Byggðamál

Fréttamynd

Vöxtur inn á við og blönduð borgar­byggð er málið

Reglulega kviknar umræða í samfélaginu um áherslur sveitarfélaga í skipulagsmálum, ekki síst Reykjavíkurborgar. Á umræðunni má gjarnan skilja það sem svo að valkostirnir varðandi þróun borgar og bæja séu eingöngu tveir. Annað hvort byggjum við of þétt og of hátt, með of fáum bílastæðum, of litlum gróðri og of lítilli birtu, eða að við byggjum ósjálfbær, dreifð og bílháð úthverfi.

Skoðun
Fréttamynd

Þétting í þágu hverra?

Umræða síðustu mánuði um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík hefur verið áhugaverð, áhlaupið á Reykjavíkurborg er markvisst, þaulhugsað – Sjálfstæðisflokkurinn bæði á þingi og sveit, Samtök Iðnaðarins, Hádegismóar, Viðskiptablaðið, sumir uppbyggingaraðilar og núna síðast í gær fulltrúi verkalýðshreyfingarinnar og bæjarstjóri næst fjölmennasta sveitafélags landsins, sem hefur á síðustu árum farið óvarlega með takmarkað byggingaland sitt.

Skoðun
Fréttamynd

Vaknaði eld­snemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veður­spá

Rigningin á suðvesturhorni landsins kom ekki í veg fyrir það að strandveiðimaðurinn Stefán Jónasson drifi sig á fætur - og það fyrir allar aldir – til að taka þátt í fyrsta degi strandveiðitímabilsins. Slík var tilhlökkunin eftir langan vetur. Hann bauð fréttastofu um borð í bátinn sinn Kvistinn í Hafnarfjarðarhöfn eftir veiði dagsins.

Innlent
Fréttamynd

Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða

Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra skoðar frekari girðingar á strand­veiðar

Óheftar 48 daga strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán- til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir liggja ljóst fyrir að gera þurfi einhverjar breytingar og horfa til þess að setja frekari girðingar til að tryggja sjálfbærni veiðanna.

Innlent
Fréttamynd

Beint flug milli Akur­eyrar og út­landa aldrei verið meira

Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega.

Innlent
Fréttamynd

Grafarvogsgremjan

Í Grafarvogi býr efri millistétt. Þetta segir okkur Davíð Már Sigurðsson stoltur íbúi hverfisins. Ekkert minnist hann á verkalýðsstétt í sömu lýsingu. Þetta vissi ég ekki, hélt að efri millistéttin ætti heima á Seltjarnarnesi og í Garðabæ.

Skoðun
Fréttamynd

Vestfjarðaleiðin verði Hring­vegur númer tvö

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum.

Innlent
Fréttamynd

Gremjan í Grafar­vogi

Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig meirihlutinn í borginni starfar. Það er mér sérstaklega hugleikið því ég hef búið bróðurpartinn af lífsleiðinni í 112. Þetta er tiltölulega rótgróið hverfi með þokkalega mikið af efri og neðri millistétt. Ekki alveg jafn mikil sveit og Mósó en samt næsti bær við og þar hefur verið gott að búa.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert sam­tal í gangi milli stjórn­valda og sjávar­út­vegs

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu í dag atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Formaður samtakanna segir að þau gagnrýni vinnubrögð ráðuneytisins í málinu og einhliða tilkynningar, ekkert samtal sé í gangi á milli sjávarútvegs og stjórnvalda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

VÍS opnar aftur skrif­stofu á Akra­nesi

VÍS opnar í sumar aftur þjónustuskrifstofu á Akranesi. Í tilkynningu frá VÍS kemur fram að skrifstofan verði að Dalbraut 1, í sama húsnæði og Íslandsbanki. Tilkynnt var um samstarf VÍS og Íslandsbanka í janúar. Með samstarfinu njóta viðskiptavinir beggja félaga sérstaks ávinnings í vildarkerfum. VÍS hefur ekki rekið skrifstofu á Akranesi frá árinu 2018.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðu­neytisins“

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hin raun­veru­lega byggða­stefna

Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um borgarstefnu sem kveður á um að þróa og efla tvö borgarsvæði á Íslandi, höfuðborgina Reykjavík og svæðisborgina Akureyri. Með stefnunni er viðurkennd sérstaða Akureyrar sem þjónustu- og menningarmiðstöðvar og markmiðið meðal annars að jafna dreifingu byggðar í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Hágæðaflug til Ísa­fjarðar

Frá því að Icelandair tilkynnti í byrjun mars að fyrirtækið hygðist hætta flugi til Ísafjarðar hefur mikil umræða verið um framtíðarfyrirkomulag flugs til Ísafjarðar. Flugið er hraðleiðin á milli norðanverðra Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins þar sem nánast öll miðlæg þjónusta ríkisins er staðsett.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja nýjan flug­völl á Ísa­firði

Innviðafélag Vestfjarða segir að áform Icelandair um að hætta flugi til Ísafjarðarflugvallar árið 2026 fela í sér bakslag fyrir samfélagið á Vestfjörðum. Ákvörðunin undirstriki hversu brýnt það sé að huga af alvöru að staðsetningu og uppbyggingu flugvallarins á Ísafirði, til að auka flugöryggi og aðgengi mismunandi vélakosts.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að tryggja flug til Ísa­fjarðar

Samgönguráðherra segir það mjög slæmar fréttir að Icelandair stefni á að hætta áætlanaflugi milli Reykjavíkur og Ísafjarðar eftir sumarið 2026. „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar eftir lok sumars á næsta ári. Þetta er bara vinna sem ég mun fara í.“

Innlent
Fréttamynd

Icelandair hættir flugi til Ísa­fjarðar

Icelandair hyggst hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan er sérstaða flugvallarins sem leiðir til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi.

Innlent