Vinstri græn

Fréttamynd

Reykjanesskagi verði eldfjallagarður

Landvernd vill að Reykjanesskagi verði skipulagður sem eldfjallagarður og fólkvangur og að ekki verði ráðist í jarðvarmavirkjanir á nýjum svæðum. Landvernd vill endurskipuleggja svæðið í heild með tilliti til náttúruverndar, útivistar og vinnslu á jarðvarma og jarðhitaefna.

Innlent
Fréttamynd

Krefst rannsóknar á framgöngu lögreglu gegn mótmælendum

Flokksstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs krefst þess að fram fari rannsókn á framferði lögreglunnar og meintu harðræði af hennar hálfu og aðgerðum sem falið hafa í sér óþarfa og jafnvel ólögmæta hindrun á ferðum fólks um öræfi landsins.

Innlent
Fréttamynd

Segja Finn ekki vera lausn fyrir Framsókn

Það væri heimskulegt fyrir Framsóknarflokkinn að gera Finn Ingólfsson að formanni, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður Vinstri grænna segir slíkan leik vondan fyrir Framsókn sem þegar hafi orð á sér fyrir að vera hagsmunaklíka, en ekki stjórnmálaflokkur.

Innlent
Fréttamynd

Nýr bæjarstjóri á Hornafirði

Hjalti Þór Vignisson hefur verið ráðinn í starf bæjarstjóra í sveitafélaginu Hornafirði. Á fréttavefnum Horn.is kemur fram að það hafi verið samdóma álit nýs meirihluta framsóknarmanna og Samfylkingar að ráða Hjalta í starfið.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn og frjálslyndir mynda meirihluta á Akranesi

Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndir og óháðir mynduðu meirihluta í bæjarstjórn á fundi í gærkvöldi. Fréttavefurinn Skessuhorn punktur is greinir frá því að samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá verði Gísli S. Einarsson fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar næsti bæjarstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutaviðræður halda áfram í dag

Fulltrúar Fjarðarlistans og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð hafa ákveðið að halda meirihlutasamstarfi sínu áfram, en nú stækkar sveitarfélagið um Austurbyggð, Mjóafjarðarhrepp og Fáskrúðsfjörð.

Innlent
Fréttamynd

Sjálftæðismenn og Frjálslyndir funda á Akranesi í dag

Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn funda í dag um myndun nýs meirihluta á Akranesi. Á Akranesi féll meirihluti Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn í kosningunum. Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri-grænir einn hver og Samfylkingin tvo menn.

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutinn hélt óvænt velli

Meirihlutinn hélt á Ísafirði, þvert á það sem skoðanakannanir höfðu gefið ástæðu til að ætla. Bæjarstjórinn og oddviti Sjálfstæðismanna vill halda áfram samstarfinu við Framsóknarflokkinn undir sinni forystu.

Innlent
Fréttamynd

Straumurinn lá til vinstri

Straumur kjósenda lá til vinstri í nótt í stærstu sveitarfélögum landsins þar sem Vinstri-grænir og Samfylkingin bættu við sig fjölda sveitarstjórnarmanna. Sjálfstæðismenn bættu lítillega við sig en Framsóknarmenn töpuðu miklu.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn til valda í Kópavogi

Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs ef kosið yrði nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS. Sjálfstæðismenn fengju 46,8 prósent atkvæða og það dygði þeim til að fá sex bæjarfulltrúa af ellefu í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

D-listi með meirihluta

Sjálfstæðisflokkurinn fengi annað hvert atkvæði í kosningum til borgarstjórnar samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Frjálslyndi flokkurinn mælist í fyrsta sinn í sögu flokksins með nógu mikið fylgi í skoðanakönnun til að ná manni inn í borgarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ekki stækkun álversins

Vinstri-grænir í Hafnarfirði eru andvígir stækkun álversins í Straumsvík og hyggjast beita sér gegn henni í bæjarstjórn nái þeir til þess kjöri. Þeir vilja auk þess auka vægi íbúa Hafnarfjarðar í ákvarðanatöku um mál sem snerta þá.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir tvöfalda fylgi sitt

Fylgi hrynur af Framsóknarflokknum á Akureyri en Vinstri grænir nánast tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, samkvæmt þeim, sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Sjáflstæðisflokkurinn héldi sínum fjórum bæjarfulltrúum.

Innlent
Fréttamynd

Brosi allan hringinn

"Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, þegar kynntar voru niðurstöður könnunar fyrir NFS um fylgi flokkanna sem eru þar í framboði. Tveir af hverjum þremur kjósendum í Reykjanesbæ myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú.

Innlent
Fréttamynd

Sakar stjórnarandstöðu um verðbólguna

Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarliða um að flýja af hólmi fyrir sveitarstjórnarkosningar og forðast að ræða efnahagsmál. Þingmaður Framsóknarflokksins svaraði með því að segja að stjórnarandstaðan hefði talað upp verðbólguna.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmargir fara á mis við vaxtabætur

Fjölmargar fjölskyldur, sem eiga von á umtalsverðum vaxtabótum eins og í fyrra, og miða jafnvel einhverjar greiðslur við það, fá ekki krónu þegar álagningarseðlarnir berast í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri-grænir kynna lista sinn

Þorgrímur Einar Guðbjartsson á Erpsstöðum leiðir framboðslista Vinstri-grænna í Dalasýslu fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Framboðslistinn var samþykktur einróma á félagsfundi Vinstri-grænna í gær.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn tapa fylgi á Akureyri

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar á Akureyri er fallinn samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir NFS. Sjálfstæðismenn halda sínu fylgi, mælast með 36,5% fylgi, en Framsóknarflokkurinn tapar hins vegar rúmum þriðjungi af fylgi sínu.

Innlent
Fréttamynd

Vilja sleppa skatti af sjúkrastyrkjum

Fjórir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram lagafrumvarp um að styrkir úr sjúkra- og styrktarsjóðum stéttarfélaga verði ekki lengur skattskyldir. Fram hefur komið að nær ellefu þúsund einstaklingar greiddu rúmar 260 milljónir króna í skatta af sjúkrastyrkjum árið 2004.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn í stórsókn

Sjálfstæðisflokkurinn tvöfaldar fylgi sitt í Árborg og nær hreinum meirihluta samkvæmt nýrri skoðanakönnun NFS. Þrjátíu prósent kjósenda í Árborg hafa snúið baki við Samfylkingunni og Framsóknarflokknum samkvæmt könnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Sjálstæðismenn með vísan meirihluta

Sjálfstæðismenn ættu næstan vísan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðaðið birtir í dag. Samfylkingin fengi fimm borgarfulltrúa og Vinstri grænir einn. Framsóknarflokkurinn mælist minnstur flokka í Reykjavík, og nær ekki inn manni frekar en Frjálslyndir, sem þó bæta við sig fylgi.

Innlent
Fréttamynd

Hyggja á sókn í sveitarstjórnum

Markmið Vinstri-grænna í sveitarstjórnarkosningunum í maí er að stórefla Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í sveitarstjórnum landsins segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Guðrún Ágústa efst hjá VG

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, kennari og forvarnarfulltrúi í Flensborgarskóla, leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs við bæjarstjórnarkosningar í vor. Annað sæti listans skipar Jón Páll Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Regnbogabarna.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Pétursson leiðir Í-lista

Sigurður Pétursson, sagnfræðingur og kennari við Menntaskólann á Ísafirði, sigraði í prófkjöri prófkjöri Í-listans í Ísafjarðarbæ sem fram fór í gær. Hlaut hann 192 atkvæði í 1. sæti og alls 294 atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Tólf vilja sæti á Í-lista

Tólf eru í framboði í prófkjöri Í-listans, sameiginlegs framboðs Frjálslynda flokksins, Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Ísafirði sem fram fer í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mikil endurnýjun í borgarstjórn

Útlit er fyrir mikla endurnýjun í borgarstjórn eftir kosningarnar í vor. Miðað við uppröðun á lista og niðurstöður skoðanakannana að undanförnu má búast við að átta af fimmtán borgarfulltrúum komi nýir inn.

Innlent
Fréttamynd

Segist virða ákvörðun Valgerðar

Ný leiðtogi Vinstri-grænna á Akureyri segist virða þá ákvörðun Valgerðar Bjarnadóttur að taka ekki annað sætið á listanum. Hann boðar byltingu og neitar að hafa keypt fylgi með kjötbollum.

Innlent
Fréttamynd

Sökuð um að ganga erinda Bandaríkjamanna

Íslensk stjórnvöld voru sökuð um að ganga erinda bandaríska landvarnaráðuneytisins í stað þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar í skeleggum umræðum um fangaflug á Alþingi í dag.

Innlent