Tómar hillur verslana í Bretlandi Jón Frímann Jónsson skrifar 27. ágúst 2021 13:00 Það er ýmislegt sem andstæðingar Evrópusambandsins halda fram og helsta vitleysan er sú að Íslandi sé betur borgið fyrir utan EES og síðan Evrópusambandið sem þetta fólk berst hart gegn aðild Íslands með rangfærslum, fölskum fréttum og „fake news“ og hafa stundað slíkan áróður skipulega á Íslandi í 30 ár síðan EES samningurinn varð að raunveruleika. Þar á undan barðist elsta fólkið í þessum hópi gegn aðild Íslands að EFTA í kringum 1968 til ársins 1970 þegar Ísland varð aðildarríki að EFTA. Þegar Bretland fór úr Evrópusambandinu þá lofaði þetta fólk öllu fögru. Raunveruleikinn hefur verið ekki svo góður, reyndar hefur raunveruleikinn verið svo hrikalegur að fá dæmi eru um slíkt hjá þjóð í vestur Evrópu síðustu áratugi. Veitingastaðir eru farnir loka í Bretlandi vegna skorts á vörum, hillur verslana standa tómar og lítið virðist breytast þar um að vörur komi frá Evrópusambandinu. Þar sem vörur eru fastar í tolli eða hreinlega berast ekki vegna aukinnar skriffinnsku við innflutning og útflutning til Bretlands. Þar sem núna má ekki lengur flytja matvæli til Bretlands eða frá Bretlandi án sérstaks leyfis. Auki sem vörubílstjórar frá ríkjum Evrópusambandsins fá ekki lengur að starfa innan Bretlands án sérstaks leyfis frá breska ríkinu, leyfi sem er erfitt að fá og erfitt að uppfylla skilyrðin fyrir. Fríverslunarsamningur Íslands og Bretlands (EFTA samningur) er í raun verðlaus til lengri tíma. Samningur Íslands og Evrópusambandsins sem í daglegu tali kallast EES samningurinn er mun meira virði fyrir íslendinga. Það sem ég hef séð af fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands þýðir að verslun milli Íslands og Bretlands verður lítil miðað við það sem var þegar Bretland var aðili að Evrópusambandinu og EES. Bændur hafa komið einstaklega illa úr útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu enda var þar þeirra stærsti markaður sem lokaðist á einum degi þegar aðlögunartímabilinu lauk þann 1. Febrúar 2020 (klukkan 23:00 þann 31. Janúar 2020). Þar sem Bretland er ekki lengur hluti af sameiginlega markaðinum þá er bændum í Bretlandi óheimilt að selja vörur sínar til Evrópusambandsins án sérstaks samþykkis frá matvælaeftirliti Evrópusambandsins. Sjómenn af öllum gerðum hafa einnig komið mjög illa úr Brexit. Þar sem sjómenn í Bretlandi geta ekki lengur flutt út fisk frá Bretlandi til Evrópusambandsins, þeirra stærsti markaður fyrir Brexit. Vandræðin enda ekki þarna, Wales er núna að fara á hausinn þar sem ríkisstjórn Bretlands hefur ekki bætt þeim upp tekjutapið þegar styrkir frá Evrópusambandinu hættu að berast. Sögurnar af því hversu mikil hörmung Brexit eru endalausar og það á talsvert eftir að bætast við í framtíðinni í vandræðum Breta eftir útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Þetta er það sem andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vilja að íslendingar upplifi. Þeir vilja fá það í gegn að Ísland fari úr EES og jafnvel EFTA (EES samningurinn er EFTA samningur við Evrópusambandið). Þetta mundi einnig svipta íslendinga réttinum að búa hvar sem er innan Evrópusambandsins eins og gerðist hjá Bretum þann 31. Janúar 2020 klukkan 23:00. Ef manneskja frá Bretlandi ætlar sér að flytja til einhvers ríkis Evrópusambandsins og EES þá þarf viðkomandi að sækja um heimild til að fara til búa í viðkomandi ríki, heimild til þess að stunda vinnu, heimild til þess að kaupa húsnæði og fleira og fleira. Þetta er sá heimur sem andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vilja að íslendingar búi í. Staðinn fyrir það sem íslendingar hafa í dag, en það er frjáls búseta í 30 (27 ESB + 4 EFTA) ríkjum án þess að þurfa að sæta nokkrum takmörkum. Andstaðan við Evrópusambandið á Íslandi er í raun ekkert annað en öfgafull þjóðernishyggja sem mun leiða íslendinga til glötunar ef hún kemst til vinsælda á Íslandi. Í Bretlandi er þessi öfgafulla þjóðernishyggja nú þegar búinn að dæma Bretland til fátæktar næstu áratugina. Þangað til að þeirri ákvörðun Bretlands að ganga úr Evrópusambandinu verður breytt og Bretland gengur aftur inn í Evrópusambandið, hafi Bretland ekki liðast í sundur þegar að þessu kemur. Það er annað og stærra mál sem er mögulega á leiðinni í Bretlandi en það er ekki til umfjöllunar hérna en engu að síður nauðsynlegt að nefna það. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Bretland Utanríkismál Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ýmislegt sem andstæðingar Evrópusambandsins halda fram og helsta vitleysan er sú að Íslandi sé betur borgið fyrir utan EES og síðan Evrópusambandið sem þetta fólk berst hart gegn aðild Íslands með rangfærslum, fölskum fréttum og „fake news“ og hafa stundað slíkan áróður skipulega á Íslandi í 30 ár síðan EES samningurinn varð að raunveruleika. Þar á undan barðist elsta fólkið í þessum hópi gegn aðild Íslands að EFTA í kringum 1968 til ársins 1970 þegar Ísland varð aðildarríki að EFTA. Þegar Bretland fór úr Evrópusambandinu þá lofaði þetta fólk öllu fögru. Raunveruleikinn hefur verið ekki svo góður, reyndar hefur raunveruleikinn verið svo hrikalegur að fá dæmi eru um slíkt hjá þjóð í vestur Evrópu síðustu áratugi. Veitingastaðir eru farnir loka í Bretlandi vegna skorts á vörum, hillur verslana standa tómar og lítið virðist breytast þar um að vörur komi frá Evrópusambandinu. Þar sem vörur eru fastar í tolli eða hreinlega berast ekki vegna aukinnar skriffinnsku við innflutning og útflutning til Bretlands. Þar sem núna má ekki lengur flytja matvæli til Bretlands eða frá Bretlandi án sérstaks leyfis. Auki sem vörubílstjórar frá ríkjum Evrópusambandsins fá ekki lengur að starfa innan Bretlands án sérstaks leyfis frá breska ríkinu, leyfi sem er erfitt að fá og erfitt að uppfylla skilyrðin fyrir. Fríverslunarsamningur Íslands og Bretlands (EFTA samningur) er í raun verðlaus til lengri tíma. Samningur Íslands og Evrópusambandsins sem í daglegu tali kallast EES samningurinn er mun meira virði fyrir íslendinga. Það sem ég hef séð af fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands þýðir að verslun milli Íslands og Bretlands verður lítil miðað við það sem var þegar Bretland var aðili að Evrópusambandinu og EES. Bændur hafa komið einstaklega illa úr útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu enda var þar þeirra stærsti markaður sem lokaðist á einum degi þegar aðlögunartímabilinu lauk þann 1. Febrúar 2020 (klukkan 23:00 þann 31. Janúar 2020). Þar sem Bretland er ekki lengur hluti af sameiginlega markaðinum þá er bændum í Bretlandi óheimilt að selja vörur sínar til Evrópusambandsins án sérstaks samþykkis frá matvælaeftirliti Evrópusambandsins. Sjómenn af öllum gerðum hafa einnig komið mjög illa úr Brexit. Þar sem sjómenn í Bretlandi geta ekki lengur flutt út fisk frá Bretlandi til Evrópusambandsins, þeirra stærsti markaður fyrir Brexit. Vandræðin enda ekki þarna, Wales er núna að fara á hausinn þar sem ríkisstjórn Bretlands hefur ekki bætt þeim upp tekjutapið þegar styrkir frá Evrópusambandinu hættu að berast. Sögurnar af því hversu mikil hörmung Brexit eru endalausar og það á talsvert eftir að bætast við í framtíðinni í vandræðum Breta eftir útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Þetta er það sem andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vilja að íslendingar upplifi. Þeir vilja fá það í gegn að Ísland fari úr EES og jafnvel EFTA (EES samningurinn er EFTA samningur við Evrópusambandið). Þetta mundi einnig svipta íslendinga réttinum að búa hvar sem er innan Evrópusambandsins eins og gerðist hjá Bretum þann 31. Janúar 2020 klukkan 23:00. Ef manneskja frá Bretlandi ætlar sér að flytja til einhvers ríkis Evrópusambandsins og EES þá þarf viðkomandi að sækja um heimild til að fara til búa í viðkomandi ríki, heimild til þess að stunda vinnu, heimild til þess að kaupa húsnæði og fleira og fleira. Þetta er sá heimur sem andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vilja að íslendingar búi í. Staðinn fyrir það sem íslendingar hafa í dag, en það er frjáls búseta í 30 (27 ESB + 4 EFTA) ríkjum án þess að þurfa að sæta nokkrum takmörkum. Andstaðan við Evrópusambandið á Íslandi er í raun ekkert annað en öfgafull þjóðernishyggja sem mun leiða íslendinga til glötunar ef hún kemst til vinsælda á Íslandi. Í Bretlandi er þessi öfgafulla þjóðernishyggja nú þegar búinn að dæma Bretland til fátæktar næstu áratugina. Þangað til að þeirri ákvörðun Bretlands að ganga úr Evrópusambandinu verður breytt og Bretland gengur aftur inn í Evrópusambandið, hafi Bretland ekki liðast í sundur þegar að þessu kemur. Það er annað og stærra mál sem er mögulega á leiðinni í Bretlandi en það er ekki til umfjöllunar hérna en engu að síður nauðsynlegt að nefna það. Höfundur er rithöfundur.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun