Lögreglan

Fréttamynd

Svipti sig lífi eftir vitnis­burð um greiðslu undir­heima­manns til lög­reglu­full­trúa

Þrítugur karlmaður sem tjáði lögreglumönnum að hann hefði orðið vitni að óeðlilegum samskiptum undirheimamanns og lögreglufulltrúa fór með þær upplýsingar til lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumennirnir mátu frásögn hans trúverðuga og fóru á fund yfirmanns fíkniefnadeildar. Viðbrögð hans voru að bera ásakanirnar beint upp á lögreglufulltrúann án þess að taka þær fyrst til skoðunar. Karlmaðurinn þrítugi svipti sig lífi skömmu síðar.

Innlent
Fréttamynd

„Langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi“ einnig upplýsingagjafi um árabil

Rúmlega fertugur karlmaður sem rannsóknarlögreglumenn grunar að hafi verið stórtækur í fíkniefnaheiminum í vel á annan áratug, var einn helsti upplýsingagjafi lögreglu um árabil. Þetta kemur fram í rannsóknargögnum lögreglu sem lekið var á netið og til fjölmiðla á föstudag. Einn lögreglumaður segir upplýsingagjafann „langstærsta fíkniefnabaróninn á Íslandi“.

Innlent
Fréttamynd

Lyfja­notkun ekki lengur frá­gangs­sök í lögreglunáminu

Notkun lyfseðilsskyldra lyfja verður ekki lengur útilokandi þáttur við inntöku í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem hefur tvívegis verið neitað um námið sökum þess að hún tekur kvíða- og þunglyndislyfið Sertral.

Innlent
Fréttamynd

Sérfræðiaðstoð firrir stjórnvöld ekki ábyrgð

Settur umboðsmaður Alþingis hefur beint því til mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar að taka mál til meðferðar að nýju, sökum þess að trúnaðarlæknir sem skilaði umsögn um umsókn manns um starfsnám svaraði ekki erindum mannsins.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla skoðar misbrest í upplýsingagjöf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið mistök að tilgreina ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla á aðfangadag um samkvæmi í Ásmundarsal sem lögregla stöðvaði. 

Innlent
Fréttamynd

Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra

Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi.

Innlent
Fréttamynd

„Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“

Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi ritstjóri DV greiðir knattspyrnu- og lögreglumanni bætur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ritstjóri DV, var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða fimm hundruð þúsund krónur í miskabætur og 1,7 milljónir króna í málskostnað. Það var vegna fréttar sem miðillinn birti um lögreglumann sem sakaður var um að hafa við embættisstörf slasað ungan mann í febrúar síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Erlendir lögreglumenn geti haft lögregluvald á Íslandi

Dómsmálaráðherra segir erlendum lögreglumönnum ekki verða gefið ótakmarkað lögregluvald þótt þeir fái heimild til að sinna lögreglustörfum hér á landi samkvæmt nýju frumvarpi. Þingmaður Pírata lýsti áhyggjum af þessum fyrirhuguðu breytingum á lögreglulögum á Alþingi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Mildaðir nauðgunardómar séu afleiðing manneklu

Það gerist reglulega að dómar í kynferðisbrotamálum eru mildaðir í Landsrétti vegna dráttar á málsmeðferð. Þingmaður Viðreisnar segir ástæðuna vera aukinn málafjölda og skort á starfsfólki hjá ákæruvaldinu.

Innlent
Fréttamynd

Fræðsla lög­reglu­manna um haturs­glæpi

Tjáning fordóma, hvort sem er í orði eða í verki, er vaxandi áhyggjuefni í heiminum í dag. Í framkvæmdaáætlun Sameinuðu Þjóðanna um aðgerðir gegn haturstjáningu frá 2019 er lýst yfir áhyggjum af mikilli aukningu á útlendingahatri, kynþáttahyggju og umburðarleysi, meðal annars gegn gyðingum, múslimum og kristnum.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég var að berjast fyrir því að halda mér á lífi“

Þann 18. janúar síðastliðinn varð mjög harður árekstur á Sandgerðisvegi þegar tveir bílar lentu þar framan á hvor öðrum á miklum hraða. Í öðrum bílnum var próflaus ökumaður undir áhrifum vímuefna en lögreglan var að veita honum eftirför eftir að hann hafi stolið bíl í Hafnarfirði skömmu áður.

Lífið
Fréttamynd

Ólafur Helgi í leyfi frá störfum sínum í ráðuneytinu

Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, er kominn í leyfi frá störfum sínum í dómsmálaráðuneytinu. Ólafur Helgi hefur stöðu sakbornings í rannsókn héraðssasksóknara að meintu broti á þagnarskyldu hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu

Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara.

Innlent
Fréttamynd

Víðir nýtur fyllsta trausts Katrínar og Svandísar

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra nýtur trausts Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Víðir lýsti gestagangi á heimili sínu í aðdraganda þess að hann greindist smitaður af Covid-19 á dögunum. Nokkur gagnrýni hefur verið í samfélaginu og háværar raddir um að Víðir hafi ekki fylgt eigin fyrirmælum miðað við frásögn hans.

Innlent
Fréttamynd

Kvörtun vegna ummæla Þórhildar Sunnu vísað frá

Forsætisnefnd Alþingis hefur vísað frá erindi um meint brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem varðar ummæli sem hún lét falla á þinginu þann 21. október. Ummæli Þórhildar Sunnu vörðuðu viðbrögð hennar við umfjöllun um þýðingu merkja sem lögreglukona hafði borið við skyldustörf á sáust á ljósmynd sem birtist af henni við frétt mbl.is.

Innlent
Fréttamynd

Uppfletting landamæravarðar í LÖKE fer fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur hefur veitt landamæraverði áfrýjunarleyfi sem dæmdur var fyrir að brot í opinberu starfi. Þetta kemur fram á vef Hæstaréttar en rétturinn tekur fyrir minnihluta þeirra mála sem dæmd hafa verið í Landsrétti. Þá helst ef málin hafa fordæmisgildi.

Innlent
Fréttamynd

Yfirlögregluþjónar stefna vegna um­deildra kjara­bóta

Hópur yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna hefur stefnt ríkislögreglustjóra og ríkinu vegna ákvörðunar um að afturkalla samninga sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá og bætti launakjör þeirra og lífeyrirsgreiðslur.

Innlent