Höfundar- og hugverkaréttur

Fréttamynd

Útilokar ekki málsókn vegna meints ritstuldar

Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðamaður, segist munu bíða niðurstöðu siðanefndar Háskóla Íslands áður en hann tekur ákvörðun um mögulega málshöfðun á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra, sem hann hefur sakað um ritstuld.

Innlent
Fréttamynd

Seðla­banka­stjóri vísar á­sökunum um rit­stuld á bug

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sendi nýverið frá sér bók þar sem hann fjallar um landnám Íslands. Eyjan hans Ingólfs heitir bókin sú en Bergsveinn Birgisson rithöfundur og fræðimaður segir Ásgeir fara ránshendi um bók sína Leitin að svarta víkingnum án þess að geta heimilda.

Innlent
Fréttamynd

Sakar seðla­banka­stjóra um rit­stuld

Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur.

Innlent
Fréttamynd

Taylor Swift heldur áfram að toppa sig

Taylor Swift heldur sífellt áfram að gleðja aðdáendur sína með nýjum gullmolum. Í nótt gaf hún aftur út plötu sína Red, sem kom fyrst út árið 2012. Platan heitir núna RED (Taylor’s Version) og er hún enn betri en upprunalega útgáfan.

Tónlist
Fréttamynd

Sýnum verð­mæta­sköpun í (hug)verki!

Fyrirtæki sem vernda hugverk sín eru verðmætari og borga hærri laun og þau eru betur í stakk búin til að ná árangri í nýsköpun. Hugverk eru í dag helstu og mikilvægustu verðmæti fyrirtækja og eru forsenda þess að þau nái árangri. Hvað þýðir það fyrir nýsköpun og verðmætasköpun á Íslandi?

Skoðun
Fréttamynd

„Ég hefði ekki getað í­myndað mér að þetta væri svona vont“

Kristín Eiríksdóttir skáld segist hafa lært mikið um höfundarrétt á síðustu mánuðum, eftir að hún upplifði að hugverki sínu hefði verið stolið þegar þáttaröðin Systrabönd kom út. Hún segir það hafa komið sér á óvart hve sár sú lífsreynsla hafi í raun og veru reynst henni.

Lífið
Fréttamynd

Havarti heitir nú Hávarður

Mjólkursamsalan hefur ákveðið að breyta nafni ostanna Havarti og Havarti krydd í Hávarð og Hávarð krydd. Ástæðan er samningur Íslands og Evrópusambandsins um vernd á afurðaheitum.

Neytendur
Fréttamynd

Kampa­vín verður að ó­merki­legu freyði­víni í Rúss­landi

Franskir freyði­víns­fram­leið­endur úr héraðinu Champagne eru æfir eftir að ný lög­gjöf var inn­leidd í Rúss­landi, sem má kalla á­kveðna tíma­móta­lög­gjöf í vín­heiminum. Þar er kveðið á um að rúss­neska freyði­vínið Shampanskoye (sem er rúss­neska orðið yfir kampa­vín) megi eitt bera heitið, sem hefur hingað til að­eins til­heyrt vín­fram­leið­endum Champagne-héraðsins.

Erlent
Fréttamynd

Á­greiningurinn leystur og fagnað með tón­leika­ferða­lagi

Aðdáendur Hipsumhaps geta tekið gleði sína á ný því platan, Lög síns tíma, er orðin aðgengileg á streymisveitunni Spotify á nýjan leik eftir að hafa verið fjarlægð í síðustu viku. Það vakti mikla athygli þegar nýjasta plata hljómsveitarinnar var fjarlægð sökum ágreinings á milli Fannars Inga Friðþjófssonar, forsprakka hljómsveitarinnar og plötuútgáfunnar Record Records.

Tónlist
Fréttamynd

Sunneva svarar fyrir sig

Sunneva Ása Weishappel, leikmyndahönnuður sjónvarpsþáttanna Kötlu sem eru í sýningu á Netflix, segir Arnar Orra Bjarnason, framkvæmdastjóra Irmu studio, vega að sér opinberlega í nýlegri Facebook-færslu. Um leið vinnu hennar, hugmyndum og hæfileikum. Hún geti því ekki annað en svarað fyrir sig.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fjölmiðlafyrirtæki virðir ekki höfundarétt

Fyrir tæpum hálfum mánuði síðan sá ég umræður á internetinu, þar sem var verið að ræða um hversu miklu betra það er að tækla vandamálin, þegar maður er kominn í öngstræti og sér ekki lausnir úr þeim vandamálum sem maður upplifir og grefur hausinn lengra í sandinn í stað þess að takast á við vandamálin.

Skoðun
Fréttamynd

Al­ætu-Júmbó hafði betur gegn full­trúum græn­kera

Neytendastofa telur að ekki séu nógu mikil líkindi með merkjum Júmbó og Jömm annars vegar eða Júmbó og Oatly hins vegar til að skapa hættu á því að neytendur ruglist á þeim. Nokkur umræða skapaðist um málið í október 2019 þegar sumir höfðu orð á því að ný umbúðahönnun Júmbó líktist hönnun áðurnefndra vörumerkja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Maður eigin­lega móðgast þetta er svo lé­leg út­skýring“

Innanhúshönnuðurinn Rut Káradóttir sakar hönnuð Slippfélagsins um að hafa tekið litakort sitt ófrjálsri hendi og gert að sínu eigin. Hún segir málið vonbrigði og greinilegt að höfundaverk séu ekki metin að verðleikum á Íslandi. Forsvarsmaður Slippfélagsins og hönnuður kortsins hafna ásökununum og vísa til eldri litakorta.

Viðskipti innlent