Alþingiskosningar 2021

Fréttamynd

Segir Eyja­menn hafa hótað að opna ekki kosninga­mið­stöð ef Páll yrði í heiðurs­sæti

Gunnar Egils­son, bæjar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins í Ár­borg, segir Sjálf­stæðis­menn í Vest­manna­eyjum hafa hótað að opna ekki kosninga­skrif­stofu í Eyjum fyrir komandi þing­kosningar og draga sig úr kosninga­bar­áttu fyrir flokkinn ef Páll Magnús­son, nú­verandi odd­viti flokksins í Suður­kjör­dæmi, yrði í heiðurs­sæti.

Innlent
Fréttamynd

Þórdís þakklát fyrir traustið og Haraldur hvattur til að þiggja sætið

„Þetta er afgerandi traust og yfirlýsingu frá fólkinu í kjördæminu. Ég er auðvitað afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er breiður stuðningur og mikill, sem ég fann alveg fyrir en samt leyfði ég mér að dreyma um svona niðurstöðu en þorði ekki að búast við henni.“

Innlent
Fréttamynd

Fagnar góðu gengi kvenna í prófkjörum flokksins

Formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna fagnar góðum árangri kvenna í prófkjörum flokksins fyrir komandi kosningar. Kynjahlutföll oddvitanna í kjördæmunum sex eru jöfn og útlit er fyrir að sjö konur muni taka sæti á Alþingi fyrir flokkinn á næsta kjörtímabili, haldi flokkurinn fylgi sínu.

Innlent
Fréttamynd

Þór­dís Kol­brún bar sigur úr býtum í próf­kjörinu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Haraldur Benediktsson, sem einnig sóttist eftir fyrsta sæti í prófkjörinu, hafnaði í öðru sæti.

Innlent
Fréttamynd

Til­laga um Pál í heiðurs­sætið var felld

Til­laga um að Páll Magnús­son tæki heiðurs­sæti á lista Sjálf­stæðis­flokksins í Suður­kjör­dæmi fyrir komandi þing­kosningar var felld með yfir­gnæfandi meiri­hluta á kjör­dæmis­ráði flokksins síðasta laugar­dag.

Innlent
Fréttamynd

Haraldur hissa á við­brögðum Sjálf­stæðis­kvenna

Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni.

Innlent
Fréttamynd

Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar odd­vita­slagnum

Haraldur Bene­dikts­son, odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins í Norð­vestur­kjör­dæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjör­dæminu ef hann tapar bar­áttunni um odd­vita­sætið við Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dóttur í próf­kjöri flokksins um næstu helgi.

Innlent
Fréttamynd

Þátttaka í prófkjörum miklu meiri nú en í langan tíma

Þingmaðurinn Jón Gunnarsson segir miklu meiri þátttöku í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins nú en í langan tíma og það gefi væntingar um gott gengi í komandi Alþingiskosningum. Hann bar sigur úr býtum í baráttunni um annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir kosningarnar.

Innlent
Fréttamynd

Jón Gunnarsson hreppti annað sætið að lokum

Nýjustu og jafnframt síðustu tölur liggja nú fyrir úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármálaráðherra, hafnaði í fyrsta sæti, enda sóttist hann einn eftir því.

Innlent
Fréttamynd

Bryn­dís í öðru sæti eftir nýjustu tölur

Breyting hefur orðið á uppröðun á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur voru birtar rétt í þessu. Bryndís Haraldsdóttir er nú í öðru sæti listans en eftir fyrstu tölur var Jón Gunnarsson alþingismaður í öðru sæti.

Innlent
Fréttamynd

Röð við kjör­stað þegar stutt er í lokun

Talsverð röð er fyrir utan félagsheimili Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, sem er einn af kjörstöðum í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi. Kjörstaðir loka klukkan nú klukkan sex en búist er við fyrstu tölum um klukkustund síðar.

Innlent
Fréttamynd

Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili

Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Innlent