaup á gamla Argentínuhúsinu á Barónsstíg þar sem hann hyggst setja upp ýmsa menningar- og listviðburði á næstu árum. Sigurður Sævar er viðmælandi vikunnar í nýjasta þætti af KÚNST.

Menning
Fréttamynd

Persónuleg heimildarmynd um einstakt ferðalag til Nepal

Listamaðurinn Brandur Bryndísarson Karlsson deilir ævintýralegu ferðalagi sínu til Nepal í nýfrumsýndri heimildarmynd sem ber nafnið Atomy og er eftir Loga Hilmarsson. Myndin segir frá einstöku ferðalagi Brands þegar hann fór að hitta meistara austrænna lækningafræða, Rahuk Bharti, og var frumsýnd á RIFF í gærkvöldi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Úkraínskir listamenn sýna í Hörpu

Harpan iðar af menningu og lífi að vanda en samtökin Artists4Ukraine standa fyrir fjölbreyttri listasýningu þar um þessar mundir. Samtökin hafa á undanförnum mánuðum staðið fyrir ýmsum listviðburðum þar sem allur ágóði rennur óspart til góðgerðasamtaka í Úkraínu. Næstkomandi mánudag verður stór söfnunarviðburður á þeirra vegum í Kaldalóni.

Menning
Fréttamynd

„Þetta er uppgjör og upprisa“

„Síðustu tvö ár hef ég lítið málað og ég fann í byrjun árs að ég var hreinlega að springa úr þörf til að skapa,“ segir listakonan Mæja Sif Daníelsdóttir, sem opnar sýninguna Upprisa í Núllinu Gallerý næstkomandi fimmtudag.

Menning
Fréttamynd

Hannaði listrænan skúlptúr úr yfir 100 titrurum

Listamaðurinn Dafne Blade fer eigin leiðir í sinni listsköpun en skúlptúr verk háns á Erotic Heritage Museum í Las Vegas hefur vakið mikla athygli að undanförnu. Í forgrunni verksins er eitt vinsælasta kynlífsleikfang dægurmenningar, töfrasprotinn, í rúmlega hundrað stykkjum sem saman mynda eina listræna heild.

Menning
Fréttamynd

Vélsmiðja og myndlist í mögnuðum samruna

Nokkrar af helstu perlum íslenskrar myndlistar verða sýndar á afar sérstæðri sýningu laugardaginn 1. október. Hún stendur aðeins yfir í fjórar klukkustundir og er í vélasölum Héðins í Helluhverfinu í Hafnarfirði. 

Menning
Fréttamynd

Listrænir bræður opna frumlega listasýningu

Bræðurnir og listamennirnir Arngrímur Sigurðsson og Matthías Rúnar Sigurðsson standa fyrir samsýningu í Ásmundarsal sem ber nafnið Vættatal. Á sýningunni vinna þeir með hinar ýmsu skepnur og skoffín og er nóg af verum í salnum á borð við svokallaðar sýsiforlirfur og hafgúur.

Menning
Fréttamynd

KÚNST: Kvenlæga mýktin í forgrunni

Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er óhrædd við að fara eigin leiðir í sinni listsköpun og takmarkar sig ekki við ákveðinn listmiðil. Þegar henni fannst striginn farinn að hafa áhrif á flæði listsköpunarinnar tók hún málin í eigin hendur og fór sjálf að smíða striga og ramma. Júlíanna Ósk Hafberg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

KÚNST: „Við erum öll í grunninn nakin“

Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er hugfangin af mjúkri, berskjaldaðri og kvenlægri orku en vinnustofa hennar og verk endurspegla það með sanni. Júlíanna Ósk notast við fjölbreytta miðla í listsköpun sinni, smíðar sína eigin ramma, opnaði vinnustofu í miðbænum og lætur ekkert stoppa sig en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Setur upp listasýningu til heiðurs ömmu sinni

Fjöllistamaðurinn JóiPé hefur löngum verið tengdur við íslensku tónlistarsenuna en ásamt því að semja og flytja tónlist er hann myndlistarmaður. JóiPé opnar listasýningu á morgun í Gróskusal á Garðatorgi sem er tileinkuð ömmu hans, Margréti Thorlacius, en þau hafa alltaf átt sterkt og gott samband að sögn Jóa. 

Menning
Fréttamynd

Mál­verk Obama hjóna af­hjúpuð

Forsetamálverk Obama hjóna voru afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Hvíta húsinu í dag. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna líkti forsetastarfinu við boðhlaup.

Erlent
Fréttamynd

Listasýningar með ömmu í æsku kveiktu á sköpunargleðinni

Lágmyndir hafa heillað listamanninn Pétur Geir Magnússon frá ungum aldri og í dag hefur hann fært þær inn í nútímalegt form í listsköpun sinni. Pétur Geir, sem er búsettur og starfræktur í Stokkhólmi, er með bakgrunn í grafískri hönnun en kallar sig hagnýtan myndlistarmann og nálgast listaverk sín á einstakan hátt. Pétur Geir er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST, sem er jafnframt fyrsti þáttur í seríu tvö.

Menning
Fréttamynd

Léttleiki og húmor í listrænni samvinnu

Listakonurnar og vinkonurnar Dóra Emilsdóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir hafa komið víða að í hinum listræna heimi en í dag opnar sýning þar sem þær sameina krafta sína undir heitinu „doubletrouble“. Sýningin heitir Portrett129 og er í Listvali á Granda að Hólmaslóð 6.

Menning