Valur
„Við þurfum að fara að vinna leiki“
„Þetta verður alvöru leikur í kvöld,“ segir Kári Jónsson, leikmaður Vals. Hans menn taka á móti KR að Hlíðarenda klukkan 19:15 í Bónus deild karla.
Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð
Valskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í kvennahandboltanum í kvöld með átta marka sigri á Eyjakonum á Hlíðarenda en leikurinn var í níundu umferð Olís deild kvenna í handbolta.
„Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“
Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds hafa áhyggjur af Val. Staða Íslandsmeistaranna, Kára Jónssonar og Bandaríkjamannsins Sherif Ali Kenny var til umræðu í þætti laugardagsins.
Frábær þriggja marka sigur Vals
Valur vann öflugan þriggja marka sigur á Kristianstad frá Svíþjóð í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta. Lokatölur á Hlíðarenda 27-24 en síðari leikur liðanna fer fram í Svíþjóð að viku liðinni.
Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina
Eftir þrjá tapleiki í röð er Höttur komið aftur á sigurbraut í Bónus-deild karla í körfubolta. Gestirnir hafa aftur á móti tapað tveimur leikjum í röð. Uppgjör og viðtöl á leiðinni.
Má búast við hasar í hörkuverkefni
Valur mætir sterku Íslendingaliði Kristianstad í EHF-bikar kvenna í handbolta að Hlíðarenda klukkan 16:30 á morgun. Þjálfari Vals vill viðhalda góðu gengi gegn sterkum andstæðingi.
„Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“
Valur stendur Breiðabliki og Víkingi, bestu liðum Bestu deildar karla, langt að baki og getur ekki stytt sér leið á toppinn. Þetta sagði Baldur Sigurðsson í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem tímabilið 2024 í Bestu deild karla var gert upp.
„Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“
„Ekkert lið hefur verið betra en Valur í því að taka inn leikmenn, hver sem það er og hversu góðir sem þeir eru,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur Körfuboltakvölds.
Valskonur óstöðvandi
Íslandsmeistarar Vals eru hreint út sagt óstöðvandi í Olís-deild kvenna í handbolta. Þær unnu í kvöld átta marka útisigur á ÍR, lokatölur í Breiðholti 23-31.
„Er þetta ekki komið gott af pólitík?“
Birkir Már Sævarsson kveðst eiga heilbrigðisráðherra mikið að þakka fyrir langan og farsælan knattspyrnuferil. Jafnvel sé kominn tími á að hann fari aftur út á æfingavöll.
Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“
Birkir Már Sævarsson lauk knattspyrnuferli sínum um síðustu helgi þegar hans menn í Val unnu 6-1 sigur á ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla. Birkir Már í atvinnumennsku í rúman áratug og er á meðal leikjahærri manna í sögu landsliðsins.
Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu
Eftir að hafa verið undir nær allan leikinn vann Valur Gróttu, 21-22, á Seltjarnarnesi í Olís-deild karla í kvöld. Bjarni í Selvindi skoraði sigurmark Valsmanna þegar þrjár sekúndur voru eftir.
Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum
Njarðvík tók á móti Val í IceMar höllinni í kvöld þegar fimmta umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Bæði lið hafa verið á flottri siglingu í síðustu leikjum og var það Njarðvík sem hafði betur 101-94 í kvöld.
Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna
„Ég fann nafn og vil koma því út strax. Þetta er eitthvað að gerjast leikurinn,“ segir Pavel Ermolinskij um Gaz-leik kvöldsins, þar sem Valsmenn fá Njarðvíkinga í heimsókn á Hlíðarenda. Bæði liðin hafa verið að komast á skrið í síðustu umferðum.
Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda
Haukar unnu sannfærandi sigur á Valskonum í Bónus deild kvenna fyrr í kvöld. Varnarleikur gestanna kæfðu nánast allar sóknaraðgerðir heimakvenna sem töpuðu alltaf meiri og meiri vilja eftir því sem leið á leikinn. Lokatölur 69-84 og Haukar verða einar á toppnum í landsleikjahléinu.
Matthías og Kristján taka við Valsliðinu
Matthías Guðmundsson og Kristján Guðmundsson eru nýir þjálfarar kvennaliðs Vals í fótbolta. Þeir verða báðir aðalþjálfarar liðsins og taka við af Pétri Péturssyni.
„Man ekki eftir að hafa tapað hérna“
Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir þýska stórliðið MT Melsungen er liðið vann fimm marka sigur gegn Val í fjórðu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld.
Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið
Valur mátti þola fimm marka tap er liðið tók á móti MT Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, í fjórðu umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld, 28-33.
Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“
Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson spilar með félögum sínum í Melsungen gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann hlakkar til leiksins og að verja smá tíma á Íslandi.
„Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“
Valur mætir Elvari Erni Jónssyni, Arnari Frey Arnarssyni og félögum þeirra í Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, hlakkar til að takast á við Íslendingana og stjörnurnar í liði Melsungen og vonast eftir betri frammistöðu hjá sínum mönnum en í fyrri leiknum.
Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni
Gylfi Þór Sigurðsson kláraði um helgina sitt fyrsta tímabil í efstu deild á Íslandi. Tölfræðin sýnir það svart á hvítu að enginn spilaði betur í Bestu deildinni í ár en íslenski landsliðsmiðjumaðurinn.
Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar
Markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir er á leið til sænska félagsins BK Häcken. Þetta staðfesti fyrrum félag hennar Valur í annað sinn nú í kvöld, mánudag.
Túfa stýrir Val á næsta tímabili
Engar þjálfarabreytingar munu eiga sér stað hjá karlaliði Vals í fótbolta milli tímabila. Srdjan Tufegdzic, sem tók við þjálfarastöðunni á Hlíðarenda í ágúst fyrr á þessu ári eftir að Arnari Grétarssyni hafði verið sagt upp störfum, verður áfram þjálfari liðsins.
Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“
Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir það ekki rétt að Pétur Pétursson hafi verið rekinn úr stöðu þjálfara kvennaliðs Vals í fótbolta. Um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða. Valur hefur nú leit að nýjum þjálfara og vill klára þau mál fljótt.
Pétur hættur með Val
Eftir sjö ár við stjórnvölinn er Pétur Pétursson hættur sem þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta.
Sjáðu markaflóðið úr Bestu deildinni í gær
Ekki vantaði mörkin í Bestu deild karla í gær. Alls voru skoruð þrjátíu mörk í fimm leikjum. Þau má sjá í fréttinni.
Arnór eftir síðasta leikinn: „Á vart til orð“
Arnór Smárason lék sinn síðasta leik á ferli sínum er hann kom inná á 82. mínútu í stóru tapi sinna manna í ÍA á Val. Leikurinn fór 6-1 fyrir Val en þetta var síðasta umferð Bestu deildarinnar.
Túfa: Búið að ganga frá því fyrir löngu síðan að ég verð áfram
Valur endaði tímabilið í Bestu deildinni með öruggum 6-1 sigri á ÍA í mikilvægum leik fyrir Hlíðarendapilta. Sigurinn þýðir að liðið náði 3. sæti sem tryggir þáttöku í evrópukeppni á næsta ári.
„Lítill Birkir Már hefði ekki getað ímyndað sér þetta“
Mikil tímamót urðu á N1 vellinum í dag þegar einn dáðasti Valsari sögunnar Birkir Már Sævarsson lék sinn síðasta leik á Íslandi og lauk þar með farsælum ferli sínum. Valsarar héldu mikla dagskrá honum til heiðurs og kórónuðu svo góða kveðjustund með öruggum 6-1 sigri.
Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valur valtaði yfir Skagann í síðasta leik Vindsins
Síðasta umferð Bestu deildarinnar fór fram í dag. Á N1 vellinum á Hlíðarenda tók Valur á móti ÍA þar sem mikið var undir. Valur þurfti sigur til að tryggja þriðja sæti deildarinnar í dag en Skagamenn voru algjörlega pressulausir.