Sprengisandur

Fréttamynd

Spyr hver ávinningurinn sé af áfrýjun á dómi MDE

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma.

Innlent
Fréttamynd

Fjármálin í góðu horfi þrátt fyrir framúrkeyrslur

Borgarstjóri segir fjármál Reykjavíkurborgar í góðu horfi þrátt fyrir þær framúrkeyrslur sem minnihluti borgarinnar hafi bent á upp á síðkastið. Braggamálið sé innan við eitt prósent af því fé sem borgin ráðstafaði á síðasta ári og umræðan sé komin út fyrir öll mörk.

Innlent
Fréttamynd

Segir áherslur félaganna einkennilegar

Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé.

Innlent
Fréttamynd

„Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Telur siðareglur ekki eiga við um þjóðkjörna fulltrúa

Siðareglur eiga ekki við í tilfelli þjóðkjörinna fulltrúa og þar af leiðandi ekki heldur siðanefnd Alþingis að mati Brynjars Níelssonar þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Með siðareglunum hafi verið opnað Pandórubox og þróunin muni verða sú að fólk muni kæra í sífellu.

Innlent
Fréttamynd

Kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna Fiskistofu

Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni.

Innlent
Fréttamynd

Bitcoin "algjört eyðingarafl“ að mati Andra Snæs

Rafmyntir á borð við Bitcoin eru algjört eyðingarafl að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfunds. Hann vill að orkumálastjóri beiti sér fyrir því á heimsvísu að rafmyntir verði bannaðar. Þannig sé hægt að spara gríðarlega orku.

Innlent
Fréttamynd

Kaupin á gula vestinu ekki í nafni VR

Formaður VR segist ekki vera að boða óeirðir í nafni félagsins þó svo að hann hafi hvatt til kaupa á gulum vestum, eins og þeim sem notuð hafa verið í Frakklandi.

Innlent