

Arnar Sveinn Geirsson, formaður leikmannasamtaka Íslands, segir að það sé dæmi um að leikmenn hafi verið lækkaðir í launum hér á landi án samráðs.
Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir og leikmaður Vals segir að það sé skemmtilegra þegar fleiri góð lið bætist í baráttuna í Pepsi Max-deild kvenna.
Þriðja þáttaröðin í Fimleikafélaginu heldur áfram að rúlla og nú er það fimmti þátturinn í röðinni. Liðinu hefur verið fylgt á eftir í æfingaferð í Flórída.
Markahrókurinn Atli Viðar Björnsson neitar að trúa því að Óskar Hrafn Þorvaldsson fari pressulaus inn í tímabilið sem þjálfari Blika en Óskar Hrafn tók við af Ágústi Gylfasyni í vetur sem hafði lent í 2. sæti síðustu tvö tímabil.
Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti.
Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld.
Þorkell Máni Pétursson, fjölmiðlamaður og mikill stuðningsmaður Leeds, sagði í Sportinu í kvöld að Pep Guardiola væri einfaldlega bara B-hliðin af stjóra Leeds, hinum áhugaverða Marcelo Bielsa.
Topp 5 er ný þáttaröð sem hefur göngu sína á Stöð 2 Sport í kvöld. Þættirnir eru sex talsins en þar fara þekktir leikmenn yfir fimm uppáhalds mörk sín á ferlinum.
Þorkell Máni Pétursson, fjölmiðlamaður, vonast eftir því að heilastarfsemi Birkis Sveinssonar, mótastjóra KSÍ, verði rannsakað er hann hættir en Birkir tilkynnti í gær drög að Íslandsmótinu 2020. Spilaðir verða tæplega fimm þúsund leikir á vegum KSÍ í sumar og hefur því verið nóg að gera hjá Birki undanfarnar vikur.
KSÍ hélt í gær blaðamananfund fyrir knattspyrnusumarið 2020 þar sem var tilkynnt hvernig sambandið hugsaði sér að koma þeim tæplega fimm þúsund leikjum fyrir í sumar.
Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson segir að ástandið innan Stjörnunnar sé ekki gott. Félagið þurfi að ganga í gegnum naflaskoðun en þetta sagði hann í þættinum Sportið í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld.
Íslands- og bikarmeistarar síðasta tímabils mætast í Meistarakeppni KSÍ fyrstu helgina í júní.
Knattspyrnuáhugafólk fær tækifæri til að sjá alla leikina í fyrstu tveimur umferðum Pepsi Max deildar karla í sumar.
KSÍ hefur birt nýja leikjadagskrá fyrir Pepsi Max deild karla og þar kemur fram að lokaumferðin mun fara fram á síðasta degi októbermánaðar.
Blaðamannafundur KSÍ vegna fótboltasumarsins 2020 var í beinni sjónvarpsútsendingu og textalýsingu á Vísi.
Er hægt að byrja Pepsi Max deild karla þremur vikum fyrr en áætlað er? Það er skoðun ritstjóra vefsins Fótbolti.net sem vill sjá deildina byrja í maí.
Það var til umræðu í Sportinu í kvöld sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gær hvaða leikmenn gætu slegið í gegn í Pepsi Max-deild karla í sumar. Hjörvar Hafliðason nefndi þar á nafn Alexander Freyr Sindrason.
Sparkspekingurinn og fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason segir að öll tölfræði úr Pepsi Max-deildinni í fyrra hafi bent til þess að Víkingur hafi aldrei átt að vera í fallbaráttu eins og raunin varð framan af sumri.
Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Sigurvin Ólafsson fóru í Sportinu í kvöld yfir þá leikmenn sem gætu sprungið út í sumar eða þeir leikmenn sem áhorfendur ættu að hafa augun á.
Möguleikar Víkings í Pepsi Max-deild karla í sumar voru til umræðu í Sportinu í kvöld í gær.
Vísir tók saman tíu vanmetna leikmenn í sögu efstu deildar karla í fótbolta.
Það blés verulega á Rúnar Kristinsson, þjálfara KR, er Rikki G kíkti á æfingu KR í gær en Íslandsmeistararnir voru þá að undirbúa sig undir sína fyrstu æfingu sem lið í tæpa tvo mánuði, eftir að aflétt hafði verið á samkomubanninu.
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, segir að leikmannahópur liðsins sé veikari í ár en í fyrra. Liðið sé með svipað lið en ekki sé mikil breidd. Hann var á leið til Englands að skoða leikmenn er kórónuveiran skall á.
Valnefnd frá Knattspyrnusambandi Evrópu valdi tvö íslensk verkefni til að vera í hópi þeirra sex sem fengu styrk frá UEFA að þessu sinni.
Jónatan Ingi Jónsson hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við FH og gildir þar af leiðandi samningur hans út tímabilið 2021.
Ungir leikmenn í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu fengu flest tækifæri hjá Víkingum í fyrrasumar.
„Þetta voru mjög erfiðar 90 mínútur,“ sagði þjálfarinn Ólafur Kristjánsson þegar hann rifjaði upp lokahnykkinn í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks í fótbolta karla árið 2010, þeim fyrsta og eina í sögu liðsins.
Vængmaðurinn knái Aron Bjarnason mun leika með Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar.
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals í Pepsi Max-deild karla, vonast eftir því að Aron Bjarnason gangi til liðs við félagið á láni um helgina en þetta staðfestir hann í samtali við Fótbolti.net í dag.
Möguleikum íslenskra íþróttafélaga til að sækja sér styrki myndi fjölga ef áfengis- og veðmálaauglýsingar yrðu heimilar á íslenskum íþróttaviðburðum.