Víkingur Reykjavík

Fréttamynd

Víkingur vann stærsta alþjóðlega mót heims

Víkingur bar sigur úr býtum á hinu alþjóðlega móti móti í fótbolta drengja yngri en 16 ára. Víkingur lagði Stjörnuna að velli í úrslitaleik mótsins eftir markalausan leik og vítaspyrnukeppni. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hinn fjöl­hæfi Viktor Ör­lygur er einnig fimur á sauma­vélinni

Undirbúningur leikmanna er misjafn fyrir stóran Evrópuleik. Víkingurinn Viktor Örlygur Andrason verður að öllum líkindum í byrjunarliðinu er Íslands- og bikarmeistararnir mæta The New Saints frá Wales í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Undirbúningur hans er töluvert frábrugðinn öðrum leikmönnum liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana“

„Er í fyrsta lagi stoltur af mínum drengjum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli við Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fer áfram með 6-5 sigri samanlagt en Íslands- og bikarmeistarar Víkings gáfu sænsku meisturunum heldur betur leik, og einvígi.

Fótbolti
Fréttamynd

Einn af stærstu leikjum í sögu félagsins

Víkingur tekur á móti sænska stórliðinu Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á morgunn. Malmö leiðir einvígið með einu marki eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum. Leikurinn á morgun verður sá stærsti í sögu Víkings samkvæmt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu glæsimörk úr leik Víkings og ÍA

Víkingur vann 3-2 sigur á ÍA í Bestu-deild karla í dag. Logi Tómasson, Viktor Örlygur Andrason og Erlingur Agnarsson skoruðu mörk Víkings en Ingi Þór Sigurðsson gerði bæði mörk ÍA.

Fótbolti
Fréttamynd

Þungavigtin: Miloš varnarsinnaðri en Arnar betri þjálfari

Einar Guðnason, fyrrverandi aðstoðarmaður Arnars Gunnlaugssonar og Miloš Milojević var gestur í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í vikunni. Hann reyndi meðal annars að leggja mat á það hvor væri betri þjálfari, Arnar eða Miloš, og hver munurinn á leikstíl þessara tveggja þjálfara væri.

Fótbolti
Fréttamynd

Mörk, rautt spjald og dramatík er Víkingur hélt Evrópu­draumnum á lífi

Íslands- og bikarmeistarar Víkings mættu Svíþjóðarmeisturum Malmö ytra í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á þriðjudag. Mörkin úr 3-2 sigri Malmö má sjá hér að neðan sem og rauða spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk fyrir að „ögra“ stuðningsfólki Malmö eftir að hann jafnaði metin í fyrri hálfleik.

Fótbolti