Innflytjendamál

Fréttamynd

Kærunefnd hafnar kröfum Safari fjölskyldunnar

Kærunefnd útlendinga hafnaði í vikunni tveimur kröfum Shanaz Safari frá Afganistan og barna hennar tveggja. Annars vegar er um að ræða kröfu um frestun réttaráhrifa og hins vegar kröfu um endurupptöku máls þeirra. Dóttir Shahnaz er hin fjórtán ára gamla Zainab Safari sem stundað hefur nám í Hagaskóla.

Innlent
Fréttamynd

Zainab þakklát fyrir stuðning skólasystkina vegna dvalarleyfis

Fjórtán ára stúlka frá Afganistan segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi hætti að veita ríkisborgararétt

Dómsmálaráðherra leggur til að veiting ríkisborgararéttar verði einungis á hendi Útlendingastofnunar og að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögum verði afnumin.

Innlent
Fréttamynd

Segir að stokka þurfi upp menntakerfið

Innflytjandi og móðir tveggja barna í grunnskóla segir að breyta þurfi skólakerfinu og halda betur utan um tungumálakennslu barna sem tala fleiri en eitt tungumál. Leggja þurfi áherslu á íslenskukennslu í öllum greinum.

Innlent
Fréttamynd

Komnar með leiklistarbakteríu

Bíómyndin Tryggð fjallar um sambúð þriggja kvenna og menningarárekstra þeirra á milli. Enid Mbabazi og Claire Harpa Kristinsdóttir leika mæðgur frá Úganda og eru sjálfar þaðan.

Lífið
Fréttamynd

Við erum öll hluti af samfélaginu

Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnisstjóri fjölmenningarmála hjá Reykjanesbæ, tekst á við spennandi áskoranir í starfi sínu enda er um fjórðungur íbúa bæjarins með erlent ríkisfang.

Lífið
Fréttamynd

Fær ekki leyfi til að þjálfa börn á pólsku

Eini talmeinafræðingurinn hér á landi sem veitir börnum af pólskum uppruna talþjálfun á móðurmálinu fær ekki starfsleyfi frá Landlækni. Umsagnar yfirmanns um tungumálakunnáttu krafist. Forsenda niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum að hún hafi starfsleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Illvirkjarnir á meðal okkar

Barnaníðshringir þjóðarleiðtoga og ill áform um fjandsamlega yfirtöku Evrópu eru að sumra mati mikilvæg efni í stjórnmálaumræðu Vesturlanda. Eiríkur Bergmann fjallar um samsæriskenningar og þjóðernispopúlisma í stjórnmálum.

Innlent