Fjölskyldumál

Fréttamynd

„Sæll. Er ég að fara að deyja?“

Viðvörunarbjöllur höfðu hringt hjá Laufeyju Karítas Einarsdóttur, margfaldri móður, í töluverðan tíma. Hún hafði sett fjölskyldu, börn og vinnu í fyrsta sætið en gleymt sjálfri sér.

Lífið
Fréttamynd

Sjá til hve margir koma fram undir nafni

Heimildarmyndagerðarmaður segir umræða um forsjár- og umgengnismál fasta í kynjafræðivinkli hér á landi. Heimildarmynd er í fjármögnun en ekki tímabært að greina frá því hverjir standi að baki myndinni enda sé umfjöllunarefnið sérstaklega viðkvæmt.

Innlent
Fréttamynd

Rauk í burtu en skildi eftir veskið og typpateikningu í snjónum

Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Edda Björk Arnardóttir, sem þá stóð til að afhenda norskum yfirvöldum, sætti gæsluvarðhaldi á grundvelli norrænnar handtökuskipunar. Í úrskurði Landsréttar er vakin athygli á því að Edda Björk hafi vanrækt tilkynningarskyldu þegar hún sætti farbanni. Þá beið typpamynd í snjó lögreglu við eina húsleit.

Innlent
Fréttamynd

Mál Eddu hljóti að vera eins­dæmi

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn varðandi handtöku og afhendingu á íslenskum ríkisborgurum, vegna máls Eddu Bjarkar Arnardóttur sem var nýlega framseld til Noregs. Þingmaðurinn telur að málið hljóti að vera einsdæmi. Edda Björk var úrskurðuð í mánaðarlangt gæsluvarðhald í Noregi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Segir ekki lengur hægt að sækja börnin til Ís­lands

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona, segir þá lagalegu stöðu komna upp að ekki sé hægt að sækja börn Eddu Bjarkar Arnardóttur til landsins. Ástæðan fellst meðal annars í því að búið sé að flytja hana úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Edda Björk í gæslu­varð­haldi

Edda Björk Arnardóttir, sem var framseld til Noregs í gær, hefur verið úrskurðuð í þrjátíu daga gæsluvarðhald í Þelamerkurfangelsi. Þetta staðfestir Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Eddu í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín

Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag

Innlent
Fréttamynd

Edda Björk farin úr landi

Edda Björk Arnardóttir var framseld til Noregs seinni partinn í dag. Hún hefur verið sökuð um að hafa flutt börn sín í leyfisleysi frá Noregi til Íslands á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Segir allar á­kvarðanir í máli Eddu Bjarkar sam­kvæmt lögum

Landsréttur hefur staðfest úrskurð um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar Arnardóttur. Dómsmálaráðherra segir í yfirlýsingu að ráðherra og ráðuneyti hennar hafi enga að komu að málinu. Ríkissaksóknari hafi tekið allar ákvarðanir í málinu og að þær séu allar samkvæmt lögum. 

Innlent
Fréttamynd

Norskir lög­reglu­menn mættir til Kefla­víkur

Það var embætti ríkissaksóknara sem krafðist þess að Edda Björk Arnardóttir yrði færð úr fangelsinu á Hólmsheiði og til Keflavíkur seint í gærkvöldi. Í Keflavík voru mættir lögreglumenn frá Noregi sem ætluðu að fylgja henni þangað. 

Innlent
Fréttamynd

Hnefa­rétturinn

Í morgun voru sagðar fréttir af því að hópur fólks hefði safnast saman við fangelsið á Hólmsheiði og ætlaði að sögn að koma í veg fyrir flutning konu til Noregs „með öllum tiltækum ráðum.“

Skoðun