Fótbolti

Fréttamynd

Hareide á­nægður með vista­skipti Sverris Inga

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er hæstánægður með vistaskipti Sverris Inga Ingasonar. Danska félagið Midtjylland festi kaup á miðverðinum nýverið og kynnti hann til leiks með áhugaverðu myndbandi fyrr í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Spán­verjar gengu frá Grikkjum strax í upp­hafi

Spánn átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Grikkland að velli í Evrópumóti U-19 ára landsliða karla í knattspyrnu, lokatölur 5-0. Bæði þessi lið leika með Íslandi í riðli en íslensku strákarnir mæta Noregi klukkan 19.00 í kvöld. Verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Neuer varði kvöldinu á Hvolsvelli

Þýska knattspyrnugoðsögnin Manuel Neuer borðaði kvöldmat á veitingastaðnum Hygge í Fljótshlíðinni í gær. Hann fékk sér lax, salat, spænskar kartöflur og kaloríusnauðan Gull Light og var í heila þrjá tíma á staðnum.

Lífið
Fréttamynd

Úkraínumenn slógu út Frakka

Úkraína er komið í undanúrslit Evrópumóts U21-árs landsliða í knattspyrnu eftir sigur á sterku liði Frakka í kvöld. Úkraína mætir Spáni í undanúrslitum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Virki­lega skemmti­legur leikur til að enda á“

Stefán Ingi Sigurðarson var á skotskónum þegar Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 5-0 og mætir því Shamrock Rovers frá Írlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Þetta var síðasti leikur Stefáns Inga fyrir Blika en hann staðfesti í viðtali eftir leik að hann væri á leið til Belgíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Loftus-Che­ek einnig farinn frá Chelsea

Enska knattspyrnufélagið Chelsea heldur áfram að taka til í herbúðum sínum. Ruben Loftus-Cheek er genginn í raðir AC Milan á Ítalíu. Enski miðjumaðurinn kostar Mílanó-liðið um 15 milljónir punda [2,6 milljarða íslenskra króna].

Fótbolti
Fréttamynd

Búið að úti­loka um að brot sé að ræða

Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Fram í Bestu deild karla, yfirgaf Úlfarsárdal í sjúkrabíl eftir að meiðast í 3-2 sigri liðsins á HK. Hann meiddist á öxl í leiknum og óttuðust menn það versta skömmu eftir að flautað var til leiksloka.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Orkumótið hófst með hvelli þegar tjöld fuku og stangir brotnuðu

Mikið rok lék skipuleggjendur og þátttakendur Orkumóts ÍBV í Vestmannaeyjum grátt í gær þegar tjöld tókust á loft og tjaldstangir brotnuðu á tjaldstæðinu í Herjólfsdal. Eyjamenn ruku til að veita gestum aðstoð og var einhverjum komið í skjól en vel gekk að bjarga öllu, að sögn mótsstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Knatt­spyrnupar trú­lofað

Glódís Perla Viggósdóttir greindi frá því fyrir skömmu að hún hefði trúlofast Kristófer Eggertssyni, kærasta sínum til margra ára. Það skammt milli fagnaðarefna hjá parinu en Glódís Perla varð 27 ára gömul í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Manchester United kallar eftir þver-evrópsku launþaki

Francesca Whitfield, verkefnastjóri hjá Manchester United, hefur kallað eftir því að þver-evrópskt launaþak verði sett á í kvennaknattspyrnu til að jafna stöðu liða og koma í veg fyrir að titlar verði unnir í krafti fjárhagsstöðu.

Fótbolti
Fréttamynd

Neil Warnock stal senunni á Glastonbury

Neil Warnock, hinn 74 ára knattspyrnustjóri Huddersfield, stal senunni á tónlistarhátíðinni Glastonbury um helgina. Hann var að vísu ekki á meðal gesta en íhugar nú að mæta að ári.

Fótbolti