Utanríkismál

Fréttamynd

Fundað í rammgirtum Höfða

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittir forseta Íslands, utanríkisráðherra og borgarstjóra í Höfða í dag. Viðbúnaður er gríðarlegur vegna fundarins og verður götum í kringum fundarstaðinn lokað í dag.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­lið Pence leigir sex­tíu leigu­bíla

Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands á morgun. Hundruð undanfara í liði varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga og hafa meðal annars tekið á leigu tugi leigubíla.

Innlent
Fréttamynd

Megum ekki þola afneitun á glæpum gegn mannkyni

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um upphaf seinni heimsstyrjaldar í Evrópu. Hann segir mikilvægt að ólíkar skoðanir fái að koma fram en aldrei megi afneita óvéfengjanlegum staðreyndum.

Innlent
Fréttamynd

Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Kallaði hann Íslendinga drullusokka og fábjána, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel.

Erlent
Fréttamynd

Indlandsforseti sækir Ísland heim

Forseti Indlands kemur í opinbera heimsókn til Íslands í september. Formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna segir viðskipti ríkjanna meðal annars verða til umræðu.

Innlent
Fréttamynd

ASÍ lýsir furðu á gagnrýni vegna ákvörðunar Katrínar

Alþýðusamband Íslands lýsir furðu sinni á fréttaflutningi undanfarinna daga og viðhorfum ýmissa stjórnmálamanna vegna þátttöku Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á þingi Norræna verkalýðssambandsins (NFS) á sama tíma og varaforseti Bandaríkjanna sæki landið heim.

Innlent
Fréttamynd

Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA

"Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.

Innlent
Fréttamynd

Utanríkisráðherra ber að segja af sér

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tvívegis logið vísvitandi að íslensku þjóðinni. Hér er um svo alvarlegt brot að ræða af hálfu jafn háum embættismanni að honum ber tafarlaust að segja af sér.

Skoðun
Fréttamynd

Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna

Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna.

Erlent
Fréttamynd

„Síðasta þorskastríð við Ísland endaði ekki vel“

Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins vill að samráð komist á milli strandríkja í Atlantshafi um makrílkvóta áður en Bretland yfirgefur ESB. Hann óttast að þá muni Bretar standa einir eftir í deilu við Íslendinga. Sögulega séð hafi það ekki reynst Bretum vel.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Katrín - Merkel - Pence

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur á móti Angelu Merkel kanslara Þýskalands í vikunni. Í september tekur stjórnin svo á móti Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna. Pólitísk þýðing heimsóknanna er rík og tilefni umræðu um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu.

Skoðun