Verslun

Fréttamynd

Rándýri Porsche-inn sem lyktaði dregur dilk á eftir sér

Bílabúð Benna þarf að greiða Ólöfu Finnsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólasýslunnar, tæplega 700 þúsund krónur vegna gjalda sem Ólöf þurfti að standa skil á þrátt fyrir að kaupum hennar á Porsche hjá bílabúðinni hefði verði rift. Þá þarf Bílabúð Benna að greiða 700 þúsund krónur í málskostnað.

Innlent
Fréttamynd

Þrír úlfar í Lindinni á Selfossi vekja mikla athygli

Það eru ekki bara kjólar og dragtir, sem eru í gínum í gluggum tískuverslunarinnar Lindarinnar á Selfossi því þar hefur líka verið sett upp málverkasýningu eftir listakonu á staðnum. Þrír úlfar vekja þar sérstaka athygli.

Lífið
Fréttamynd

Í­búar Hellu þreyttir á „sturluðu“ verð­lagi Kjör­búðarinnar

Elín Dögg Arnarsdóttir, íbúi í nágrenni við Hellu, lýsir verðlagi í Kjörbúðinni á Hellu sem sturlun en 637 krónum munar á verði á kattanammi þar og í Fjarðarkaupum. Hún segir íbúa Hellu gagngert sneiða framhjá því að versla í búðinni meðan vonir eru bundnar við opnun annarrar ódýrari matvöruverslunar í bæjarfélaginu.

Neytendur
Fréttamynd

„Af hverju erum við alltaf að forðast ís­lenskuna?“

Ei­ríkur Rögn­valds­son, prófessor emi­ritus í ís­lenskri mál­fræði, segir að sér þyki nýtt nafn Rúm­fata­lagersins, JYSK, sér­lega ó­heppi­legt. Ó­víst sé hvernig eigi að bera það fram auk þess sem það falli ekki vel inn í ís­lensku. Aðalatriðið sé þó að ein­staka nafna­breytingar skipti ekki máli í stóra sam­henginu, heldur hefur Eiríkur á­hyggjur af því hvernig þær endur­spegla ríkjandi hug­myndir um tungu­málið.

Innlent
Fréttamynd

Rúm­fata­lagerinn verður JYSK

Rúmfatalagerinn verður JYSK frá og með lokum september. Nafnbreytingin er síðasta skrefið í viðamiklum breytingum síðustu ára með endurnýjun verslana og aukinni áherslu á þjónustu, gæði og upplifun viðskiptavina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Milli sex og átta milljarðar tapist í þjófnaði brotahópa

Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir stærstan hluta þjófnaða í verslunum vera af völdum erlendra brotahópa. Hann segir lögreglu ekki nægilega tæknivædda til að taka á vandanum og bindur því vonir við að nýr þjófavarnarbúnaður, sem nýtir myndgreiningu í samráði við lögreglu, taki á vandanum.

Innlent
Fréttamynd

Festi undir­ritaði samning um kaup á Lyfju

Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Slær á putta Nettós vegna verð­merkinga

Neytendastofa hefur slegið á putta Samkaupa vegna verðmerkinga í vefverslun Nettós þar sem einingarverð vantaði á fjölda vara á vefsíðunni. Þeim fyrirmælum hefur verið beint til félagsins að koma einingaverðum í rétt horf, ellegar sæta dagsektum.

Neytendur
Fréttamynd

„Við höfum ekkert að fela“

Forstjóri Húsasmiðjunnar hafnar því að vörur hafi verið hækkaðar í verði til þess eins að telja neytendum trú um að afsláttur á sumarútsölu væri meiri. Valdar vörur í sumarbæklingi hafi farið á almennt listaverð í nokkra daga áður en allsherjarútsala hófst. Fyrirtækið hafi ekkert að fela.

Neytendur