
Auglýsinga- og markaðsmál

„Engin önnur Markaðsmanneskja ársins hafi skellt sér í nektarmyndatöku með verðlaunagripinn“
„Ég held að flestir tengi við þessa hugsun að efast um sjálfan sig. Og ég er svo sannarlega sek um það,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir í viðtali við Vísi.

Hættir hjá Strætó og hefur störf hjá Tvist
Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, hefur verið ráðinn sem hugmynda- og textasmiður og ráðgjafi í almannatengslum hjá auglýsingastofunni Tvist.

Frá ÍMARK til Krabbameinsfélagsins
Árni Reynir Alfredsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðsmála og fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu. Hann tók við starfinu í byrjun mánaðar.

Segir ekki á dagskrá hjá borginni að fjölga auglýsingaskiltum
Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir borgina meðvitaða um gagnrýni á fjölda auglýsingaskilta á borgarlandi og að hún sé skiljanleg. Ekki standi til að fjölga skiltum í borginni.

Harmar auglýsingavæðingu almannarýmisins
Íbúa í Hlíðahverfi er ekki skemmt yfir áformum Reykjavíkurborgar um að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún en það væri þriðja slíka skiltið á aðeins tvö hundruð metra kafla meðfram túninu.

Samtök iðnaðarins kæra auglýsingar Nova
Samtök iðnaðarins (SI) hafa kært auglýsingastofuna Brandenburg til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) vegna auglýsinga Nova þar sem uppspunnið Stéttarfélag innbrotsþjófa kemur við sögu. Telja SI að auglýsingastofan hafi með þeim brotið fjölmargar siðareglur SÍA.

Hildur Björk stýrir markaðsmálum hjá Isavia
Hildur Björk Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála og upplifunar hjá Isavia.

Lítil hrifning yfir nýrri landsliðstreyju: „Eins og úr lagerverslun á Tene“
Svo virðist sem að fáir séu hrifnir af nýrri landsliðstreyju Knattspyrnusambandsins sem fumsýnd var í gær. Puma hannaði treyjuna en KSÍ gerði samning við þýska íþróttavörurisann til sex ára árið 2020 og mun fyrirtækið því hanna nokkrar treyjur í viðbót fyrir landsliðin.

Ráðinn listrænn stjórnandi hjá Hér&Nú
Jónbjörn Finnbogason hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi (e. art director) hjá auglýsingastofunni Hér&Nú. Jónbjörn hefur starfað sem grafískur hönnuður á stofunni frá árinu 2020.

Svona er nýi landsliðsbúningurinn
Knattspyrnusamband Íslands kynnti í dag nýjan landsliðsbúning Íslands á samfélagsmiðlum sínum.

Daði stýrir markaðs- og umhverfismálum hjá Krónunni
Daði Guðjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðs- og umhverfismála hjá Krónunni og mun hefja störf í ágúst.

Leggur blessun sína yfir auglýsingar Nettós um „fría heimsendingu“
Neytendastofa hefur lagt blessun sína yfir auglýsingar matvörukeðjunnar Nettós þar sem segir frá „fríum heimsendingum“ ef verslað væri fyrir meira en fimm þúsund krónur.

Ísland í aðalhlutverki í Hyundai auglýsingu
Kvikmyndatökulið á vegum bílaframleiðandans Hyundai var statt hér á landi fyrr á árinu til að taka upp myndefni þar sem Heimsbíll ársins 2022, Ioniq 5 og jepplingurinn Tucson PHEV voru í aðalhlutverkum.

Nota húmor til að vekja athygli á litla Íslandi: „Við verðum að segja sögurnar öðruvísi“
Íslenskir hestar eru í heldur óvenjulegu hlutverki í nýrri auglýsingu sem ætlað er að markaðsetja Ísland sem áfangastað. Fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu segir það hafa reynst þeim vel að nota húmor í auknum mæli til að færa fólk saman.

Mariam ráðin markaðsstjóri fjölmiðla hjá Stöð 2 og Vodafone
Mariam Laperashvili hefur verið ráðin markaðsstjóri fjölmiðla hjá Stöð 2 og Vodafone.

Óttast slysahættu af auglýsingum
Auglýsingar á gólfum íþróttahalla eru algeng sjón í handbolta og körfubolta hér á landi en þær virðast geta aukið hættuna á slysum hjá íþróttafólkinu.

„Landabruggarinn“ Gísli Einarsson segist ekki auglýsa viskí
Gísli Einarsson, ritstjóri Landans, segir að umfjöllun hans um Reyka-viskí sé ekki áfengisauglýsing heldur sé um að ræða nýsköpun og áhugavert umfjöllunarefni sem slíkt.

Vinstri græn í Hafnarfirði hvetja fólk til að „setja X við D“
„Göngum lengra í Hafnarfirði. Setjum X við D!“

„Það var skóli fyrir lífstíð að starfa erlendis“
„Það hafði mest áhrif á mig að vinna á Kúbu enda lífið þar langólíklast því sem ég hafði áður upplifað. Þar upplifði ég ýmsa hluti sem okkur finnast svo sjálfsagðir. Sem dæmi þá þurfti ég alltaf að pakka eyrnapinnum, sólarvörn og öðru eins því það var ekki víst að þessir hlutir væru til þegar út var komið,“ segir Hildur Ottesen, markaðs- og kynningastjóri Hörpu þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún starfaði erlendis.

Besta leiðin til að brjóta niður stereótýpur er að hlægja að þeim
Rúna Magnúsdóttir markaðs- og kynningastjóri Samtaka verslunar- og þjónustu (SVÞ) og leiðtogamarkþjálfi segir stereótýpur eitt af því sem fær hana alltaf til að springa úr hlátri. Enda hafi hún lært að það að hlægja að þeim sé besta leiðin til að brjóta þær niður.

Hönnuðurinn sér engan tilgang með breytingunni
Þröstur Magnússon grafískur hönnuður, sem hannaði merki Olís fyrir nær hálfri öld, kveðst ekki sjá tilganginn með því að skipta merkinu út fyrir nýtt líkt og nú er verið að gera. „Annars finnst mér það vera ókostur að vera að breyta gömlu og grónu merki sem allir þekkja,“ segir þessi afkastamikli hönnuður, sem skapað hefur fleiri merki sem Íslendingar ættu flestir að kannast við.

Hefur engar áhyggjur af gagnrýni netverja á nýja lógóið
Olís vinnur nú að því að skipta út gamalgrónu merki sínu, sem hannað var fyrir nær fimmtíu árum, fyrir nýtt. Framkvæmdastjórinn hefur engar áhyggjur af gagnrýni þeirra sem þegar eru byrjaðir að sakna gamla merkisins.

Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“
Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn.

Banna bílasölum að auglýsa tilboð á notuðum bílum án fyrra verðs
Neytendastofa hefur bannað bílasölunum Bílakaupum ehf. og Netbílum ehf. að auglýsa tilboð á notuðum bílum án þess að tilgreina fyrra verð. Þetta er gert eftir að bílasölurnar brugðust ekki við erindum stofnunarinnar og gerðu ekki úrbætur á vefsíðum sínum.

Auglýsingadeild RÚV grimm á auglýsingamarkaði
Auglýsingadeild Ríkissjónvarpsins seldi auglýsingar fyrir rúma tvo milljarða í fyrra sem er um 25 prósenta vöxtur milli ára.

Sekt vegna ólögmætrar teppaútsölu lækkuð í eina milljón króna
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur lækkað þriggja milljóna króna stjórnvaldssekt sem lögð var á Cromwell Rugs ehf. á síðasta ári niður í eina milljón króna. Félagið auglýsti í fyrra „krísu-útrýmingarsölu“ á handofnum persneskum teppum, sem féll í grýttan jarðveg.

RÚV jók auglýsingatekjur um 400 milljónir
Ríkisútvarpið skilaði rúmlega 40 milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári. Auglýsingatekjur félagsins voru rúmlega tveir milljarðar.

Sandra og Arnar vekja athygli í strætóskýlum
Fyrsta leiktíðin í Bestu deildum karla og kvenna í fótbolta er hafin eða að hefjast og nýjar leiðir hafa verið farnar til að kynna deildirnar.

Tekur við starfi markaðsstjóra Öskju
Sigríður Rakel Ólafsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Bílaumboðsins Öskju.

Myndaveisla frá afhendingu Lúðursins í Gamla bíói
ÍMARK, félag íslensk markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA), verðlaunaði á dögunum auglýsingar sem sendar voru inn í samkeppnina Lúðurinn, Íslensku auglýsingaverðlaunin.