Erlent

Fréttamynd

Raunveruleikaþáttur um Davíð og Viktoríu

Vel verður fylgst með vistaskiptum Beckham-hjónanna sem flytja innan tíðar frá Spáni til Bandaríkjanna þegar knattspyrnukappinn David Beckham gengur til liðs við lið Los Angeles Galaxy frá Real Madríd. Spáð er fjölmiðlafári og hefur bandaríska sjónvarpsstöðin NBC samið um að fá að mynda flutninginn og sýna í raunveruleikaþáttaröð.

Erlent
Fréttamynd

Umsátur á Norðurbrú

Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup á Ungdomshuset á Norðurbrú í morgun og rýmdi það á svipstundu. Til harðra átaka hefur komið. Óeirðir eru einnig að brjótast út í Kristjaníu þar sem ungmenni hafa reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast

Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Pólár Sameinuðu þjóðanna hefst á morgun

Fleiri en 60 þjóðir taka þátt í umfangsmestu vísindarannsókn á heimsskautasvæðunum en hún hefst á morgun. Hún á meðal annars að kortleggja svæðin sem að eru í hættu að bráðni vegna loftslagsbreytinga. 3.000 börn í Osló munu búa til snjókarla, virtir vísindamenn munu funda í París og hópur rannsóknarmanna leggur af stað frá Höfðaborg í Suður-Afríku áleiðis til Suður-Heimsskautsins.

Erlent
Fréttamynd

Vínið lengir lífið

Að drekka lítið magn af víni á hverjum degi - minna en eitt glas á dag - eykur lífslíkur karlmanna um nokkur ár. Þetta kom fram í rannsókn hollenskra rannsóknarmanna sem var kunngjörð í hófi bandarískra hjartalækna í Flórídaríki í Bandaríkjunum í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Anna Nicole verður jörðuð á Bahamas-eyjum

Áfrýjunardómstóll í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur hafnað því að móðir Önnu Nicole Smith fái lík hennar afhent. Því er nú ljóst að Anna Nicole verður brátt lögð til hinstu hvílu á Bahamas-eyjunum. Fylkisdómstóll hafði áður hafnað kröfu móður Önnu, Virgie Arthur, en hún var að reyna að fá að grafa dóttur sína í Texasríki þar sem hún var fædd. Sérstakur umsjónarmaður var skipaður til þess að sjá um útför Önnu Nicole og hefur hann þegar hafið undirbúning að jarðarför hennar.

Erlent
Fréttamynd

Íranar ætla að taka þátt í ráðstefnunni í Írak

Íranar hafa sagt að þeir ætli sér að taka þátt í ráðstefnu í Írak þann 10. mars næstkomandi. Ali Larijani, æðsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, sagði að Íranar séu tilbúnir til þess að beita hvaða ráðum sem er til þess að leysa vandamál Íraks.

Erlent
Fréttamynd

Prodi fær stuðning þingsins

Forsætisráðherra Ítalíu, Romano Prodi, vann stuðningsyfirlýsingu í öldungadeild ítalska þingsins í kvöld. Yfirlýsingin bindur endi á þá krísu sem hefur verið í ítölskum stjórnmálum undanfarna viku. Prodi bauðst þá til þess að segja af sér eftir að frumvarp sem hann hafði lagt fram varðandi utanríkisstefnu Ítalíu var fellt.

Erlent
Fréttamynd

Myrti börnin sín fimm

Belgísk kona myrti fimm börn sín og reyndi svo að taka eigið líf. Lögregla í bænum Nivelles, sem er um 30 kílómetra fyrir sunnan Brussel, skýrði frá þessu í dag. Lögreglan sagði að hún hefði fundið lík barnanna fimm sem voru á aldrinum þriggja til 14 ára.

Erlent
Fréttamynd

Enginn snjór féll í Tókíó í vetur

Engin snjór féll á þessum vetri í japönsku borginni Tókíó og er það í fyrsta sinn síðan árið 1876 sem það gerist. Veðurstofan í Japan skilgreinir tímabilið frá desember út febrúar sem vetur.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin ætla að sitja ráðstefnu Íraka

Bandaríkin hafa staðfest að þau muni sækja ráðstefnu sem stjórnvöld í Írak ætla sér að halda í Apríl. Á henni verða meðal annars fulltrúar frá Íran og Sýrlandi ásamt fulltrúum átta ríkustu þjóða heims.

Erlent
Fréttamynd

Hlutabréf falla enn í Evrópu og Asíu

Hlutabréf héldu áfram að falla á heimsmörkuðum í dag eftir opnun kauphallanna í Asíu í nótt og Evrópu snemma í morgun. Í Bretlandi féll FTSE vísitalan um nærri tvö prósent við upphaf viðskipta og í Frakklandi féll Cac vísitalan um tvö prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kastró kom fram í útvarpi

Forseti Kúbú, Fídel Kastró, talaði í útvarpsávarpi til þjóðar sinnar í gær. Hann kom fram í daglegum útvarpsþætti Hugo Chavezar, forseta Venesúela. Fídel sagðist aðspurður vera að ná sér og sagðist finna styrk sinn aukast daglega.

Erlent
Fréttamynd

Ætla ekki að framselja

Stjórnvöld í Súdan ætla sér ekki að framselja þá tvo einstaklinga sem saksóknarar alþjóðaglæpadómstólsins í Haag nefndu í ákærum sínum vegna rannsókna á stríðsglæpum í Darfur. Súdan sagði að dómstóllinn hefði enga lögsögu í landinu og að þeirra eigin dómstólar væru fyllilega hæfir til þess að sjá um málsóknir af þessu tagi.

Erlent
Fréttamynd

Þrír franskir hjálparstarfsmenn myrtir í Brasilíu

Þrír franskir hjálparstarfsmenn voru stungnir til bana á hótelherbergi sínu í Rio de Janeiro, höfuðborg Brasilíu, í dag. Lögreglan sagði að brasilískur samstarfsmaður þeirra, Tarsio Wilson Ramires, hefði játað að eiga þátt í morðunum.

Erlent
Fréttamynd

Versti dagur á Wall Street síðan 11. september 2001

Hlutabréf hríðféllu í verði á Wall Street í dag og var dagurinn sá versti síðan hlutabréfamarkaðurinn opnaði eftir 11. september 2001. Á þeim degi lækkaði Dow Jones vísitalan um 684,81 stig en í dag lækkaði hún um 415 stig.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin munu sitja ráðstefnu í Írak

Bandaríkin hafa staðfest að þau muni sækja ráðstefnu sem stjórnvöld í Írak ætla sér að halda í Apríl. Á henni verða meðal annars fulltrúar frá Íran og Sýrlandi.

Erlent
Fréttamynd

För Atlantis frestað

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, skýrði frá því í kvöld að hún yrði að fresta skoti geimskutlunnar Atlantis. Henni átti að skjóta upp þann 15. mars næstkomandi. Ástæðan fyrir þessu eru skemmdir á ytra byrði hennar.

Erlent
Fréttamynd

Súdan framselur ekki grunaða stríðsglæpamenn

Stjórnvöld í Súdan ætla sér ekki að framselja þá tvo einstaklinga sem saksóknarar alþjóðaglæpadómstólsins í Haag nefndu í ákærum sínum vegna rannsókna á stríðsglæpum í Darfur. Súdan sagði að dómstóllinn hefði enga lögsögu í landinu og að þeirra eigin dómstólar væru fyllilega hæfir til þess að sjá um málsóknir af þessu tagi.

Erlent
Fréttamynd

Dow Jones hríðfellur

Dow Jones vísitalan bandaríska lækkaði mest um 537 stig í dag eða rúmlega 4 prósent. Hún hefur þó eitthvað tekið við sér og er lækkunin nú rúmlega 370 stig eða tæp þrjú prósent. Ástæður fyrir þessu eru taldar vera líkur á því að bandarískt efnahagslíf gæti farið að hægja á sér.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hinsti hvílustaður frelsarans sagður fundinn

Jesús átti í ástarsambandi við Maríu Magdalenu og þau áttu son. Þetta er staðhæft í nýrri heimildarmynd bandaríska leikstjórans James Cameron þar sem segir að hinsti hvílustaður frelsarans sé fundinn.

Erlent
Fréttamynd

Átta ára og tæp 100 kíló

Bresk yfirvöld íhuguðu það að taka átta ára dreng frá móður sinni og setja í öryggisgæslu vegna offitu. Drengurinn er rétt tæp 100 kíló, rúmlega þrefalt þyngri en jafnaldrar hans.

Erlent
Fréttamynd

Írakar ætla að funda með G8

Stjórnvöld í Írak ætla sér að koma á fundi háttsettra ráðamanna nágrannaríkja sinna ásamt fulltrúum G8 hópsins svokallaða. Þau ætla að reyna að halda fundinn strax í byrjun Apríl og á tilgangur hans að vera að koma á ró í landinu. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá þessu í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Íbúar í Uppsölum slegnir

Sex létust þegar tveir strætisvagnar á leið í gagnstæða átt rákust saman rétt utan við borgina Uppsali í Svíþjóð í morgun. Á fimmta tug til viðbótar slösuðust, þar af nokkrir lífshættulega. Ekki er vitað til þess að nokkrir Íslendingar hafi verið í vögnunum þegar slysið varð.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn sprengja og slasa 30 Íraka

Talsmenn bandaríska hersins í Írak sögðu að þeir hefðu sprengt upp sprengju í námunda við fótboltavöll í borginni Ramadi og að 30 hefðu slasast. Þar á meðal voru níu börn. Enginn hefði þó látið lífið. Írösk lögregla og ættbálkaleiðtogar sögðu frá því í dag að sprengjuárás nálægt knattspyrnuvelli hefði banað 18 manns og að meirihluti þeirra hefðu verið börn.

Erlent
Fréttamynd

Grafhvelfing Krists sögð fundin

Jesús átti í ástarsambandi við Maríu Magdalenu og þau áttu son. Þetta er staðhæft í nýrri heimildarmynd bandaríska leikstjórans James Cameron. Fræðimenn eru ekki á einu máli um það sem fram kemur í myndinni og kirkjunnar menn eru æfir.

Erlent
Fréttamynd

Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi verið í strætisvögnum

Að minnsta kosti sex létust þegar tveir strætisvagnar á leið í gagnstæða átt rákust saman rétt utan við borgina Uppsali í Svíþjóð í morgun. Á fimmta tug til viðbótar slösuðust, þar af nokkrir alvarlega. Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi verið á ferð með strætisvögnunum.

Erlent