Reykjavík

Fréttamynd

Reyndi að lokka barn upp í bíl

Í dag barst lögreglu tilkynning um að ungu barni hafi verið boðið far af ókunnugum þegar það var á leið í skólann í Vesturbæ Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Á­rásar­maður í Banka­strætis­málinu lýsir að­draganda á­rásarinnar

Tveir karlmenn tengdir hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember hafa tekist á í opinskáum færslum á Facebook undanfarna daga. Annar þeirra var á meðal þeirra handteknu en hinn er vinur fórnarlambanna. Árásarmaðurinn segir að rekja megi árásina til þess að hann hafi átt í samskiptum við fyrrverandi kærustu manns tengdum fórnarlömbunum. Vinur fórnarlambanna lýsir furðu yfir því að árásarmaðurinn gangi laus.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu stúdentarnir flytja á Sögu eftir tvo mánuði

Þessa dagana standa yfir milljarða framkvæmdir við að breyta hótel Sögu í háskólahús og á þeim að vera lokið eftir eitt og hálft ár. Fyrstu stúdentarnir munu hins vegar flytja inn í nýjar einstaklingsíbúðir í marsmánuði.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í ruslagámi við JL-húsið

Eldur kviknaði í ruslagámi við JL-húsið í vesturbæ Reykjavíkur fyrr í kvöld. Einn dælubíll var sendur á svæðið og unnið er að því að slökkva eldinn. 

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í strompi Ham­borgar­búllu Tómasar

Slökkviliðið slökkti fyrr í kvöld eld á Hamborgarabúllu Tómasar í Ofanleiti. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu gekk slökkvistarf vel en eldurinn var staðbundinn við stromp staðarins. 

Innlent
Fréttamynd

Svara þurfi spurningunum hver eigi, hver byggi og hver borgi

Fjármálaráðherra segir lykilatriði að fá á hreint hve stóran hlut ríki og borg þurfi að greiða fyrir nýja þjóðarhöll sem áætlað er að taka í notkun árið 2025. Vel gerlegt sé að reisa höllina á þeim tíma en þá þurfi allt að ganga upp.

Innlent
Fréttamynd

Ný Þjóðar­höll tekur á sig mynd

Það var fagnaðarefni að kynna mikilvægan áfanga í átt að nýrri Þjóðarhöll fyrir innanhússíþróttir í gær, ásamt forsætisráðherra og borgarstjóra. Við gerum öll kröfu til okkar íþróttafólks um framúrskarandi árangur og eðlilegt að okkar íþróttafólk geri kröfu til okkar um framúrskarandi aðstöðu til æfinga og keppni.

Skoðun