Sjálfstæðisflokkurinn Bensínstyrkir verði ekki skertir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í dag að hvetja til þess að fallið verði frá því að skerða bensínstyrk til öryrkja. Þá vilja sjálfstæðismenn að styrkir hreyfihamlaðra til bifreiðakaupa verði auknir. Innlent 23.10.2005 15:05 Lýsir eftir baráttuanda Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og frambjóðandi til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins, segist undrast hversu fáir gefi kost á sér í forystusveit flokksins og spyr hvað sé orðið um grasrótina og baráttuandann. Innlent 23.10.2005 15:04 Geir vill selja Landsvirkjun Geir H. Haarde, verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir tímabært að selja Landsvirkjun eftir nokkur ár. Hann segir einkavæðingu ríkisfyrirtækja hafa losað um mikið fé og stuðlað að jöfnuði. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar orðið berir að miklum fordómum að hans mati. Innlent 23.10.2005 15:04 Vilja ekki gjaldfrjálsan leikskóla Ungir sjálfstæðismenn eru andvígir því að boðið verði upp á gjaldfrjálsan leikskóla. Þeir segja nær að efla einkaframtakið á öllum skólastigum. Nýkjörinn formaður Ungra sjálfstæðismanna hyggst bera upp tillögu á landsfundi flokksins sem felur í sér að Íslendingar falli frá framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Innlent 23.10.2005 15:01 Álykta gegn framboði Íslands? Svo gæti farið að Landsfundur sjálfstæðismanna álykti gegn framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og krefjist þess að framboðið verði dregið til baka. Í drögum að ályktunum fyrir flokksþing Ungra sjálfstæðismanna segir að sambandið vilji að framboð Íslands verði dregið til baka. Innlent 23.10.2005 15:00 Bjarni og Árni styðja Þorgerði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir virðist hafa yfirgnæfandi stuðning í þingliði sjálfstæðismanna til að verða varaformaður flokksins. Bæði Bjarni Benediktsson og Árni M. Mathiesen sem voru taldir líklegastir til að fara gegn henni hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við hana. Innlent 14.10.2005 06:41 Bjarni hefur ekki tekið ákvörðun Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa leitt hugann mikið að varaformannsframboði í flokknum. Það sé enginn þrýstingur á hann og honum liggi ekkert á að ákveða hvort hann fari fram eða ekki. Það komi bara í ljós þegar þar að kemur. Innlent 14.10.2005 06:41 75 ára afmæli SUS á Þingvöllum Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, ætlar í dag að ávarpa hátíðarstjórnarfund SUS sem haldinn verður á Þingvöllum. Tilefni fundarins er sjötíu og fimm ára afmæli SUS en sambandið var stofnað í Hvannagjá á Þingvöllum 27. júlí árið 1930. Innlent 13.10.2005 19:25 Vilhjálmur vill prófkjör Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, vill að flokkurinn haldi prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Hann sækist eftir fyrsta sætinu og lítur ekki á það sem þrýsting á sig þótt Gísli Marteinn Baldursson hafi einnig lýst áhuga á að leiða flokkinn í kosningunum. Innlent 13.10.2005 19:16 Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Samband ungra sjálfstæðismanna hvetur ríkið til að hætta afskiptum af fjölmiðlum. Í ályktun ungliðanna er því mótmælt að sett séu fram hugmyndir um að skerða möguleika á fjármögnun einkarekinna fjölmiðla, á sama tíma og frumvarp liggi fyrir sem tryggi Ríkisútvarpinu rétt til aukinna umsvifa á markaðnum. Innlent 13.10.2005 19:04 Öll mismunun máð úr lögum Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hvetur þingmenn til þess að má úr lögum alla mismunun á grundvelli kynhneigðar. Stjórn SUS segir lög um staðfesta samvist og lög um tæknifrjóvganir fela í sér mismunun sem byggist á fordómum en ekki rökum. Innlent 13.10.2005 15:26 Sjálfstæðisflokkurinn fræðir ekki um styrki Sjálfstæðisflokkurinn neitar að gefa upplýsingar um styrktaraðila sína eða einstaka styrki til flokksins. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um styrki olíufélaganna til Sjálfstæðisflokksins í tölvupósti nýlega og barst þá þetta svar. Í svarinu kom einnig fram að flokkurinn hefði um langt skeið fylgt sömu reglu og aðrir stjórnmálaflokkar á Íslandi í þessum efnum. Innlent 13.10.2005 14:58 Vonbrigði fyrir sjálfstæðismenn Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að fylgi flokksins í könnun Fréttablaðsins valdi talsverðum vonbrigðum. Innlent 13.10.2005 14:57 Vinstri grænir á flugi Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins myndu Vinstri grænir rúmlega tvöfalda fylgi sitt ef boðað væri nú til kosninga. Helmingur þingmanna Frjálslynda flokksins myndi hins vegar falla af þingi. Fylgi Samfylkingar eykst frá síðustu könnun, en fylgi stjórnarflokkanna dalar. Innlent 13.10.2005 14:57 Nefndarskipan gagnrýnd Til hvassra orðaskipta kom á Alþingi í gær á milli fjármálaráðherra og þingmanna Samfylkingarinnar. Tilefnið var athugasemd Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns flokksins um störf þingsins. Innlent 13.10.2005 14:48 Samskráning í virðisaukaskattsskrá Geir H. Haarde fjármálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um breytingu á lögum um virðisaukaskatt. Frumvarpið heimilar skattstjóra að samskrá tvö eða fleiri skráningarskyld hlutafélög og einkahlutafélög á virðisaukaskattsskrá. Innlent 13.10.2005 14:47 Ekki leiðinlegt að eiga við Davíð Brotthvarf Davíðs Oddssonar úr stól forsætisráðherra setti nokkurn svip á umræður um fyrstu stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar sem forsætisráðherra í gærkvöld. </font /> Innlent 13.10.2005 14:44 Davíðs skipar virðingarsess Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands lauk lofsorði á störf þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar í ráðuneytunum sem þeir yfirgáfu um miðjan síðasta mánuð. Sagði forsetinn að Davíð Oddsson myndi skipa "sérstakan virðingarsess í annálum þings og þjóðar." </font /> Innlent 17.10.2005 23:41 Arnbjörg varaformaður þingflokks Sjálfstæðismenn gera nokkrar breytingar á skipan sinna manna í nefndum Alþingis. Þar ber hæst að Guðlaugur Þór Þórðarson verður formaður umhverfisnefndar í stað Sigríðar Önnu Þórðardóttur sem hefur tekið við starfi umhverfisráðherra. Þá hefur Arnbjörg Sveinsdóttir verði kjörin varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Innlent 13.10.2005 14:42 « ‹ 78 79 80 81 ›
Bensínstyrkir verði ekki skertir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í dag að hvetja til þess að fallið verði frá því að skerða bensínstyrk til öryrkja. Þá vilja sjálfstæðismenn að styrkir hreyfihamlaðra til bifreiðakaupa verði auknir. Innlent 23.10.2005 15:05
Lýsir eftir baráttuanda Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og frambjóðandi til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins, segist undrast hversu fáir gefi kost á sér í forystusveit flokksins og spyr hvað sé orðið um grasrótina og baráttuandann. Innlent 23.10.2005 15:04
Geir vill selja Landsvirkjun Geir H. Haarde, verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir tímabært að selja Landsvirkjun eftir nokkur ár. Hann segir einkavæðingu ríkisfyrirtækja hafa losað um mikið fé og stuðlað að jöfnuði. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar orðið berir að miklum fordómum að hans mati. Innlent 23.10.2005 15:04
Vilja ekki gjaldfrjálsan leikskóla Ungir sjálfstæðismenn eru andvígir því að boðið verði upp á gjaldfrjálsan leikskóla. Þeir segja nær að efla einkaframtakið á öllum skólastigum. Nýkjörinn formaður Ungra sjálfstæðismanna hyggst bera upp tillögu á landsfundi flokksins sem felur í sér að Íslendingar falli frá framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Innlent 23.10.2005 15:01
Álykta gegn framboði Íslands? Svo gæti farið að Landsfundur sjálfstæðismanna álykti gegn framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og krefjist þess að framboðið verði dregið til baka. Í drögum að ályktunum fyrir flokksþing Ungra sjálfstæðismanna segir að sambandið vilji að framboð Íslands verði dregið til baka. Innlent 23.10.2005 15:00
Bjarni og Árni styðja Þorgerði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir virðist hafa yfirgnæfandi stuðning í þingliði sjálfstæðismanna til að verða varaformaður flokksins. Bæði Bjarni Benediktsson og Árni M. Mathiesen sem voru taldir líklegastir til að fara gegn henni hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við hana. Innlent 14.10.2005 06:41
Bjarni hefur ekki tekið ákvörðun Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa leitt hugann mikið að varaformannsframboði í flokknum. Það sé enginn þrýstingur á hann og honum liggi ekkert á að ákveða hvort hann fari fram eða ekki. Það komi bara í ljós þegar þar að kemur. Innlent 14.10.2005 06:41
75 ára afmæli SUS á Þingvöllum Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, ætlar í dag að ávarpa hátíðarstjórnarfund SUS sem haldinn verður á Þingvöllum. Tilefni fundarins er sjötíu og fimm ára afmæli SUS en sambandið var stofnað í Hvannagjá á Þingvöllum 27. júlí árið 1930. Innlent 13.10.2005 19:25
Vilhjálmur vill prófkjör Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, vill að flokkurinn haldi prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Hann sækist eftir fyrsta sætinu og lítur ekki á það sem þrýsting á sig þótt Gísli Marteinn Baldursson hafi einnig lýst áhuga á að leiða flokkinn í kosningunum. Innlent 13.10.2005 19:16
Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Samband ungra sjálfstæðismanna hvetur ríkið til að hætta afskiptum af fjölmiðlum. Í ályktun ungliðanna er því mótmælt að sett séu fram hugmyndir um að skerða möguleika á fjármögnun einkarekinna fjölmiðla, á sama tíma og frumvarp liggi fyrir sem tryggi Ríkisútvarpinu rétt til aukinna umsvifa á markaðnum. Innlent 13.10.2005 19:04
Öll mismunun máð úr lögum Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hvetur þingmenn til þess að má úr lögum alla mismunun á grundvelli kynhneigðar. Stjórn SUS segir lög um staðfesta samvist og lög um tæknifrjóvganir fela í sér mismunun sem byggist á fordómum en ekki rökum. Innlent 13.10.2005 15:26
Sjálfstæðisflokkurinn fræðir ekki um styrki Sjálfstæðisflokkurinn neitar að gefa upplýsingar um styrktaraðila sína eða einstaka styrki til flokksins. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um styrki olíufélaganna til Sjálfstæðisflokksins í tölvupósti nýlega og barst þá þetta svar. Í svarinu kom einnig fram að flokkurinn hefði um langt skeið fylgt sömu reglu og aðrir stjórnmálaflokkar á Íslandi í þessum efnum. Innlent 13.10.2005 14:58
Vonbrigði fyrir sjálfstæðismenn Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að fylgi flokksins í könnun Fréttablaðsins valdi talsverðum vonbrigðum. Innlent 13.10.2005 14:57
Vinstri grænir á flugi Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins myndu Vinstri grænir rúmlega tvöfalda fylgi sitt ef boðað væri nú til kosninga. Helmingur þingmanna Frjálslynda flokksins myndi hins vegar falla af þingi. Fylgi Samfylkingar eykst frá síðustu könnun, en fylgi stjórnarflokkanna dalar. Innlent 13.10.2005 14:57
Nefndarskipan gagnrýnd Til hvassra orðaskipta kom á Alþingi í gær á milli fjármálaráðherra og þingmanna Samfylkingarinnar. Tilefnið var athugasemd Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns flokksins um störf þingsins. Innlent 13.10.2005 14:48
Samskráning í virðisaukaskattsskrá Geir H. Haarde fjármálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um breytingu á lögum um virðisaukaskatt. Frumvarpið heimilar skattstjóra að samskrá tvö eða fleiri skráningarskyld hlutafélög og einkahlutafélög á virðisaukaskattsskrá. Innlent 13.10.2005 14:47
Ekki leiðinlegt að eiga við Davíð Brotthvarf Davíðs Oddssonar úr stól forsætisráðherra setti nokkurn svip á umræður um fyrstu stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar sem forsætisráðherra í gærkvöld. </font /> Innlent 13.10.2005 14:44
Davíðs skipar virðingarsess Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands lauk lofsorði á störf þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar í ráðuneytunum sem þeir yfirgáfu um miðjan síðasta mánuð. Sagði forsetinn að Davíð Oddsson myndi skipa "sérstakan virðingarsess í annálum þings og þjóðar." </font /> Innlent 17.10.2005 23:41
Arnbjörg varaformaður þingflokks Sjálfstæðismenn gera nokkrar breytingar á skipan sinna manna í nefndum Alþingis. Þar ber hæst að Guðlaugur Þór Þórðarson verður formaður umhverfisnefndar í stað Sigríðar Önnu Þórðardóttur sem hefur tekið við starfi umhverfisráðherra. Þá hefur Arnbjörg Sveinsdóttir verði kjörin varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Innlent 13.10.2005 14:42