Grindavík Of seint að breyta tryggingum Grindvíkinga Náttúruhamfaratrygging Íslands segir að þar sem búið sé að lýsa yfir neyðarástandi í Grindavík og rýma bæinn sé ljóst að ekki megi gera nýja vátryggingarsamninga eða breyta eldri samningum um eignir í bænum. Innlent 13.11.2023 10:41 „Við bíðum og vonum að röðin komi að okkur“ Fjölmargir Grindvíkingar hafa ekki séð myndir af bænum sínum síðan allsherjarrýming var framkvæmd á föstudagskvöld. Íbúar í Grindavík óttast miklar skemmdir á húsum sínum. Íbúi í Grindavík vonast til að fá að sækja muni heim til sín. Innlent 13.11.2023 10:37 Listinn yfir götur í Grindavík vegna verðmætabjörgunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa íbúum í Grindavík inn á skilgreind svæði í bænum í dag. Innlent 13.11.2023 10:06 Skjálftarnir aftur á nokkurra kílómetra dýpi Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir jarðskjálftana við Grindavík aftur komna á fjögurra til fimm kílómetra dýpi. Það geti falið í sér að kvikan muni ekki ná upp á yfirborðið að svo stöddu. Hann segir þó erfitt að spá um framhaldið. Innlent 13.11.2023 09:52 Telja fasteignir og lausafé Vísis ehf. vel tryggt Staðan á Reykjanesskaga hefur ekki áhrif á starfsemi útgerðarinnar Vísis en fiskvinnsla í Grindavík hefur stöðvast. Stjórnendur vinna við að bregðast við aðstæðum og munu taka ákvarðanir í samræmi við þróun mála. Stjórnendur telja fasteignir og lausafé félagsins í Grindavík vera vel tryggt. Viðskipti innlent 13.11.2023 09:51 Vaktin: „Hlýhugur þjóðarinnar til Grindvíkinga gríðarlega mikill“ Skjálftavirkni hefur haldið áfram á Reykjanesskaga í dag. Innlent 13.11.2023 08:46 Landvernd styður Grindavík Landvernd, umhverfissamtök sendu í gær sveitarstjóra Grindavíkur eftirfarandi bréf, sem er opið bréf til Grindvíkinga og stjórnvalda. Í bréfinu lýsa samtökin fullum stuðningi við nauðsynlegar framkvæmdir sem tryggja innviði og samfélag á hamfarasvæðum og bjóða fram aðstoð við vinnu í samræmi við markmið Landverndar um að verja og endurreisa náttúru og umhverfi eins og best hæfir náttúrulegum aðstæðum og búsetu í landinu. Skoðun 13.11.2023 07:00 Samantekt: Tíðindalítil nótt að baki en morgunfundir framundan „Biðstaða“ er orð dagsins hvað varðar jarðskjálfta og möguleg eldsumbrot við Grindavík. Skjálftavirknin er söm og hún hefur verið; sífelldir skjálftar en flestir undir 3,0 að stærð. Innlent 13.11.2023 06:08 Stígur til hliðar sem formaður Landsbjargar Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur ákveðið að stíga tímabundið til hliðar sem formaður félagsins og úr stjórn þess. Innlent 12.11.2023 23:56 Þakklátur og stoltur af samfélaginu Haldin var svokölluð samverustund fyrir Grindvíkinga og þau sem vildu sýna þeim samhug og styrk í Hallgrímskirkju í dag. Þar sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, að hann væri þakklátur og stoltur fyrir að búa í samfélagi Íslendinga. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði óvissuna erfiða Innlent 12.11.2023 22:43 Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. Innlent 12.11.2023 22:02 Björguðu 66 dýrum úr Grindavík Sigrún Eggertsdóttir var meðal þeirra Grindvíkinga sem fengu að fara að sækja dýr sín í dag. Þökk sé tveimur Keflvíkingum sem buðu fram hjálp sína og hestakerrur gátu þau bjargað 66 dýrum úr Grindavík áður en ástandið versnaði. Innlent 12.11.2023 21:21 „Maður er núna bara að vinna og halda haus og svo grátum við“ Konur sem sóttu nauðsynjar á heimili sín í Grindavík voru ánægðar með hvernig gekk þó tíminn hefði verið naumur. Þær sögðu Grindvíkinga í áfalli en fólk reyndi bara að halda haus. Þær eru hrærðar yfir samhug Íslendinga. Innlent 12.11.2023 19:24 „Svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér“ Metra djúpur sigdalur hefur myndast í Grindavík og bendir það til þess að kvikugangurinn sem myndast hefur undir bænum sé kominn mjög nálægt yfirborðinu. Mögulega sé stutt í að kvikan nái til yfirborðsins og það innan bæjarmarka Grindavíkur. Innlent 12.11.2023 19:11 Óvissan um að missa Grindavík það langversta Íbúar Grindavíkur sem biðu þess að komast inn í bæinn sinn til þess að ná í nauðsynjar með viðbragðsaðilum í Þórkötlustaðahverfi voru eðli málsins samkvæmt misbrattir þegar fréttastofa tók þá tali nú síðdegis. Einn segist ekki halda að hann muni sjá húsið sitt aftur. Innlent 12.11.2023 17:07 Samverustund fyrir Grindvíkinga Samverustund fer fram í Hallgrímskirkju í Reykjavík fyrir Grindvíkinga og þau sem vilja sýna þeim samhug og styrk. Samverustundin hefst klukkan 17:00 og er hægt að fylgjast með samverustundinni í beinu streymi. Innlent 12.11.2023 16:58 Unnið að því að tryggja afkomu Grindvíkinga Unnið er að því að tryggja Grindvíkingum afkomu. Félagsmálaráðherra skoðar málið í samráði við aðra ráðherra. Ríkisstjórnin fundaði í hádeginu. Þar kynntu allir ráðherrar aðkomu sína að aðgerðum svo hægt væri að stilla strengi. Unnið er að því að koma upp samkomustað fyrir Grindvíkinga. Innlent 12.11.2023 15:07 Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. Innlent 12.11.2023 14:31 „Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður“ Innlent 12.11.2023 12:58 Íbúar í Þórkötlustaðahverfi geta sótt nauðsynjar Íbúar í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík fá leyfi til að fara inn á sín heimili og sækja það allra nauðsynlegasta. Ekki er svigrúm til að fara í önnur hverfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Almannavarnir ítreka að íbúar eigi ekki að keyra í átt til Grindavíkur. Innlent 12.11.2023 12:55 Grindvíkingar bíði rólegir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir að viðbragðsaðilar fari nú yfir það hvort að framkvæmanlegt sé að hleypa Grindvíkingum heim að sækja nauðsynjar. Hann biður Grindvíkinga um að bíða, þeir muni fyrstir frétta af gangi mála. Innlent 12.11.2023 12:39 Um fimmtíu bílar við lokunarpóst Mikill fjöldi fólks bíður nú við lokunarpóst að Grindavík eftir því að komast inn í bæinn til að sækja dótið sitt. Lögregla vísar fólki burt. Veðurstofan sagði í morgun svigrúm til aðgerða í bænum en almannavarnir vinna enn að skipulagði aðgerða. Innlent 12.11.2023 12:25 Svigrúm til aðgerða á vegum almannavarna til að sækja nauðsynjar Mat vísindamanna er að svigrúm sé til tímabundinna aðgerða á vegum almannavarna til að sækja nauðsynjar í Grindavík. Þeir telja ráðlegt að gera það strax, þar sem óvissa um framvindu mála mun vaxa eftir því sem líður á daginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Innlent 12.11.2023 11:29 „Það er mikil sorg, ótti og kvíði í fólkinu“ Enn er verið að skoða útfærslu á leik- og grunnskólamálum Grindvíkinga. Bæjarstjórinn segir vinnuna í fullum gangi. Samverustund Grindvíkinga fer fram í Hallgrímskirkju í dag. Innlent 12.11.2023 11:26 Lágmark um tvær vikur í að Grindvíkingar geti flutt aftur heim Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að sú staða sem sé nú uppi á Reykjanesinu sé algjör biðstaða. Beðið sé eftir því að það fari að gjósa, Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni. Innlent 12.11.2023 11:18 Bátar verði fluttir úr höfninni Landhelgisgæslan hefur það til skoðunar að aðstoða eigendur báta sem enn eru eftir í Grindavíkurhöfn að flytja þá annað. Nítján bátar eru enn við höfn. Innlent 12.11.2023 10:51 „Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. Innlent 12.11.2023 10:24 Ríkisstjórnin fundar í hádeginu Ríkisstjórn Íslands mun funda í dag í Ráðherrabústaðnum klukkan 12:00. Þar verður farið yfir stöðuna á Reykjanesskaganum. Innlent 12.11.2023 09:29 Hundruð hafa boðið fram húsnæði fyrir Grindvíkinga Mikill fjöldi hefur skráð húsnæði sitt í boði fyrir Grindvíkinga. Teymisstjóri Rauða krossins segir húsnæðið verða metið í dag. Um 120 gistu í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins í nótt. Innlent 12.11.2023 09:19 Vonast til þess að geta hleypt Grindvíkingum heim í stutta stund Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir að á fundi almannavarna og sérfræðinga Veðurstofunnar klukkan 9.30 verði farið yfir stöðuna, hættumatið og það endurmetið hvort að íbúar fái að fara inn á hættusvæðið. Innlent 12.11.2023 08:48 « ‹ 42 43 44 45 46 47 48 49 50 … 74 ›
Of seint að breyta tryggingum Grindvíkinga Náttúruhamfaratrygging Íslands segir að þar sem búið sé að lýsa yfir neyðarástandi í Grindavík og rýma bæinn sé ljóst að ekki megi gera nýja vátryggingarsamninga eða breyta eldri samningum um eignir í bænum. Innlent 13.11.2023 10:41
„Við bíðum og vonum að röðin komi að okkur“ Fjölmargir Grindvíkingar hafa ekki séð myndir af bænum sínum síðan allsherjarrýming var framkvæmd á föstudagskvöld. Íbúar í Grindavík óttast miklar skemmdir á húsum sínum. Íbúi í Grindavík vonast til að fá að sækja muni heim til sín. Innlent 13.11.2023 10:37
Listinn yfir götur í Grindavík vegna verðmætabjörgunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa íbúum í Grindavík inn á skilgreind svæði í bænum í dag. Innlent 13.11.2023 10:06
Skjálftarnir aftur á nokkurra kílómetra dýpi Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir jarðskjálftana við Grindavík aftur komna á fjögurra til fimm kílómetra dýpi. Það geti falið í sér að kvikan muni ekki ná upp á yfirborðið að svo stöddu. Hann segir þó erfitt að spá um framhaldið. Innlent 13.11.2023 09:52
Telja fasteignir og lausafé Vísis ehf. vel tryggt Staðan á Reykjanesskaga hefur ekki áhrif á starfsemi útgerðarinnar Vísis en fiskvinnsla í Grindavík hefur stöðvast. Stjórnendur vinna við að bregðast við aðstæðum og munu taka ákvarðanir í samræmi við þróun mála. Stjórnendur telja fasteignir og lausafé félagsins í Grindavík vera vel tryggt. Viðskipti innlent 13.11.2023 09:51
Vaktin: „Hlýhugur þjóðarinnar til Grindvíkinga gríðarlega mikill“ Skjálftavirkni hefur haldið áfram á Reykjanesskaga í dag. Innlent 13.11.2023 08:46
Landvernd styður Grindavík Landvernd, umhverfissamtök sendu í gær sveitarstjóra Grindavíkur eftirfarandi bréf, sem er opið bréf til Grindvíkinga og stjórnvalda. Í bréfinu lýsa samtökin fullum stuðningi við nauðsynlegar framkvæmdir sem tryggja innviði og samfélag á hamfarasvæðum og bjóða fram aðstoð við vinnu í samræmi við markmið Landverndar um að verja og endurreisa náttúru og umhverfi eins og best hæfir náttúrulegum aðstæðum og búsetu í landinu. Skoðun 13.11.2023 07:00
Samantekt: Tíðindalítil nótt að baki en morgunfundir framundan „Biðstaða“ er orð dagsins hvað varðar jarðskjálfta og möguleg eldsumbrot við Grindavík. Skjálftavirknin er söm og hún hefur verið; sífelldir skjálftar en flestir undir 3,0 að stærð. Innlent 13.11.2023 06:08
Stígur til hliðar sem formaður Landsbjargar Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur ákveðið að stíga tímabundið til hliðar sem formaður félagsins og úr stjórn þess. Innlent 12.11.2023 23:56
Þakklátur og stoltur af samfélaginu Haldin var svokölluð samverustund fyrir Grindvíkinga og þau sem vildu sýna þeim samhug og styrk í Hallgrímskirkju í dag. Þar sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, að hann væri þakklátur og stoltur fyrir að búa í samfélagi Íslendinga. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði óvissuna erfiða Innlent 12.11.2023 22:43
Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. Innlent 12.11.2023 22:02
Björguðu 66 dýrum úr Grindavík Sigrún Eggertsdóttir var meðal þeirra Grindvíkinga sem fengu að fara að sækja dýr sín í dag. Þökk sé tveimur Keflvíkingum sem buðu fram hjálp sína og hestakerrur gátu þau bjargað 66 dýrum úr Grindavík áður en ástandið versnaði. Innlent 12.11.2023 21:21
„Maður er núna bara að vinna og halda haus og svo grátum við“ Konur sem sóttu nauðsynjar á heimili sín í Grindavík voru ánægðar með hvernig gekk þó tíminn hefði verið naumur. Þær sögðu Grindvíkinga í áfalli en fólk reyndi bara að halda haus. Þær eru hrærðar yfir samhug Íslendinga. Innlent 12.11.2023 19:24
„Svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér“ Metra djúpur sigdalur hefur myndast í Grindavík og bendir það til þess að kvikugangurinn sem myndast hefur undir bænum sé kominn mjög nálægt yfirborðinu. Mögulega sé stutt í að kvikan nái til yfirborðsins og það innan bæjarmarka Grindavíkur. Innlent 12.11.2023 19:11
Óvissan um að missa Grindavík það langversta Íbúar Grindavíkur sem biðu þess að komast inn í bæinn sinn til þess að ná í nauðsynjar með viðbragðsaðilum í Þórkötlustaðahverfi voru eðli málsins samkvæmt misbrattir þegar fréttastofa tók þá tali nú síðdegis. Einn segist ekki halda að hann muni sjá húsið sitt aftur. Innlent 12.11.2023 17:07
Samverustund fyrir Grindvíkinga Samverustund fer fram í Hallgrímskirkju í Reykjavík fyrir Grindvíkinga og þau sem vilja sýna þeim samhug og styrk. Samverustundin hefst klukkan 17:00 og er hægt að fylgjast með samverustundinni í beinu streymi. Innlent 12.11.2023 16:58
Unnið að því að tryggja afkomu Grindvíkinga Unnið er að því að tryggja Grindvíkingum afkomu. Félagsmálaráðherra skoðar málið í samráði við aðra ráðherra. Ríkisstjórnin fundaði í hádeginu. Þar kynntu allir ráðherrar aðkomu sína að aðgerðum svo hægt væri að stilla strengi. Unnið er að því að koma upp samkomustað fyrir Grindvíkinga. Innlent 12.11.2023 15:07
Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. Innlent 12.11.2023 14:31
Íbúar í Þórkötlustaðahverfi geta sótt nauðsynjar Íbúar í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík fá leyfi til að fara inn á sín heimili og sækja það allra nauðsynlegasta. Ekki er svigrúm til að fara í önnur hverfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Almannavarnir ítreka að íbúar eigi ekki að keyra í átt til Grindavíkur. Innlent 12.11.2023 12:55
Grindvíkingar bíði rólegir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir að viðbragðsaðilar fari nú yfir það hvort að framkvæmanlegt sé að hleypa Grindvíkingum heim að sækja nauðsynjar. Hann biður Grindvíkinga um að bíða, þeir muni fyrstir frétta af gangi mála. Innlent 12.11.2023 12:39
Um fimmtíu bílar við lokunarpóst Mikill fjöldi fólks bíður nú við lokunarpóst að Grindavík eftir því að komast inn í bæinn til að sækja dótið sitt. Lögregla vísar fólki burt. Veðurstofan sagði í morgun svigrúm til aðgerða í bænum en almannavarnir vinna enn að skipulagði aðgerða. Innlent 12.11.2023 12:25
Svigrúm til aðgerða á vegum almannavarna til að sækja nauðsynjar Mat vísindamanna er að svigrúm sé til tímabundinna aðgerða á vegum almannavarna til að sækja nauðsynjar í Grindavík. Þeir telja ráðlegt að gera það strax, þar sem óvissa um framvindu mála mun vaxa eftir því sem líður á daginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Innlent 12.11.2023 11:29
„Það er mikil sorg, ótti og kvíði í fólkinu“ Enn er verið að skoða útfærslu á leik- og grunnskólamálum Grindvíkinga. Bæjarstjórinn segir vinnuna í fullum gangi. Samverustund Grindvíkinga fer fram í Hallgrímskirkju í dag. Innlent 12.11.2023 11:26
Lágmark um tvær vikur í að Grindvíkingar geti flutt aftur heim Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að sú staða sem sé nú uppi á Reykjanesinu sé algjör biðstaða. Beðið sé eftir því að það fari að gjósa, Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni. Innlent 12.11.2023 11:18
Bátar verði fluttir úr höfninni Landhelgisgæslan hefur það til skoðunar að aðstoða eigendur báta sem enn eru eftir í Grindavíkurhöfn að flytja þá annað. Nítján bátar eru enn við höfn. Innlent 12.11.2023 10:51
„Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. Innlent 12.11.2023 10:24
Ríkisstjórnin fundar í hádeginu Ríkisstjórn Íslands mun funda í dag í Ráðherrabústaðnum klukkan 12:00. Þar verður farið yfir stöðuna á Reykjanesskaganum. Innlent 12.11.2023 09:29
Hundruð hafa boðið fram húsnæði fyrir Grindvíkinga Mikill fjöldi hefur skráð húsnæði sitt í boði fyrir Grindvíkinga. Teymisstjóri Rauða krossins segir húsnæðið verða metið í dag. Um 120 gistu í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins í nótt. Innlent 12.11.2023 09:19
Vonast til þess að geta hleypt Grindvíkingum heim í stutta stund Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir að á fundi almannavarna og sérfræðinga Veðurstofunnar klukkan 9.30 verði farið yfir stöðuna, hættumatið og það endurmetið hvort að íbúar fái að fara inn á hættusvæðið. Innlent 12.11.2023 08:48