Skotland Ölvaður flugmaður handtekinn í Skotlandi Flugmaður sem átti að fljúga vél flugfélagsins Delta frá Edinborg í Skotlandi til bandarísku borgarinnar New York var handtekinn vegna gruns um að vera ölvaður. Fresta þurfti fluginu þar sem flugmaðurinn var handtekinn þegar rúmur hálftími var í flugtak. Erlent 20.6.2023 22:42 Sturgeon sleppt úr haldi Nicolu Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Hún var handtekin í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn á fjármögnun og fjármálum skoska þjóðarflokksins. Erlent 11.6.2023 19:51 Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands var handtekin nú í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn sem stendur yfir á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins. Grunur leikur á að flokkurinn hafi misfarið með kosningaframlög uppá 600 þúsund pund. Erlent 11.6.2023 14:28 Þakka ótrúlegan stuðning eftir að kveikt var í velli félagsins Skoska neðri deildarliðið Dunipace FC hefur þakkað stuðningsfólki sínu fyrir ótrúlegan stuðning og fjárhagslega aðstoð eftir að kveikt var í gervigrasvelli liðsins fyrir ekki svo löngu. Fótbolti 23.5.2023 07:00 Skammaðist sín fyrir að vera Íslendingur Hundrað og sjötíu farþegar sátu fastir á flugvellinum í Glasgow í hátt í fjörutíu tíma, á meðan þeir biðu þess að komast um borð í vél til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan tvö í nótt. Ástæða seinkunarinnar var bilun í vélinni. Þegar varahlutur barst reyndist hann síðan ónothæfur. Einn farþega segist hafa skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Neytendur 20.5.2023 23:21 Lentu loksins í Keflavík eftir næstum 40 tíma seinkun Flugvél Icelandair með farþegum innanborðs sem setið höfðu fastir í næstum fjörutíu klukkustundir á flugvellinum í Glasgow tók loks á loft í kringum miðnætti að íslenskum tíma í gærkvöldi og var lent á Keflavíkurflugvelli upp úr tvö í nótt. Innlent 20.5.2023 11:13 „Skelfileg upplifun“ farþega eftir 38 klukkutíma seinkun Farþegar sem setið hafa fastir á flugvelli í Glasgow í Skotlandi vegna tafa hjá Icelandair segja ástandið óþolandi. 170 manns áttu að fljúga með vélinni, sem bilaði, og loks þegar varahlutur barst reyndist hann ónothæfur. Innlent 19.5.2023 22:32 Súlur sem lifa af fuglaflensu breyta um augnlit Vísindamenn hafa komist að því að augnlitur þeirra súla sem lifa af fuglaflensu breytist úr bláum í svartan. Uppgötvunin gæti reynst mikilvæg við að flokka fugla. Innlent 4.5.2023 23:57 MasterChef-dómarinn Jock Zonfrillo er látinn Skoski sjónvarpsmaðurinn Jock Zonfrillo er látinn, 46 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem dómari í áströlsku útgáfu MasterChef-þáttanna. Lífið 1.5.2023 07:36 Lagahöfundur Snjókorn falla er látinn Skoski lagahöfundurinn Bob Heatlie er látinn, 76 ára að aldri. Hann samdi fjölda laga og stefja fyrir hina ýmsu tónlistarmenn og sjónvarpsþætti. Lífið 17.4.2023 16:59 Eiginmaður Sturgeon handtekinn í tengslum við lögreglurannsókn Eiginmaður Nicolu Sturgeon, fyrrverandi leiðtoga Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á fjármálum þjóðarflokksins. Erlent 5.4.2023 10:11 Humza Yousaf tekur við af Sturgeon Humza Yousaf mun taka við sem fyrsti ráðherra Skotlands af Nicola Sturgeon sem sagði af sér fyrir rúmum mánuði síðan. Atkvæðagreiðsla um skipun hans fer fram á þinginu á morgun. Erlent 27.3.2023 13:42 Play mun fljúga til Glasgow Flugfélagið Play hyggst hefja áætlunarflug til Glasgow í Skotlandi og verður fyrsta flugið föstudaginn 26. maí næstkomandi. Viðskipti innlent 7.3.2023 10:21 Bræður uppgötvuðu hvor annan á níræðisaldri Röð tilviljana leiddi til þess að tveir bræður, sem höfðu ekki hugmynd um tilvist hvors annars, voru loksins sameinaðir á níræðisaldri. Lífið 27.2.2023 22:02 Fjármálaráðherrann vill taka við af Sturgeon Kate Forbes, fjármálaráðherra Skotlands, hefur tilkynnt að hún sækist eftir að taka við af Nicolu Sturgeon sem leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og þar með verða næsti fyrsti ráðherra landsins. Erlent 20.2.2023 13:21 Sturgeon segir af sér Nicola Sturgeon hyggst segja af sér sem fyrsti ráðherra Skotlands. Hún hefur gegnt embættinu síðan árið 2014 en enginn hefur verið ráðherra landsins svo lengi. Erlent 15.2.2023 10:03 Trans kona dæmd fyrir nauðganir tekur dóminn út í karlafangelsi Trans kona í Skotlandi var í vikunni fundin sek um að hafa nauðgað tveimur konum áður en hún kom út úr skápnum. Eftir að dómurinn féll var hún flutt í kvennafangelsi en yfirvöld segja hana ekki munu verða vistaða þar, hvorki til skemmri né lengri tíma. Erlent 26.1.2023 23:51 Sturgeon segir beitingu neitunarvaldsins árás Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að beita neitunarvaldi sínu gagnvart skoska þinginu og lagafrumvarpi þess sem myndi gera fólki auðveldara fyrir að ákvarða og breyta eigin kynskráningu. Erlent 17.1.2023 00:02 Kokkurinn sem fann upp á tikka masala er látinn Ali Ahmed Aslam, kokkurinn sem fann upp á tikka masala-kjúklingaréttinum er látinn, 77 ára að aldri. Hann hafði rekið veitingastaðinn Shish Mahal í Glasgow í Skotlandi í 58 ár. Erlent 21.12.2022 19:53 Meintur Lockerbie-sprengjumaður framseldur til Bandaríkjanna Líbískur fyrrverandi leyniþjónustumaður sem er ákærður fyrir að smíða sprengjuna sem grandaði farþegaþotu yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988 er nú í haldi bandarískra yfirvalda. Hann verður framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til saka. Erlent 12.12.2022 11:48 Skotar mega ekki kjósa um sjálfstæði aftur án leyfis Æðsti dómstóll Bretlands bannað skosku heimstjórninni að halda aðra atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands án samþykkis breska þingsins í dag. Skoskir þjóðernissinnar vonuðust til þess að kjósa aftur um sjálfstæði á næsta ári. Erlent 23.11.2022 14:50 Skotar þurfa leyfi fyrir nýrri atkvæðagreiðslu Skoska heimastjórnin má ekki halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði, án leyfis frá breska þinginu. Hæstiréttur Bretlands opinberaði þessa niðurstöðu í morgun en Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar, stefndi á atkvæðagreiðslu í október á næsta ári. Erlent 23.11.2022 11:02 Eftirlýstur flóttamaður þóttist vera írskur munaðarleysingi Sannað hefur verið fyrir skoskum dómstólum að karlmaður sem kvaðst vera írskur munaðarleysingi er í raun Bandaríkjamaður á flótta undan réttvísinni. Dómstóll í Edinborg komst að þessari niðurstöðu í vikunni. Erlent 11.11.2022 13:39 Söngvari Nazareth er látinn Skoski söngvarinn Dan McCafferty, sem var einn af forsprökkum þungarokkssveitarinnar Nazareth, er látinn, 76 ára að aldri. Sveitin gerði garðinn frægan með rokkslögurum á borð við Love Hurts og Hair of the Dog. Lífið 9.11.2022 07:32 Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. Erlent 21.10.2022 12:10 Glasgow og Liverpool keppast um að halda Eurovision Borgirnar Glasgow og Liverpool í Bretlandi standa nú tvær eftir í keppninni um að halda Eurovision. Samkvæmt The BBC voru þær borgir með bestu tilboðin fyrir viðburðarhaldið. Bretland var valið til þess að halda keppnina í ljósi innrásar Rússlands í Úkraínu, sem sigraði Eurovision. Lífið 27.9.2022 16:01 Beið tólf tíma í röð til að votta drottningunni virðingu sína Knattspyrnugoðsögnin David Beckham beið í röð í tólf klukkustundir til þess að geta vottað Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína í dag. Lífið 16.9.2022 14:25 Börn drottningarinnar stóðu Vakt prinsanna Karl þriðji Bretakonungur og systkini hans, börn Elísabetar II, stóðu vakt við líkkistu hennar í dómkirkju heilags Giles í Edinborg í Skotlandi síðdegis í dag. Um er að ræða hefð sem nær tæpa öld aftur í tímann. Erlent 12.9.2022 20:59 Líkkista drottningarinnar flutt frá Balmoral Líkkista drottningarinnar hefur verið flutt frá Balmoral-kastala og fjöldi fólks hefur safnast saman nærri kastalanum. Til stendur að keyra með kistuna alla leið til Edinborgar. Erlent 11.9.2022 09:28 Vilhjálmur, Katrín, Harry og Meghan heilsa fólki við Windsor Vilhjálmur Bretaprins, eiginkona hans Katrín prinsessa, Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan eru að heilsa upp á almenning, sem hefur komið sér fyrir fyrir utan Windsor kastala. Erlent 10.9.2022 16:51 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 7 ›
Ölvaður flugmaður handtekinn í Skotlandi Flugmaður sem átti að fljúga vél flugfélagsins Delta frá Edinborg í Skotlandi til bandarísku borgarinnar New York var handtekinn vegna gruns um að vera ölvaður. Fresta þurfti fluginu þar sem flugmaðurinn var handtekinn þegar rúmur hálftími var í flugtak. Erlent 20.6.2023 22:42
Sturgeon sleppt úr haldi Nicolu Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Hún var handtekin í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn á fjármögnun og fjármálum skoska þjóðarflokksins. Erlent 11.6.2023 19:51
Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands var handtekin nú í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn sem stendur yfir á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins. Grunur leikur á að flokkurinn hafi misfarið með kosningaframlög uppá 600 þúsund pund. Erlent 11.6.2023 14:28
Þakka ótrúlegan stuðning eftir að kveikt var í velli félagsins Skoska neðri deildarliðið Dunipace FC hefur þakkað stuðningsfólki sínu fyrir ótrúlegan stuðning og fjárhagslega aðstoð eftir að kveikt var í gervigrasvelli liðsins fyrir ekki svo löngu. Fótbolti 23.5.2023 07:00
Skammaðist sín fyrir að vera Íslendingur Hundrað og sjötíu farþegar sátu fastir á flugvellinum í Glasgow í hátt í fjörutíu tíma, á meðan þeir biðu þess að komast um borð í vél til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan tvö í nótt. Ástæða seinkunarinnar var bilun í vélinni. Þegar varahlutur barst reyndist hann síðan ónothæfur. Einn farþega segist hafa skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Neytendur 20.5.2023 23:21
Lentu loksins í Keflavík eftir næstum 40 tíma seinkun Flugvél Icelandair með farþegum innanborðs sem setið höfðu fastir í næstum fjörutíu klukkustundir á flugvellinum í Glasgow tók loks á loft í kringum miðnætti að íslenskum tíma í gærkvöldi og var lent á Keflavíkurflugvelli upp úr tvö í nótt. Innlent 20.5.2023 11:13
„Skelfileg upplifun“ farþega eftir 38 klukkutíma seinkun Farþegar sem setið hafa fastir á flugvelli í Glasgow í Skotlandi vegna tafa hjá Icelandair segja ástandið óþolandi. 170 manns áttu að fljúga með vélinni, sem bilaði, og loks þegar varahlutur barst reyndist hann ónothæfur. Innlent 19.5.2023 22:32
Súlur sem lifa af fuglaflensu breyta um augnlit Vísindamenn hafa komist að því að augnlitur þeirra súla sem lifa af fuglaflensu breytist úr bláum í svartan. Uppgötvunin gæti reynst mikilvæg við að flokka fugla. Innlent 4.5.2023 23:57
MasterChef-dómarinn Jock Zonfrillo er látinn Skoski sjónvarpsmaðurinn Jock Zonfrillo er látinn, 46 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem dómari í áströlsku útgáfu MasterChef-þáttanna. Lífið 1.5.2023 07:36
Lagahöfundur Snjókorn falla er látinn Skoski lagahöfundurinn Bob Heatlie er látinn, 76 ára að aldri. Hann samdi fjölda laga og stefja fyrir hina ýmsu tónlistarmenn og sjónvarpsþætti. Lífið 17.4.2023 16:59
Eiginmaður Sturgeon handtekinn í tengslum við lögreglurannsókn Eiginmaður Nicolu Sturgeon, fyrrverandi leiðtoga Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á fjármálum þjóðarflokksins. Erlent 5.4.2023 10:11
Humza Yousaf tekur við af Sturgeon Humza Yousaf mun taka við sem fyrsti ráðherra Skotlands af Nicola Sturgeon sem sagði af sér fyrir rúmum mánuði síðan. Atkvæðagreiðsla um skipun hans fer fram á þinginu á morgun. Erlent 27.3.2023 13:42
Play mun fljúga til Glasgow Flugfélagið Play hyggst hefja áætlunarflug til Glasgow í Skotlandi og verður fyrsta flugið föstudaginn 26. maí næstkomandi. Viðskipti innlent 7.3.2023 10:21
Bræður uppgötvuðu hvor annan á níræðisaldri Röð tilviljana leiddi til þess að tveir bræður, sem höfðu ekki hugmynd um tilvist hvors annars, voru loksins sameinaðir á níræðisaldri. Lífið 27.2.2023 22:02
Fjármálaráðherrann vill taka við af Sturgeon Kate Forbes, fjármálaráðherra Skotlands, hefur tilkynnt að hún sækist eftir að taka við af Nicolu Sturgeon sem leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og þar með verða næsti fyrsti ráðherra landsins. Erlent 20.2.2023 13:21
Sturgeon segir af sér Nicola Sturgeon hyggst segja af sér sem fyrsti ráðherra Skotlands. Hún hefur gegnt embættinu síðan árið 2014 en enginn hefur verið ráðherra landsins svo lengi. Erlent 15.2.2023 10:03
Trans kona dæmd fyrir nauðganir tekur dóminn út í karlafangelsi Trans kona í Skotlandi var í vikunni fundin sek um að hafa nauðgað tveimur konum áður en hún kom út úr skápnum. Eftir að dómurinn féll var hún flutt í kvennafangelsi en yfirvöld segja hana ekki munu verða vistaða þar, hvorki til skemmri né lengri tíma. Erlent 26.1.2023 23:51
Sturgeon segir beitingu neitunarvaldsins árás Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að beita neitunarvaldi sínu gagnvart skoska þinginu og lagafrumvarpi þess sem myndi gera fólki auðveldara fyrir að ákvarða og breyta eigin kynskráningu. Erlent 17.1.2023 00:02
Kokkurinn sem fann upp á tikka masala er látinn Ali Ahmed Aslam, kokkurinn sem fann upp á tikka masala-kjúklingaréttinum er látinn, 77 ára að aldri. Hann hafði rekið veitingastaðinn Shish Mahal í Glasgow í Skotlandi í 58 ár. Erlent 21.12.2022 19:53
Meintur Lockerbie-sprengjumaður framseldur til Bandaríkjanna Líbískur fyrrverandi leyniþjónustumaður sem er ákærður fyrir að smíða sprengjuna sem grandaði farþegaþotu yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988 er nú í haldi bandarískra yfirvalda. Hann verður framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til saka. Erlent 12.12.2022 11:48
Skotar mega ekki kjósa um sjálfstæði aftur án leyfis Æðsti dómstóll Bretlands bannað skosku heimstjórninni að halda aðra atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands án samþykkis breska þingsins í dag. Skoskir þjóðernissinnar vonuðust til þess að kjósa aftur um sjálfstæði á næsta ári. Erlent 23.11.2022 14:50
Skotar þurfa leyfi fyrir nýrri atkvæðagreiðslu Skoska heimastjórnin má ekki halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði, án leyfis frá breska þinginu. Hæstiréttur Bretlands opinberaði þessa niðurstöðu í morgun en Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar, stefndi á atkvæðagreiðslu í október á næsta ári. Erlent 23.11.2022 11:02
Eftirlýstur flóttamaður þóttist vera írskur munaðarleysingi Sannað hefur verið fyrir skoskum dómstólum að karlmaður sem kvaðst vera írskur munaðarleysingi er í raun Bandaríkjamaður á flótta undan réttvísinni. Dómstóll í Edinborg komst að þessari niðurstöðu í vikunni. Erlent 11.11.2022 13:39
Söngvari Nazareth er látinn Skoski söngvarinn Dan McCafferty, sem var einn af forsprökkum þungarokkssveitarinnar Nazareth, er látinn, 76 ára að aldri. Sveitin gerði garðinn frægan með rokkslögurum á borð við Love Hurts og Hair of the Dog. Lífið 9.11.2022 07:32
Sundraður Íhaldsflokkur leitar að fimmta leiðtoganum á sex árum Stjórnarandstaðan í Bretlandi segir Íhaldsflokkinn rúinn öllu trausti og krefst tafarlausra kosninga eftir að fjórði leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra á aðeins sex árum sagði af sér í gær. Ekki er útilokað að Boris Johnson bjóði sig aftur fram til forystu. Erlent 21.10.2022 12:10
Glasgow og Liverpool keppast um að halda Eurovision Borgirnar Glasgow og Liverpool í Bretlandi standa nú tvær eftir í keppninni um að halda Eurovision. Samkvæmt The BBC voru þær borgir með bestu tilboðin fyrir viðburðarhaldið. Bretland var valið til þess að halda keppnina í ljósi innrásar Rússlands í Úkraínu, sem sigraði Eurovision. Lífið 27.9.2022 16:01
Beið tólf tíma í röð til að votta drottningunni virðingu sína Knattspyrnugoðsögnin David Beckham beið í röð í tólf klukkustundir til þess að geta vottað Elísabetu II Bretadrottningu virðingu sína í dag. Lífið 16.9.2022 14:25
Börn drottningarinnar stóðu Vakt prinsanna Karl þriðji Bretakonungur og systkini hans, börn Elísabetar II, stóðu vakt við líkkistu hennar í dómkirkju heilags Giles í Edinborg í Skotlandi síðdegis í dag. Um er að ræða hefð sem nær tæpa öld aftur í tímann. Erlent 12.9.2022 20:59
Líkkista drottningarinnar flutt frá Balmoral Líkkista drottningarinnar hefur verið flutt frá Balmoral-kastala og fjöldi fólks hefur safnast saman nærri kastalanum. Til stendur að keyra með kistuna alla leið til Edinborgar. Erlent 11.9.2022 09:28
Vilhjálmur, Katrín, Harry og Meghan heilsa fólki við Windsor Vilhjálmur Bretaprins, eiginkona hans Katrín prinsessa, Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan eru að heilsa upp á almenning, sem hefur komið sér fyrir fyrir utan Windsor kastala. Erlent 10.9.2022 16:51
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent