Þór Akureyri

Fréttamynd

Tvö jafntefli í Lengjudeild karla en markasúpa hjá konunum

Tveir leikir fóru fram í áttundu umferð Lengjudeildar karla og einn í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Fjölnir og Vestri skildu jöfn á Extra vellinum í Grafarvogi, 1-1. Njarðvík og Þór skildu einnig jöfn á Rafholtsvellinum í Njarðvík, 2-2. Kvennamegin fóru Fylkiskonur í heimsókn í Fjarðarbyggðarhöllina og unnu 4-2 sigur á FHL.

Sport
Fréttamynd

„Fann höndina fara í mjög óeðlilega stöðu“

„Maður fann rosalega mikinn verk og þegar maður sá höndina, rosalega afmyndaða og ljóta í laginu, þá var strax klárt að það væri eitthvað að,“ segir Sandra María Jessen, einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í fótbolta í sumar, um handleggsbrot sitt í fyrrakvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Jóhann: Getum spilað mjög vel þegar við náum okkar takti

Þór/KA vann 5-0 heimasigur á Tindastóli í 9. umferð Bestu deildar kvenna fyrr í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik settu heimakonur í fimmta gír í þeim seinni og skoruðu þrjú mörk á 7 mínútna kafla og gengu að lokum frá leiknum með fimm mörkum.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Sel­foss 3-0 | Öruggt hjá heimaliðinu og gestirnir límdir við botninn

Þór/KA gerði sér lítið fyrir og rúllaði Selfoss upp í fyrsta leik 8. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Selfoss situr sem fastast á botninum á meðan Þór/KA lyfti sér upp í 4. sæti. Liðin þurftu bæði á sigri að halda í dag enda hafði hvorugt liðið unnið leik síðan í 4. umferð deildarinnar sem fram fór um miðjan maí.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við ætlum að vera í topp sex“

„Þetta er mikil léttir og ég er gríðarlega ánægður með mitt lið í dag. Vilji, gæði, skipulag og agað spil skóp þennan sigur.“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir góðan 3-0 sigur á Selfoss á Þórsvellinum í dag. 

Sport
Fréttamynd

„Við erum með í mótinu“

Ég er gríðarlega ánægður. Það að fara með þrjú stig héðan er frábært. Þetta er erfiður heimavöllur að koma á og það er erfitt að mæta flottu liði Þór/KA, sagði Guðni Eiríksson þjálfari FH eftir 2-0 sigur á Þór/KA á Akureyri í dag. 

Sport
Fréttamynd

„Svalasta sjöa landsins“ áfram í rauðu

Nýliðar Þórs Akureyrar í Subway deild kvenna í körfubolta eru að ganga frá sínum leikmannamálum. Félagið hefur endursamið við tvö öfluga leikmenn og fengið til sín einn af bestu leikmönnum 1. deildarinnar í vetur.

Körfubolti