Árborg

Fréttamynd

Haukur bílasali sem ferðast um á dráttarvél

„Við verðum að viðhalda sveitastemmingunni“ segir bílasali á Selfossi og aðdáandi dráttarvéla en hann fer meira og minna allar sínar ferðir á Massey Ferguson dráttarvél. Bílasalinn segir ökumenn mjög tillitssama þegar hann er á dráttarvélinni.

Innlent
Fréttamynd

Komin með sín eigin „pálmatré“ á Selfossi

Filipe Carvalho Cintra frá Brasilíu, sem býr á Selfossi dó ekki ráðlaus þegar hann fór að sakna pálmatrjánna úr heimalandi sínum því hann brá á það ráð að breyta tólf metra háum grenitrjám í garðinum sínum í sín eigin pálmatré. Hann hleypur nú upp og niður trén berfættur eins og klifurköttur.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan lýsir eftir Guðbrandi Ólafssyni

Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Guðbrandi Ólafssyni. Síðast er vitað um ferðir hans í nágrenni við Selfoss seinni partinn í gær. Var hann þá á bifreiðinni YB-720, KIA SORENTO blá að lit.

Innlent
Fréttamynd

Spilar golf með vinstri en er rétthent

Kylfingar standa orðlausir þegar þeir sjá Alexöndru Eir Grétarsdóttur frá Stokkseyri spila á völlum landsins því hún slær höggin sín með vinstri hendi þrátt fyrir að vera rétthent.

Innlent
Fréttamynd

Nýr miðbær á Selfossi: Eldra fólk með tár á hvarmi

Nýr miðbær opnaði á Selfossi í dag með pompi og prakt. Svæðið er sagt vera lyftistöng fyrir atvinnulífið á staðnum og Selfoss breyttur bær. Opnun miðbæjarins, grillhátíð og hjólakeppni leiddu til þess að örtröð myndaðist í bænum í dag, þrátt fyrir tilraunir til þess að koma í veg fyrir það.

Innlent
Fréttamynd

Ör­tröð við Sel­foss

Um­ferð á veginum frá Hvera­gerði til Sel­foss hefur þyngst mikið og er nú komin bið­röð frá Sel­fossi að Ingólfs­hvoli.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi og Bjarni Ben grilla ofan í gesti Kótelettunnar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, munu grilla ofan í gesti Kótelettunnar á Selfossi á laugardaginn. Þá verða þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, sérstakir aðstoðargrillarar. BBQ kóngurinn sjálfur, Alfreð Fannar Björnsson, mun vera þeim til halds og trausts.

Lífið
Fréttamynd

Tryggvi Ingólfs­son er látinn

Tryggvi Ing­ólfs­son, fyrrverandi verktaki á Hvols­velli, er látinn, 71 árs að aldri. Tryggvi stofnaði verktakafyrirtækið Jón og Tryggvi ehf. með Jóni Óskarssyni árið 1980 og starfaði félagið til ársins 2006.

Innlent
Fréttamynd

Fæddi næstum því barn á bílastæði með annað barn í bílnum

Fyrir algera tilviljun leit kona á Selfossi inn í bíl á bílastæði í vikunni og kom þar auga á konu sem var augljóslega í nokkrum vandræðum. Hún áttaði sig ekki strax á því hvað amaði að en ákvað að kanna málið. Við nánari athugun kom í ljós að konan í bílnum var við það að fæða barn, með annað hjálparlaust tveggja ára barn í bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Störf án stað­setningar: næsta skref

Í dag skrifaði ég undir samning við Sigtún – Þróunarfélag um mikilvægt tilraunaverkefni sem felst í því að byggja upp vinnustofu, einskonar klasa, í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi.

Skoðun
Fréttamynd

Segir Eyja­menn hafa hótað að opna ekki kosninga­mið­stöð ef Páll yrði í heiðurs­sæti

Gunnar Egils­son, bæjar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins í Ár­borg, segir Sjálf­stæðis­menn í Vest­manna­eyjum hafa hótað að opna ekki kosninga­skrif­stofu í Eyjum fyrir komandi þing­kosningar og draga sig úr kosninga­bar­áttu fyrir flokkinn ef Páll Magnús­son, nú­verandi odd­viti flokksins í Suður­kjör­dæmi, yrði í heiðurs­sæti.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana.

Innlent
Fréttamynd

Ástin blómstraði í Tryggvaskála

Ástarævintýri, sem enduðu með farsælum hjónaböndum gerðust á böllum í Tryggvaskála á Selfossi. Þá gisti Kristján tíundi konungur Danmerkur í skálanum 1921. Sögusýning um Tryggvaskála, sem fagnaði 130 ára afmæli á síðasta ári hefur nú verið opnuð.

Innlent
Fréttamynd

Bindur miklar vonir við Helga í for­manninum

Spenna og eftirvænting er fyrir landsfundi Landssambands eldri borgara, sem fer fram á Selfossi í vikunni en á fundinum verður nýr formaður landssambandsins kjörinn. Eldri borgarar vilja fá réttindagæslumann eins og fatlaðir hafa.

Innlent
Fréttamynd

Viðar hjálpaði Selfossi að fá Gary Martin

Þegar enski markaskorarinn Gary Martin reyndist falur, eftir að ÍBV rifti samningi sínum við hann, voru Selfyssingar fljótir að bregðast við. Dyggir stuðningsmenn stuðluðu að því að Martin er nú leikmaður Selfoss og líklegur til að hjálpa liðinu mikið í Lengjudeildinni í fótbolta í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi

Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað.

Innlent