Besta deild karla

Fréttamynd

Flóðljós og ljósleiðari verði skylda á Íslandi

Heimavellir allra liða í Bestu deildum karla og kvenna í fótbolta á Íslandi verða vel flóðlýstir og með ljósleiðaratengingu innan 1-3 ára samkvæmt tillögum sem kosið verður um á ársþingi KSÍ á Ísafirði um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistararnir fá Oliver

Íslandmeistarar Breiðabliks í fótbolta hafa fengið til sín Skagamanninn Oliver Stefánsson frá Norrköping í Svíþjóð. Hann skrifaði undir samning við Blika sem gildir næstu þrjár leiktíðir eða út árið 2025.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH-ingar fá Kjartan Kára frá Noregi og Finna frá Ítalíu

FH-ingar hafa fengið tvöfaldan liðsstyrk fyrir komandi átök í Bestu-deild karla í fótbolta. Liðið fær annars vegar Kjartan Kára Halldórsson á láni frá Haugesund í Noregi og hins vegar finnska unglingalandsliðsmanninn Eetu Mömmö frá ítalska félaginu Lecce.

Fótbolti
Fréttamynd

Andri Rúnar til Vals

Andri Rúnar Bjarnason er genginn í raðir Vals. Hann skrifaði undir eins árs samning við félagið með möguleika á árs framlengingu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þriðji táningurinn frá Ítalíu til Vals

Hlynur Freyr Karlsson er genginn í raðir knattspyrnuliðs Vals. Hlynur, sem verður 19 ára í apríl, kemur til félagsins frá Bologna á Ítalíu þar sem hann lék fyrir U19-liðið. Hann er fyrirliði U19-landsliðs Íslands.

Íslenski boltinn