Verkföll 2019

Fréttamynd

Komust að samkomulagi upp úr miðnætti

Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að landa samningum í dag

Fundur verkalýðsfélaganna Eflingar, VR, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV við Samtök atvinnulífsins hófst klukkan 9:30 í húsakynnum sáttasemjara í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Limmósínur fyrir strætó

Eðalvagnar Haraldar munu í dag aka á leið 14 sem fer frá Granda að Versló með viðkomu í Langholtshverfi og Bústaðahverfi. Einnig á leið 16 sem fer frá Hlemmi að Hádegismóum. Ferðirnar eru ókeypis.

Innlent
Fréttamynd

Samningsaðilar ræða launaliðinn mjög stíft

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að steytt hafi á umræðunni um launaliðinn í kjaraviðræðum sex stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins en deiluaðilar hafa fundað stíft í dag.

Innlent
Fréttamynd

Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman

Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus.

Innlent
Fréttamynd

Funda stíft næstu daga

Samtök atvinnulífsins og stéttarfélögin sex sem eru í samfloti funduðu í gær hjá ríkissáttasemjara, sem hefur boðað deiluaðila á vinnufundi í dag og á laugardag og sunnudag.

Innlent
Fréttamynd

Samningsvilji en langt í land

Verkföllum sem standa áttu í dag og á morgun er aflýst. Leiðtogar eru í senn bjartsýnir á árangur og hófstilltir. Aðkoma stjórnvalda hefur verið dýrmæt segir formaður VR.

Innlent
Fréttamynd

„Verkfallsvopnið, það bítur“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings.

Innlent
Fréttamynd

Verkföllum aflýst

Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst.

Innlent