Sveitarstjórnarmál

Fréttamynd

Ráða íslensk sveitarfélög við verkefnið?

Mánaðarleg meðalheildarlaun fullvinnandi sérfræðinga hjá sveitarfélögum árið 2020 voru þriðjungi lægri en á almennum markaði og fjórðungi lægri en hjá ríkinu! Það er síðan sérstakt áhyggjuefni að ein skýrasta birtingarmynd kynjaðs vinnumarkaðar skuli endurspeglast í kerfisbundnu vanmati á virði kvenna með háskólamenntun hjá sveitarfélögum. Hvernig snúum við af þessari braut?

Skoðun
Fréttamynd

„Okkur þykir þetta náttúrulega gríðarlega miður“

Varaformaður kjörstjórnar hjá Samfylkingunni harmar úrvinnslu máls Guðmundar Inga Þóroddssonar frambjóðanda, sem var úrskurðaður ókjörgengur degi fyrir prófkjör. Sérfræðingur í stjórnskipunarrétti segir verra að taka þurfi svona ákvarðanir með eins stuttum fyrirvara og að deila megi um hvort lögin séu nógu skýr.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herrar for­tíðarinnar?

Ég hjó eftir því að bæði innviðaráðherra og fjármálaráðherra eru sammála um að sveitarfélögin eigi bara alls ekki að hafa orð á því að tveir stærstu málaflokkarnir sem þeim ber að sinna vaxi svo hratt að það fjármagn sem var ætlað í þá fyrir áratugum síðan dugi ekki lengur.

Skoðun
Fréttamynd

Stefnir í óefni ef sveitarfélög koma ekki böndum á launagjöld

Það gæti stefnt í óefni ef sveitarfélög koma ekki böndum á hækkun launagjalda og fjölgun stöðugilda. Einnig þarf að huga betur að samsetningu starfsfólks sem sinnir grunnþjónustu svo að þjónustustig sé í samræmi við fjölda starfsmanna og þjónustuþörf. Þetta segir Haraldur L. Haraldsson, hjá HLH Ráðgjöf, sem hefur áratuga reynslu af ráðgjöf á stjórnskipulagi, fjármálum og rekstri sveitarfélaga.

Innherji
Fréttamynd

Vald­níðsla

Nú berast fréttir af því að hópur alþingismanna hafi lagt fram frumvarp til að afnema skipulagsvaldið af sveitarfélögum á Suðurnesjum.

Skoðun
Fréttamynd

Vill leiða jafnaðar­menn til sigurs á ný

Guð­mundur Árni Stefáns­son sendi­herra og fyrr­verandi ráð­herra sækist eftir því að leiða lista Sam­fylkingarinnar í Hafnar­firði í komandi sveitar­stjórnar­kosningum. Hann segist ekki vera í fram­boði til bæjar­stjóra á þessari stundu en hann gegndi því em­bætti fyrir rúmum þrjá­tíu árum.

Innlent
Fréttamynd

„Ég held að þetta geti orðið hörð barátta“

Dagur B. Eggertsson hefur setið lengur í borgarstjórn en nokkur annar sem situr þar nú. Hann hefur verið borgarfulltrúi í 20 ár og þar af átta ár borgarstjóri, og nú segist hann ekki geta hætt við hálfklárað verk.

Innlent
Fréttamynd

Útsvarstekjur borgarinnar jukust um 7,4 prósent milli ára

Útsvarstekjur Reykjavíkurborgar námu 84 milljörðum króna á árinu 2021 og jukust um 7,4 prósent milli ára. Aukningin er á pari við meðalaukningu útsvarstekna sveitarfélaga í fyrra en af sex stærstu sveitarfélögunum var minnsta aukningin hjá Hafnarfjarðarbæ. Þetta má lesa úr nýjum tölum á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Innherji
Fréttamynd

Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu

Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu hafa óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að það verði byggt hjúkrunarheimili á svæðinu. Fimmtán prósent íbúa sveitarfélaganna eru 65 ára eða eldri.

Innlent
Fréttamynd

Losað um spenni­treyjuna

Í morgun fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2022. Samkvæmt áætluninni var ráð gert fyrir 5 milljón króna afgangi af rekstri bæjarins á árinu.

Skoðun
Fréttamynd

Miklar breytingar fram undan

Barist verður um eftirsóttar bæjarstjórastöður í sveitarfélögum í kringum Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum að sögn stjórnmálafræðings. Rúmir fimm mánuðir eru til kosninga og línurnar eru farnar að skýrast.

Innlent
Fréttamynd

Rekstur sveitarfélaga ekki sjálfbær til lengri tíma litið

Á röskum 40 árum, frá árinu 1980 til 2020, sýna gögn hagstofu að heildarafkoma sveitarfélaga hefur verið neikvæð í 33 ár og jákvæð í aðeins 8 ár, síðast árið 2007. Þetta kemur fram í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjárlagafrumvarpið.

Innherji
Fréttamynd

Launa­munurinn geti vel skýrst af há­launa­störfum

For­maður BSRB harmar gagn­rýni innan úr röðum Starfs­greina­sam­bandsins og segir ekki hægt að þá stað­reynd í efa að opin­berir starfs­menn séu lægra launaðir að meðal­tali. Hún úti­lokar þó ekki að þetta eigi aðal­lega við há­launa­störf en þau þurfi þá að hækka hjá hinu opinbera.

Innlent
Fréttamynd

Breyttur veruleiki sveitarfélaga

Skilvirk stjórnsýsla og hófleg skattheimta eru meðal stærstu hagsmunamála atvinnulífsins og þar með almennings. Skattlagning og opinber þjónusta er að stórum hluta í höndum sveitarfélaga og það er í þágu skattgreiðenda, sem og notenda þjónustu þeirra, að staðið sé að rekstri þeirra á skilvirkan og hagkvæman hátt.

Umræðan
Fréttamynd

Dagur sólar, sómi lands.

Í frétt á visir.is gengur borgarstjóri fram með þeim hætti að ekki verður undir setið þegjandi. Þar rekur hver rangfærslan aðra, raunar ekki síður hjá fulltrúa SA. Má kalla þessa frétt árás á byggð út um landið, svo stórar yfirlýsingar sem þar koma fram.

Skoðun
Fréttamynd

Niðurgreiðsla skattgreiðenda á ósjálfbærum rekstri minni sveitarfélaga verði sífellt kostnaðarsamari

Í nýrri úttekt Samtaka atvinnulífsins er komist að þeirri afgerandi niðurstöðu að sveitarfélögum þurfi að fækka hressilega. Borgarstjóri tekur undir og segir sveitarfélögin sum hver alltof veik til að standa undir lögbundinni þjónustu í náinni framtíð. Kjarkleysi pólítíkurinnar og íhaldssemi sumra minni sveitarfélaga standi nauðsynlegum sameiningum fyrir þrifum. SA segja niðurgreiðslu skattgreiðenda á ósjálfbærum rekstri minni sveitarfélaga verða sífellt kostnaðarsamari.

Innherji