Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Tveggja metra reglan tekur breytingum

Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili.

Innlent
Fréttamynd

Fimm innanlandssmit bætast við

Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherrarnir reyndust ekki smitaðir

Niðurstöður úr síðari skimun ráðherra í ríkisstjórn Íslands vegna kórunuveiru reyndust neikvæðar í öllum tilfellum, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Tveir COVID smitaðir um borð í Norrænu

Áætlað er að Norræna komi til hafnar í Seyðisfirði á morgun í sinni fyrstu ferð samkvæmt vetraráætlun. Um borð eru 162 farþegar sem munu gangast undir sýnatöku vegna COVID-19 við komuna til Seyðisfjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Smit í skólum og í Hinu húsinu rakin til Hótel Rangár

Tveir starfsmenn þriggja skóla og einn starfsmaður Hins hússins á höfuðborgarsvæðinu virðast allir hafa smitast af kórónuveirunni í hópsýkingu á Hótel Rangá. Á sjötta hundrað nemenda komast ekki í skóla eða frístund vegna þess. Sýkingin er rakin til Akraness.

Innlent
Fréttamynd

Greindist aftur með kórónuveiruna

Vísindamenn frá háskólanum í Hong Kong greina frá því í yfirlýsingu að maður á fertugsaldri hafi sýkst af kórónuveirunni í annað sinn. Fjórir og hálfur mánuður á leið á milli sýkinganna.

Erlent
Fréttamynd

„Þykir leitt að menn hafi gleymt sér“

„Því miður er þetta hættan þegar menn eru að byrja aftur upp á nýtt, að þeir gleymi sér í hita leiksins,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um brot nokkurra liða á sóttvarnareglum á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi.

Handbolti
Fréttamynd

Mikilvægast að halda skólastarfi gangandi

Hátt í 47.000 grunnskólabörn hófu nýtt skólaár í morgun en við óvenjulegar aðstæður. Skólasetningin í ár litast mjög af faraldrinum sem geisar og áskorunum tengdar honum. Starfsfólk tveggja borgarrekinna grunnskóla og eins sjálfstæðs rekins grunnskóla þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Faðmlög og fimmur þvert á sóttvarnareglur

Andstæðingar föðmuðust og smelltu saman lófum í lok hluta leikja á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi, þvert á þær sóttvarnareglur sem settar voru svo að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju.

Handbolti
Fréttamynd

Tegnell á ekki von á annarri stórri bylgju

Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist ekki eiga von á stórri seinni bylgju kórónuveirusmita í landinu þegar hausta tekur. Frekar séu líkur á staðbundnum hópsmitum.

Erlent