Ástin og lífið

Fréttamynd

Barna­­lán hjá blaða­manna­pari

Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður á RÚV, og Viðar Guðjónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Sunna Karen greinir frá tímamótunum á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Viktorískt tilhugalíf

Hvernig sem að stofnast til hinna fyrstu kynna, í gegnum Tinder, djamm eða á nautnalegu námskeiði undir nafninu „Tengjum tungur saman yfir munaðarfullum munnbitum“, þá koma alltaf vangaveltur um hvernig næstu skrefum skal hagað.

Skoðun
Fréttamynd

Knattspyrnupar eignaðist son

Knattspyrnufókið Fanndís Friðriksdóttir og Eyjólfur Héðinsson eignuðust fyrr í vikunni son. Þetta er þeirra annað barn en fyrir tveimur árum eignuðust þau dóttur. 

Lífið
Fréttamynd

Kristrún búin að eiga

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og eiginmaður hennar, Einar B. Ingvarsson, eignuðust dóttur í byrjun febrúar. Þetta er þeirra annað barn en fyrir eiga þau dóttur sem fæddist árið 2019. Dóttirin hefur fengið nafnið Ragnhildur Steinunn.

Lífið
Fréttamynd

Gefin saman af Siggu Kling í brjáluðu veðri

Eftir þrjár tilraunir í brjáluðu veðri og gulri viðvörun gaf spákonan og gleðigjafinn Sigga Kling saman sexfalda heimsmeistarann í lethwei, Dave Leduc frá Kanada og Irinu Terehova fyrirsætu- og raunveruleikastjörnu í Álftanesfjöru.

Lífið
Fréttamynd

Hin fyrstu kynni

Þrír karlmenn standa saman við biðskýli. Tveir þeirra eru í yngri kantinum, rétt yfir tvítugt. Einn þeirra er kominn á fimmtugsaldur. Allir hafa þeir símann við hönd. Framhjá labbar fögur ung kona í klæðilegum klæðnaði sem sýnir kannski fullmikið fyrir suma.

Skoðun
Fréttamynd

Kendall Jenner og Bad Bunny sögð stinga saman nefjum

Ofurfyrirsætan Kendall Jenner og rapparinn Bad Bunny virðast vera að slá sér upp saman. Heimildir slúðurmiðla herma að þau hafi sést kyssast fyrr í vikunni hafi síðan þá sést saman á stefnumóti í Los Angeles. 

Lífið
Fréttamynd

Feðgamyndin frá New York sem endaði óvart í Góða hirðinum

„Hver hendir þrívíddar fjölskyldumyndinni sinni?“ spurði kona að nafni Aldís í færslu á Facebook á dögunum. Svarið við þeirri spurningu er Magnús Már Kristinsson. Hann ætlaði þó ekki að gefa myndina frá sér þar sem honum þykir afar vænt um hana.

Lífið
Fréttamynd

Sameinaðar á Íslandi eftir tveggja ára aðskilnað

Tvær konur, önnur frá Bandaríkjunum og hin frá Bretlandi, hittust í Þýskalandi árið 2019 og urðu yfir sig ástfangnar. Ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar settu hins vegar stórt strik í reikninginn og komu í veg fyrir að þær gátu hist. Eftir tæpan tveggja ára aðskilnað voru þær loksins sameinaðar á ný, á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Sá ekki fyrir sér að eignast fjölskyldu

Valdimar Guðmundsson er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Hans undurfagra rödd hefur vakið athygli síðustu tíu ár hér á landi. Í þættinum Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2 í gærkvöldi fékk Auðunn Blöndal að kynnast manninum betur.

Lífið
Fréttamynd

Blæs á fréttaflutning um framhjáhald

Megan Fox, leikkonan víðfræga, sneri í dag aftur á Instagram í þeim eina tilgangi að gagnrýna fréttaflutning af meintum sambandsslitum hennar og tónlistarmannsins Machine Gun Kelly. Fjölmiðlar vestanhafs hafa um helgina sagt frá því að hún hafi komist að því að Kelly hafi haldið framhjá sér en hún segir það ekki rétt.

Lífið
Fréttamynd

„Öll ástin kom, þó að hjartað hans hafi ekki slegið“

„Mér fannst ég strax sjá einhverja kunnuglega svipi og maður var að lesa í allskonar, hvernig puttarnir og tásurnar hans voru, og litli nebbinn,“ segir Hildur Grímsdóttir en hún var komin 25 vikur á leið með sitt þriðja barn þegar í ljós kom að það var enginn hjartsláttur. Litli drengurinn fékk nafnið Hergeir Þór.

Lífið